Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Anton Ingi Leifsson skrifar 2. september 2017 13:02 Haukur í leiknum í dag. vísir/ernir Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. „Þetta var ekki skemmtilegur leikur. Það meiðir okkur að ég sé ekki að finna mig, en Martin og Hörður stigu upp. Leiðinlegt að ég gat ekki fylgt því eftir sérstaklega eftir síðasta leik," sagði Haukur Helgi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, eftir leikinn í dag. Haukur Helgi var ekki að finna sig eins vel og í fyrsta leiknum þar sem hann var stigahæsti leikmaður vallarins í tapinu gegn Grikkjum. „Mér leið vel inni á vellinum, en sum skotin voru bara ofan í og upp úr. Sum voru bara "way off" en ég þarf bara fara að fara hugleiða aðeins og horfa inn í sjálfan mig og sjá hvað ég er að gera öðruvísi í dag en í fyrradag." „Þetta var mjög leiðinlegt hvernig þetta gerðist. Mér finnst við ekkert slakari en þetta lið í sannleika sagt. Þeir eru frábært lið, hittu úr öllu og spila mjög vel. Þeir tóku okkur dálítið út úr rhytmanum." „Ég held að við þurfum að hætta að pæla aðeins í þeim og horfa á okkur sjálfa; hvernig við spilum, hvernig leikstíllinn okkar hefur verið, hvernig við komumst hingað og halda því áfram. Halda í hjartað og baráttuna."Sjá meira:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt „Við þurfum að finna fyrir aðdáendunum og leyfa þeim að drífa okkur áfram. Vera óhræddir og þora að skjóta," en byrjunin var afar góð og íslensku stuðninsgmennirnir voru vel með á nótunum. Strákarnir náðu þó ekki að fylgja því eftir. „Við byrjuðum mjög vel og þeir halda ívið okkur og koma með áhlaup. Við byrjuðum að sækja vel á körfuna og vorum að spila okkar leik, en ég veit ekki hvort við höfum hikað eftir að við vorum ekki að fá villurnar." „Mín skot voru klárlega ekki að fara ofan í. Ég þurfti að hætta hugsa svona mikið út í þetta og halda áfram að skjóta, en ég þarf bara að gíra mig upp í næsta leik." Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum okkar, en liðið mætir stórliði Frakklands strax á morgun. „Núna förum við bara upp á hótel og þegar við förum að sofa þá er þessi leikur bara farinn. Frakkarnir eru hrikalega sterkir og tapa fyrsta leik, en þeir koma brjálaðir til baka." „Við mötchum ekkert vel upp á móti þeim, en þeir hafa ekki þetta hjarta. Þeim finnst þeir eiga að vinna leikina finnst mér og ég held að þeir hafi komið þannig inn í Finnaleikinn sem þeir töpuðu." „Það kom mér á óvart að Finnarnir kýldu þá bara fyrst og það er eitthvað sem við þurfum að gera," sagði Haukur Helgi að lokum í samtali við Óskar í Helsinki. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. „Þetta var ekki skemmtilegur leikur. Það meiðir okkur að ég sé ekki að finna mig, en Martin og Hörður stigu upp. Leiðinlegt að ég gat ekki fylgt því eftir sérstaklega eftir síðasta leik," sagði Haukur Helgi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, eftir leikinn í dag. Haukur Helgi var ekki að finna sig eins vel og í fyrsta leiknum þar sem hann var stigahæsti leikmaður vallarins í tapinu gegn Grikkjum. „Mér leið vel inni á vellinum, en sum skotin voru bara ofan í og upp úr. Sum voru bara "way off" en ég þarf bara fara að fara hugleiða aðeins og horfa inn í sjálfan mig og sjá hvað ég er að gera öðruvísi í dag en í fyrradag." „Þetta var mjög leiðinlegt hvernig þetta gerðist. Mér finnst við ekkert slakari en þetta lið í sannleika sagt. Þeir eru frábært lið, hittu úr öllu og spila mjög vel. Þeir tóku okkur dálítið út úr rhytmanum." „Ég held að við þurfum að hætta að pæla aðeins í þeim og horfa á okkur sjálfa; hvernig við spilum, hvernig leikstíllinn okkar hefur verið, hvernig við komumst hingað og halda því áfram. Halda í hjartað og baráttuna."Sjá meira:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt „Við þurfum að finna fyrir aðdáendunum og leyfa þeim að drífa okkur áfram. Vera óhræddir og þora að skjóta," en byrjunin var afar góð og íslensku stuðninsgmennirnir voru vel með á nótunum. Strákarnir náðu þó ekki að fylgja því eftir. „Við byrjuðum mjög vel og þeir halda ívið okkur og koma með áhlaup. Við byrjuðum að sækja vel á körfuna og vorum að spila okkar leik, en ég veit ekki hvort við höfum hikað eftir að við vorum ekki að fá villurnar." „Mín skot voru klárlega ekki að fara ofan í. Ég þurfti að hætta hugsa svona mikið út í þetta og halda áfram að skjóta, en ég þarf bara að gíra mig upp í næsta leik." Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum okkar, en liðið mætir stórliði Frakklands strax á morgun. „Núna förum við bara upp á hótel og þegar við förum að sofa þá er þessi leikur bara farinn. Frakkarnir eru hrikalega sterkir og tapa fyrsta leik, en þeir koma brjálaðir til baka." „Við mötchum ekkert vel upp á móti þeim, en þeir hafa ekki þetta hjarta. Þeim finnst þeir eiga að vinna leikina finnst mér og ég held að þeir hafi komið þannig inn í Finnaleikinn sem þeir töpuðu." „Það kom mér á óvart að Finnarnir kýldu þá bara fyrst og það er eitthvað sem við þurfum að gera," sagði Haukur Helgi að lokum í samtali við Óskar í Helsinki.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira