Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2017 21:06 Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM Umhverfisstofnun hefur ákveðið að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni sem send var út í kvöld. „Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., sbr. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga, nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Fyrirtækinu hefur verið kynnt sú ákvörðun með bréfi. Óheimilt er að endurræsa ofn verksmiðjunnar nema með skriflegri heimild frá Umhverfisstofnun að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim,“ segir í samantekt um ákvörðun Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu segir enn fremur að eftir gangsetningu verksmiðjunnar hafi Umhverfisstofnun borist ríflega eitt þúsund kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar. Þá segir að frávik frá frá starfsleyfi United Silicon séu alvarleg. Þann 23. ágúst tilkynnti Umhverfisstofnun um áform sín um að stöðva rekstur Sameinaðs Sílikons hf. en vísað er í bréf þess efnis í tilkynningu. Rekstraraðila var veittur frestur til 30. ágúst til þess að skila inn athugasemdum við áform stofnunarinnar. Þá óskaði rekstraraðili eftir viðbótarfresti til 6. september, sem stofnunin hafnaði en veitti aftur frest til 31. ágúst. Í bréfi Sameinaðs Sílikon, sem sent var 31. ágúst til Umhverfisstofnunar, segir að vegna skamms tíma til andsvara sé tímasett úrbótaáætlun ekki endanlega tilbúin. Því segir í niðurstöðu ákvörðunar Umhverfisstofnunar, meðal annars í ljósi alvarlegra frávika frá starfsleyfi United Silicon og kvartana frá íbúum, að starfsemin verði stöðvuð. „Í bréfi stofnunarinnar, dags. 23. ágúst, var tilkynnt um áform um að stöðva starfseminu ef annað hvort afl ljósbogaofns verksmiðjunnar færi niður fyrir 10 MW eða stöðvaðist í klukkustund eða meira, þó eigi síðar en 10. september næstkomandi. Þann 26. ágúst síðasliðinn var ofn verksmiðjunnar stöðvaður í kjölfar óhapps sem varð í verksmiðjunni,“ segir í tilkynningu. „Umhverfisstofnun stöðvar því hér með starfsemi Sameinaðs Sílikons hf.“ United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Hluti íbúa Reykjanesbæjar sagður hafa „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. 18. ágúst 2017 23:58 Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. 24. ágúst 2017 19:30 Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44 Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. 25. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni sem send var út í kvöld. „Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., sbr. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga, nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Fyrirtækinu hefur verið kynnt sú ákvörðun með bréfi. Óheimilt er að endurræsa ofn verksmiðjunnar nema með skriflegri heimild frá Umhverfisstofnun að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim,“ segir í samantekt um ákvörðun Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu segir enn fremur að eftir gangsetningu verksmiðjunnar hafi Umhverfisstofnun borist ríflega eitt þúsund kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar. Þá segir að frávik frá frá starfsleyfi United Silicon séu alvarleg. Þann 23. ágúst tilkynnti Umhverfisstofnun um áform sín um að stöðva rekstur Sameinaðs Sílikons hf. en vísað er í bréf þess efnis í tilkynningu. Rekstraraðila var veittur frestur til 30. ágúst til þess að skila inn athugasemdum við áform stofnunarinnar. Þá óskaði rekstraraðili eftir viðbótarfresti til 6. september, sem stofnunin hafnaði en veitti aftur frest til 31. ágúst. Í bréfi Sameinaðs Sílikon, sem sent var 31. ágúst til Umhverfisstofnunar, segir að vegna skamms tíma til andsvara sé tímasett úrbótaáætlun ekki endanlega tilbúin. Því segir í niðurstöðu ákvörðunar Umhverfisstofnunar, meðal annars í ljósi alvarlegra frávika frá starfsleyfi United Silicon og kvartana frá íbúum, að starfsemin verði stöðvuð. „Í bréfi stofnunarinnar, dags. 23. ágúst, var tilkynnt um áform um að stöðva starfseminu ef annað hvort afl ljósbogaofns verksmiðjunnar færi niður fyrir 10 MW eða stöðvaðist í klukkustund eða meira, þó eigi síðar en 10. september næstkomandi. Þann 26. ágúst síðasliðinn var ofn verksmiðjunnar stöðvaður í kjölfar óhapps sem varð í verksmiðjunni,“ segir í tilkynningu. „Umhverfisstofnun stöðvar því hér með starfsemi Sameinaðs Sílikons hf.“
United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Hluti íbúa Reykjanesbæjar sagður hafa „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. 18. ágúst 2017 23:58 Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. 24. ágúst 2017 19:30 Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44 Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. 25. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25
Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Hluti íbúa Reykjanesbæjar sagður hafa „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. 18. ágúst 2017 23:58
Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. 24. ágúst 2017 19:30
Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44
Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. 25. ágúst 2017 11:45