Toyota sýnir Land Cruiser hugmyndabíl í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2017 09:59 Toyota hefur lítið látið uppi um útlit eða aðrar breytingar á Land Cruiser, en gestir bílasýningarinnar í Frankfurt fá að líta dýrðina. Það telst ávallt til frétta þegar Toyota kynnir nýja gerð af Íslandsjeppanum Land Cruiser, Toyota ætlar að sýna slíkan tilraunabíl á komandi bílasýningu í Frankfurt þann 12. september. Toyota hefur lítið látið uppi um þennan nýja bíl en hann verður þó ennþá byggður á grind, sem telst góðar fréttir fyrir landann þar sem margir kjósa sér að breyta jeppanum góða og setja undir hann stærri dekk og lyfta honum upp. Núverandi kynslóð hefur verið í sölu í næstum áratug svo segja má að tími sé kominn á nýja kynslóð hans. Hann hefur reyndar fengið andlitslyftingar á leiðinni, þá síðustu í fyrra. Þessi tilraunabíll þarf þó ekki að tákna það að ný kynslóð jeppan góða sé alveg strax á leiðinni, þar sem þetta er svokallaður tilraunabíll. Því verður Land Cruiser 150 bíllinn líklega í nokkurn tíma áfram í sölu. Toyota ætlar líka að sýna nýja gerð Toyota C-HR Hy-Power Concept útgáfu sportjepplingsins sem hannaður hefur verið í hönnunarstúdíóí Toyota í Evrópu. Eins og með nýjan Land Cruiser liggur ekki fyrir hverskonar breytingar eru á þessari útgáfu bílsins. Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent
Það telst ávallt til frétta þegar Toyota kynnir nýja gerð af Íslandsjeppanum Land Cruiser, Toyota ætlar að sýna slíkan tilraunabíl á komandi bílasýningu í Frankfurt þann 12. september. Toyota hefur lítið látið uppi um þennan nýja bíl en hann verður þó ennþá byggður á grind, sem telst góðar fréttir fyrir landann þar sem margir kjósa sér að breyta jeppanum góða og setja undir hann stærri dekk og lyfta honum upp. Núverandi kynslóð hefur verið í sölu í næstum áratug svo segja má að tími sé kominn á nýja kynslóð hans. Hann hefur reyndar fengið andlitslyftingar á leiðinni, þá síðustu í fyrra. Þessi tilraunabíll þarf þó ekki að tákna það að ný kynslóð jeppan góða sé alveg strax á leiðinni, þar sem þetta er svokallaður tilraunabíll. Því verður Land Cruiser 150 bíllinn líklega í nokkurn tíma áfram í sölu. Toyota ætlar líka að sýna nýja gerð Toyota C-HR Hy-Power Concept útgáfu sportjepplingsins sem hannaður hefur verið í hönnunarstúdíóí Toyota í Evrópu. Eins og með nýjan Land Cruiser liggur ekki fyrir hverskonar breytingar eru á þessari útgáfu bílsins.
Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent