Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2017 12:00 Jón Arnór Stefánsson í leiknum í gær. Vísir/Ernir Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. Íslenska liðið lenti 19 stigum undir í byrjun annars leikhluta og þrátt fyrir að koma muninum niður í tvö stig með frábærum kafal í öðrum leikhluta þá misstu strákarnir leikinn aftur frá sér í seinni hálfleik. „„Þetta var alltof mikill munur en við misstum tök á leiknum í seinni hálfleiknum. Auðvitað er sárt að horfa töfluna þegar það er svona mikill munur en það skiptir ekki öllu máli. Það er ekki annað hægt en að taka það með okkur út úr þessum leik sem við gerðum vel í dag og halda áfram,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Íslenska liðið á eftir að spila fjóra leiki í riðlinum í Helsinki og það þýðir ekkert að hengja haus núna. „Við erum bara brattir. Þetta er bara fyrsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jón Arnór. Annar leikhlutinn sýndi hvað liðið getur gert flotta hluti þegar þeir ná sínum takti. „Það kom þetta sjálfstraust og þetta grúv sem við þekkjum ágætlega. Það vantaði í hina leikhlutana og menn voru ekki að setja þessi skot niður sem gefa mönnum kraft. Þá fylgir allt með, áhorfendur, stemmningin og allt þetta sem skiptir máli,“ sagði Jón Arnór. „Það er erfitt þegar þú ert að klikka á öllum skotum og tapar boltanum auðveldlega. Að sjálfsögðu er ekki skemmtilegt að horfa á það upp í stúku. Það vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur," sagði Jón Arnór en liðið fær annað möguleika til þess í öðrum leik sínum á móti Póllandi á morgun. „Það sást hvað skapaðist góð stemmning í öðrum leikhluta og það væri gaman að setja saman heilan leik af því," sagði Jón Arnór að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00 Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30 Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. 31. ágúst 2017 16:35 Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. Íslenska liðið lenti 19 stigum undir í byrjun annars leikhluta og þrátt fyrir að koma muninum niður í tvö stig með frábærum kafal í öðrum leikhluta þá misstu strákarnir leikinn aftur frá sér í seinni hálfleik. „„Þetta var alltof mikill munur en við misstum tök á leiknum í seinni hálfleiknum. Auðvitað er sárt að horfa töfluna þegar það er svona mikill munur en það skiptir ekki öllu máli. Það er ekki annað hægt en að taka það með okkur út úr þessum leik sem við gerðum vel í dag og halda áfram,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Íslenska liðið á eftir að spila fjóra leiki í riðlinum í Helsinki og það þýðir ekkert að hengja haus núna. „Við erum bara brattir. Þetta er bara fyrsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jón Arnór. Annar leikhlutinn sýndi hvað liðið getur gert flotta hluti þegar þeir ná sínum takti. „Það kom þetta sjálfstraust og þetta grúv sem við þekkjum ágætlega. Það vantaði í hina leikhlutana og menn voru ekki að setja þessi skot niður sem gefa mönnum kraft. Þá fylgir allt með, áhorfendur, stemmningin og allt þetta sem skiptir máli,“ sagði Jón Arnór. „Það er erfitt þegar þú ert að klikka á öllum skotum og tapar boltanum auðveldlega. Að sjálfsögðu er ekki skemmtilegt að horfa á það upp í stúku. Það vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur," sagði Jón Arnór en liðið fær annað möguleika til þess í öðrum leik sínum á móti Póllandi á morgun. „Það sást hvað skapaðist góð stemmning í öðrum leikhluta og það væri gaman að setja saman heilan leik af því," sagði Jón Arnór að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00 Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30 Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. 31. ágúst 2017 16:35 Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00
Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30
Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. 31. ágúst 2017 16:35
Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14