Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2017 12:00 Jón Arnór Stefánsson í leiknum í gær. Vísir/Ernir Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. Íslenska liðið lenti 19 stigum undir í byrjun annars leikhluta og þrátt fyrir að koma muninum niður í tvö stig með frábærum kafal í öðrum leikhluta þá misstu strákarnir leikinn aftur frá sér í seinni hálfleik. „„Þetta var alltof mikill munur en við misstum tök á leiknum í seinni hálfleiknum. Auðvitað er sárt að horfa töfluna þegar það er svona mikill munur en það skiptir ekki öllu máli. Það er ekki annað hægt en að taka það með okkur út úr þessum leik sem við gerðum vel í dag og halda áfram,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Íslenska liðið á eftir að spila fjóra leiki í riðlinum í Helsinki og það þýðir ekkert að hengja haus núna. „Við erum bara brattir. Þetta er bara fyrsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jón Arnór. Annar leikhlutinn sýndi hvað liðið getur gert flotta hluti þegar þeir ná sínum takti. „Það kom þetta sjálfstraust og þetta grúv sem við þekkjum ágætlega. Það vantaði í hina leikhlutana og menn voru ekki að setja þessi skot niður sem gefa mönnum kraft. Þá fylgir allt með, áhorfendur, stemmningin og allt þetta sem skiptir máli,“ sagði Jón Arnór. „Það er erfitt þegar þú ert að klikka á öllum skotum og tapar boltanum auðveldlega. Að sjálfsögðu er ekki skemmtilegt að horfa á það upp í stúku. Það vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur," sagði Jón Arnór en liðið fær annað möguleika til þess í öðrum leik sínum á móti Póllandi á morgun. „Það sást hvað skapaðist góð stemmning í öðrum leikhluta og það væri gaman að setja saman heilan leik af því," sagði Jón Arnór að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00 Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30 Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. 31. ágúst 2017 16:35 Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. Íslenska liðið lenti 19 stigum undir í byrjun annars leikhluta og þrátt fyrir að koma muninum niður í tvö stig með frábærum kafal í öðrum leikhluta þá misstu strákarnir leikinn aftur frá sér í seinni hálfleik. „„Þetta var alltof mikill munur en við misstum tök á leiknum í seinni hálfleiknum. Auðvitað er sárt að horfa töfluna þegar það er svona mikill munur en það skiptir ekki öllu máli. Það er ekki annað hægt en að taka það með okkur út úr þessum leik sem við gerðum vel í dag og halda áfram,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Íslenska liðið á eftir að spila fjóra leiki í riðlinum í Helsinki og það þýðir ekkert að hengja haus núna. „Við erum bara brattir. Þetta er bara fyrsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jón Arnór. Annar leikhlutinn sýndi hvað liðið getur gert flotta hluti þegar þeir ná sínum takti. „Það kom þetta sjálfstraust og þetta grúv sem við þekkjum ágætlega. Það vantaði í hina leikhlutana og menn voru ekki að setja þessi skot niður sem gefa mönnum kraft. Þá fylgir allt með, áhorfendur, stemmningin og allt þetta sem skiptir máli,“ sagði Jón Arnór. „Það er erfitt þegar þú ert að klikka á öllum skotum og tapar boltanum auðveldlega. Að sjálfsögðu er ekki skemmtilegt að horfa á það upp í stúku. Það vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur," sagði Jón Arnór en liðið fær annað möguleika til þess í öðrum leik sínum á móti Póllandi á morgun. „Það sást hvað skapaðist góð stemmning í öðrum leikhluta og það væri gaman að setja saman heilan leik af því," sagði Jón Arnór að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00 Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30 Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. 31. ágúst 2017 16:35 Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00
Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30
Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. 31. ágúst 2017 16:35
Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti