Friðhelgistips María Bjarnadóttir skrifar 1. september 2017 07:00 97 prósent Íslendinga nota internetið reglulega. Að sjálfsögðu Evrópumet. Húh! Stór hluti notkunarinnar fer fram á samfélagsmiðlum. Níutíu prósent fullorðinna nota Facebook. Þar eru fjölmargir hópar ætlaðir umræðum um tiltekna hluti eða með tilteknum hætti. Hóparnir geta verið valdeflandi fyrir fólk og félagsskap, vettvangur fyrir mikilvæga samfélagslega og málefnatengda umræðu og uppspretta stuðnings og sjálfstyrkingar fyrir einstaklinga og hópa. Þeir geta líka magnað raddir sem boða misgáfuleg fagnaðarerindi, jafnvel ólögmæt. Tilvist þeirra hefur svo stutt við ranghugmyndir um að tjáning á lokuðu svæði á samfélagsmiðli eigi sér stað innan einhvers konar lagalegrar friðhelgi. Svo er ekki. Vegna þess hversu miklu við deilum af einkalífi okkar í gegnum netið með fólki eða fylgjendum hafa mörkin milli einkalífs og almannarýmis orðið æ óskýrari. Það þarf samt að halda vöku sinni. Skrif á samfélagsmiðli, innan eða utan hóps, geta verið álíka prívat og að standa á Lækjartorgi og kalla í gjallarhorn. Það er eitt að bera sín einkamál á torg í þessum skilningi, en börn eiga sjálfstæða friðhelgi sem þarf að huga að. Fólk sem aflar tekna með því að greina frá smáatriðum í afmæli barnanna sinna þarf þannig ekki bara að huga að skattamálum. Að birta mynd eða nákvæma lýsingu á útbrotum, hegðunarvanda eða vandræðum barna í lokuðum hópi á samfélagsmiðli þarf að gera þannig að friðhelgi barna sé ekki rofin. Foreldrar eiga í þessu samhengi að vera gæslufólk réttinda barna sinna, hvort sem færslan er kostuð eða ekki. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun
97 prósent Íslendinga nota internetið reglulega. Að sjálfsögðu Evrópumet. Húh! Stór hluti notkunarinnar fer fram á samfélagsmiðlum. Níutíu prósent fullorðinna nota Facebook. Þar eru fjölmargir hópar ætlaðir umræðum um tiltekna hluti eða með tilteknum hætti. Hóparnir geta verið valdeflandi fyrir fólk og félagsskap, vettvangur fyrir mikilvæga samfélagslega og málefnatengda umræðu og uppspretta stuðnings og sjálfstyrkingar fyrir einstaklinga og hópa. Þeir geta líka magnað raddir sem boða misgáfuleg fagnaðarerindi, jafnvel ólögmæt. Tilvist þeirra hefur svo stutt við ranghugmyndir um að tjáning á lokuðu svæði á samfélagsmiðli eigi sér stað innan einhvers konar lagalegrar friðhelgi. Svo er ekki. Vegna þess hversu miklu við deilum af einkalífi okkar í gegnum netið með fólki eða fylgjendum hafa mörkin milli einkalífs og almannarýmis orðið æ óskýrari. Það þarf samt að halda vöku sinni. Skrif á samfélagsmiðli, innan eða utan hóps, geta verið álíka prívat og að standa á Lækjartorgi og kalla í gjallarhorn. Það er eitt að bera sín einkamál á torg í þessum skilningi, en börn eiga sjálfstæða friðhelgi sem þarf að huga að. Fólk sem aflar tekna með því að greina frá smáatriðum í afmæli barnanna sinna þarf þannig ekki bara að huga að skattamálum. Að birta mynd eða nákvæma lýsingu á útbrotum, hegðunarvanda eða vandræðum barna í lokuðum hópi á samfélagsmiðli þarf að gera þannig að friðhelgi barna sé ekki rofin. Foreldrar eiga í þessu samhengi að vera gæslufólk réttinda barna sinna, hvort sem færslan er kostuð eða ekki. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun