Grótta náði ekki að fylgja eftir frábærum leik í 1. umferð Olís-deildar gegn Fram því liðið tapaði, 20-23, gegn Haukum í kvöld.
Fyrsti sigur Hauka í deildinni í vetur því kominn í hús en liðið tapaði gegn Valsstúlkum í fyrstu umferð.
Guðrún Erla Bjarnadóttir skoraði fjögur mörk fyrir Hauka í kvöld en Lovísa Thompson skoraði sjö fyrir Gróttu.
Grótta spilar næst gegn Val en Haukar taka á móti Stjörnunni.
Haukar höfðu betur gegn Gróttu á Nesinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
