Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2017 19:30 Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að svara spurningum um framkvæmd laga um uppreist æru. En áður en til þess kom að ráðherra svarðaði spurningum nefndarmanna var skipt um forystu í nefndinni. Nýr meirihluti í nefndinni ákvað að kjósa Jón Steindór Valdimarsson þingmann Viðreisnar í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Sjálfstæðisflokki, en Jón Steindór var áður fyrsti varaformaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum var kosin fyrsti varaformaður. „Það væri ekki rétt að Brynjar héldi ekki áfram sem formaður í nefndinni í ljósi þeirra verkefna sem nefndin er að fást við akkúrat núna,“ sagði Jón Steindór eftir nefndarfund í dag.Jón Steindór Valdimarsson, til hægri, þingmaður Viðreisnar var kjörinn í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Vísir/AntonFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mótmæltu þessu með bókun og lýstu fullum stuðningi við Brynjar. Þessi atburðarás væri afar óheppileg í ljósi þess að verið væri reyna að ljúka þingstörfum í sátt fyrir kosningar.Nú eru örfáar vikur til kosninga. Hvaða verkefni eru eftir hjá nefndinni að fjalla um og lítur nefndin þannig á að hún hafi það hlutverk að rannsaka þessi mál frekar? „Við förum í það núna að fara betur yfir þessi mál um uppreist æru og það sem kann að standa út af þar,“ segir Jón Steindór. Hann eigi hins vegar ekki von á að nefndinni takist að afgreiða álit sitt á skýrslu um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum eins og til stóð á gera á næstu vikum. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máli með því að sitja á upplýsingum og spurði ráðherra hver bæri ábyrgð á því. Ráðherra sagði ósannindi felast í spurningunni því engin tilraun hafi verið gerð til þöggunar. „Það er afskaplega ómaklegt að halda því fram að ráðuneytið, sérfræðingar ráðuneytisins sem hafa það eitt að leiðarljósi að halda auðvitað trúnað um viðkvæm málefni og höndla viðkvæm málefni dags daglega; að ætla að saka þá eða mig um þöggun í þessu máli,“ sagði Sigríður. Hún hafi ekki ætlað að skrifa undir umsókn sem lá fyrir um uppreist æru í ráðuneytinu en í morgun hafi sú umsókn verið dregin til baka.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máliVísir/Anton BrinkDómsmálaráðherra segir þetta mál vekja eðlilegar spurningar um stjórnsýsluna almennt. Hún teldi ekki eðlilegt að undanþáguatkvæði í lögum um veitingu uppreistar æru tveimur árum eftir afplánun hefði orðið meginregla í stað þeirra fimm ára sem meginregla laganna gerði ráð fyrir. En þá framkvæmd mætti að minnsta kosti rekja allt aftur til ársins 1995. „Þannig að þetta er eldgömul framkvæmd. Ég reifaði það á þessum fundi og las upp úr tilskipun frá árinu 1870 (frá Danakonungi). Þannig að þessi mál eru auðvitað á gömlum grunni og auðvitað full ástæða til að skoða þetta og að mínu viti afnema þessa heimild til uppreistrar æru. Og koma endurheimt borgararéttinda í allt annað horf,“ sagði Sigríður Á. Andersen að loknum nefndarfundinum í dag. Uppreist æru Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að svara spurningum um framkvæmd laga um uppreist æru. En áður en til þess kom að ráðherra svarðaði spurningum nefndarmanna var skipt um forystu í nefndinni. Nýr meirihluti í nefndinni ákvað að kjósa Jón Steindór Valdimarsson þingmann Viðreisnar í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Sjálfstæðisflokki, en Jón Steindór var áður fyrsti varaformaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum var kosin fyrsti varaformaður. „Það væri ekki rétt að Brynjar héldi ekki áfram sem formaður í nefndinni í ljósi þeirra verkefna sem nefndin er að fást við akkúrat núna,“ sagði Jón Steindór eftir nefndarfund í dag.Jón Steindór Valdimarsson, til hægri, þingmaður Viðreisnar var kjörinn í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Vísir/AntonFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mótmæltu þessu með bókun og lýstu fullum stuðningi við Brynjar. Þessi atburðarás væri afar óheppileg í ljósi þess að verið væri reyna að ljúka þingstörfum í sátt fyrir kosningar.Nú eru örfáar vikur til kosninga. Hvaða verkefni eru eftir hjá nefndinni að fjalla um og lítur nefndin þannig á að hún hafi það hlutverk að rannsaka þessi mál frekar? „Við förum í það núna að fara betur yfir þessi mál um uppreist æru og það sem kann að standa út af þar,“ segir Jón Steindór. Hann eigi hins vegar ekki von á að nefndinni takist að afgreiða álit sitt á skýrslu um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum eins og til stóð á gera á næstu vikum. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máli með því að sitja á upplýsingum og spurði ráðherra hver bæri ábyrgð á því. Ráðherra sagði ósannindi felast í spurningunni því engin tilraun hafi verið gerð til þöggunar. „Það er afskaplega ómaklegt að halda því fram að ráðuneytið, sérfræðingar ráðuneytisins sem hafa það eitt að leiðarljósi að halda auðvitað trúnað um viðkvæm málefni og höndla viðkvæm málefni dags daglega; að ætla að saka þá eða mig um þöggun í þessu máli,“ sagði Sigríður. Hún hafi ekki ætlað að skrifa undir umsókn sem lá fyrir um uppreist æru í ráðuneytinu en í morgun hafi sú umsókn verið dregin til baka.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máliVísir/Anton BrinkDómsmálaráðherra segir þetta mál vekja eðlilegar spurningar um stjórnsýsluna almennt. Hún teldi ekki eðlilegt að undanþáguatkvæði í lögum um veitingu uppreistar æru tveimur árum eftir afplánun hefði orðið meginregla í stað þeirra fimm ára sem meginregla laganna gerði ráð fyrir. En þá framkvæmd mætti að minnsta kosti rekja allt aftur til ársins 1995. „Þannig að þetta er eldgömul framkvæmd. Ég reifaði það á þessum fundi og las upp úr tilskipun frá árinu 1870 (frá Danakonungi). Þannig að þessi mál eru auðvitað á gömlum grunni og auðvitað full ástæða til að skoða þetta og að mínu viti afnema þessa heimild til uppreistrar æru. Og koma endurheimt borgararéttinda í allt annað horf,“ sagði Sigríður Á. Andersen að loknum nefndarfundinum í dag.
Uppreist æru Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira