Stíf fundahöld í þinghúsinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 15:01 Frá fundi formanna flokkanna sem hófst klukkan 14 í dag. vísir/einar Stíf fundahöld hafa verið á Alþingi í dag þar sem forystumenn og þingmenn flokkanna sem þar eiga sæti reyna að ná lendingu varðandi það hvernig má ljúka þingstörfum áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Ekkert liggur fyrir um hvernig þingstörfunum verður framhaldið og hvenær þingi verður slitið en ljúka þarf ýmsum málum eða koma þeim í ákveðinn farveg fyrir kosningar. Í morgun fór fram opinn fundur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sat fyrir svörum um reglur um uppreist æru. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Þingflokksformenn funduðu með forseta um uppreist æru Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hófst klukkan 10 og stóð í tæpa tvo tíma. Klukkan 13 hittust svo formenn þingflokkanna og ræddu einnig uppreist æru og mál þar að lútandi ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins. „Við vorum að fara yfir mál sem lúta að uppreist æru, skoða hegningarlögin og lögmannalögin og ákveðnar útfærslur. Það er almennur samhljómur um að við þurfum að ljúka þessu með einhverjum sóma,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að skoða ýmsa kosti. „En svo er almenn óvissa um það hvernig þingstörfunum verður framhaldið. Menn eru að ræða ýmislegt í ýmsum hornum en það er ekki kominn neinn botn í þetta,“ segir Birgir. Klukkan 14 hófst síðan fundur formanna flokkanna með forseta þingsins þar sem málefni stjórnarskrárinnar eru til umræðu og hvernig halda má á þeim málum síðustu daga þingsins. Á morgun er svo fyrirhugaður annar fundur formanna flokkanna þar sem staðan verður tekin og hvort hægt sé að komast að samkomulagi um þinglok. Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Stíf fundahöld hafa verið á Alþingi í dag þar sem forystumenn og þingmenn flokkanna sem þar eiga sæti reyna að ná lendingu varðandi það hvernig má ljúka þingstörfum áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Ekkert liggur fyrir um hvernig þingstörfunum verður framhaldið og hvenær þingi verður slitið en ljúka þarf ýmsum málum eða koma þeim í ákveðinn farveg fyrir kosningar. Í morgun fór fram opinn fundur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sat fyrir svörum um reglur um uppreist æru. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Þingflokksformenn funduðu með forseta um uppreist æru Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hófst klukkan 10 og stóð í tæpa tvo tíma. Klukkan 13 hittust svo formenn þingflokkanna og ræddu einnig uppreist æru og mál þar að lútandi ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins. „Við vorum að fara yfir mál sem lúta að uppreist æru, skoða hegningarlögin og lögmannalögin og ákveðnar útfærslur. Það er almennur samhljómur um að við þurfum að ljúka þessu með einhverjum sóma,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að skoða ýmsa kosti. „En svo er almenn óvissa um það hvernig þingstörfunum verður framhaldið. Menn eru að ræða ýmislegt í ýmsum hornum en það er ekki kominn neinn botn í þetta,“ segir Birgir. Klukkan 14 hófst síðan fundur formanna flokkanna með forseta þingsins þar sem málefni stjórnarskrárinnar eru til umræðu og hvernig halda má á þeim málum síðustu daga þingsins. Á morgun er svo fyrirhugaður annar fundur formanna flokkanna þar sem staðan verður tekin og hvort hægt sé að komast að samkomulagi um þinglok.
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00
Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00
Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00