„Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2017 06:39 Tolli Morthens vill ekki gera lítið úr þjáningum þolenda þó hann telji að margir afbrotamenn eigi skilið annað tækifæri. Vísir/GVA Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, eða Tolli, segist ekki hafa verið að samþykkja verknað mannsins sem hann veitti umsögn vegna uppreistar æru. Þá hafði hann heldur ekki í hyggju að firra manninn ábyrgð heldur segist Tolli einungis verið að votta til um bata hans og viðleitni til að losna úr viðjum eiturlyfja- og áfengisfíknar.Maðurinn sem Tolli veitti meðmæli sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun. Hann sótti um uppreist æru í mars í fyrra og hlaut hana þann 8. ágúst.Sjá einnig: Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æruGreint var frá því í gær að Sólveig Eiríksdóttir, Solla á Gló, hafi einnig skrifað undir meðmæli fyrir manninn. Hún tók í sama streng og Tolli í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” sagði Solla. Tolli segist í stöðuuppfærslu á Facebook hafa í mörg ár starfað innan veggja fangelsana við að „hjálpa einstaklingum sem þar eru vegna ógæfu alkahólisma, eiturlyfja , ofbeldis og misnotkunar sem margir þeirra hafa gengið í gegnum frá barnæsku.“ Hann segist hafa kosið að starfa með þessum mönnum og hjálpa þeim að komast til betra lífs. „Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns vegna þess að ógæfa þeirra er í samhengi orsaka og afleiðinga,“ segir Tolli og bætir við að það hafi verið í þessu ljósi sem hann skrifaði undir meðmælin fyrir manninn, sem hlaut uppreista æru í fyrra sem fyrr segir.Sjá einnig: Samþykkti ekki glæpinn en vottaði um betrun„Það að ég kjósi að vinna með gerendum í ofbeldismálum þýðir ekki að ég hunsi fórnarlömbin og vanvirði það sem það fólk hefur gengið í gegnum. Einhverstaðar verður maður að byrja ef maður vill sjá heiminn betri. Öll andleg vinna miðar á sátt, sátt á hvaðan maður er að koma og hver maður er en þessa sátt er erfitt að finna ef ekki er með kærleikur til sjálfs síns og annarra.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, eða Tolli, segist ekki hafa verið að samþykkja verknað mannsins sem hann veitti umsögn vegna uppreistar æru. Þá hafði hann heldur ekki í hyggju að firra manninn ábyrgð heldur segist Tolli einungis verið að votta til um bata hans og viðleitni til að losna úr viðjum eiturlyfja- og áfengisfíknar.Maðurinn sem Tolli veitti meðmæli sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun. Hann sótti um uppreist æru í mars í fyrra og hlaut hana þann 8. ágúst.Sjá einnig: Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æruGreint var frá því í gær að Sólveig Eiríksdóttir, Solla á Gló, hafi einnig skrifað undir meðmæli fyrir manninn. Hún tók í sama streng og Tolli í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” sagði Solla. Tolli segist í stöðuuppfærslu á Facebook hafa í mörg ár starfað innan veggja fangelsana við að „hjálpa einstaklingum sem þar eru vegna ógæfu alkahólisma, eiturlyfja , ofbeldis og misnotkunar sem margir þeirra hafa gengið í gegnum frá barnæsku.“ Hann segist hafa kosið að starfa með þessum mönnum og hjálpa þeim að komast til betra lífs. „Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns vegna þess að ógæfa þeirra er í samhengi orsaka og afleiðinga,“ segir Tolli og bætir við að það hafi verið í þessu ljósi sem hann skrifaði undir meðmælin fyrir manninn, sem hlaut uppreista æru í fyrra sem fyrr segir.Sjá einnig: Samþykkti ekki glæpinn en vottaði um betrun„Það að ég kjósi að vinna með gerendum í ofbeldismálum þýðir ekki að ég hunsi fórnarlömbin og vanvirði það sem það fólk hefur gengið í gegnum. Einhverstaðar verður maður að byrja ef maður vill sjá heiminn betri. Öll andleg vinna miðar á sátt, sátt á hvaðan maður er að koma og hver maður er en þessa sátt er erfitt að finna ef ekki er með kærleikur til sjálfs síns og annarra.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15
Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10