Alíslenskur farsi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. september 2017 06:00 Atburðir vikunnar í íslenskum stjórnmálum eru allt að því lygilegir, og sennilega myndi enginn trúa atburðarásinni ef ekki væri fyrir það sem á undan er gengið. Á árunum eftir hrun höfum við Íslendingar nefnilega vanist svo tíðum stjórnarskiptum að þjóðir sem hér áður voru frægar að endemum blikna í samanburði. Bjarni Benediktsson hefur verið einn aðalleikenda, ef ekki allra stærsti leikarinn, á íslensku stjórnmálasviði á þessum tíma. Á meðan kollegar hans hafa helst úr lestinni einn af öðrum, hefur hann ávallt staðið keikur þótt oft hafi verið vont í sjóinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur að mörgu leyti verið teflon-maður íslenskra stjórnmála. Á hann hefur ekkert bitið. Skiptir þá ekki máli hvort það hafa verið viðskiptatengsl hans frá því fyrir hrun, Vafningsmálið svokallaða, Ashley Madison lekinn, Panamaskjölin eða tímasetningin á birtingu skýrslu um aflandseignir Íslendinga, svo eitthvað sé nefnt. Enn á eftir að koma í ljós hvort þetta síðasta hneykslismál sem tengt er Bjarna, með réttu eða röngu, á eftir að reynast banabiti hans í stjórnmálum. Ef eitthvað er að marka blaðamannafund hans í gær mun hann að minnsta kosti ekki taka sjálfviljugur í gikkinn. Mál sem undanfarið hafa verið í brennidepli og tengjast uppreist æru eru eðli máls samkvæmt viðkvæm, mjög viðkvæm. Allir virðast sammála um að fyrirkomulagið sé úrelt og sé til þess eins fallið að ýfa upp sár fórnarlamba og aðstandenda þeirra. Það breytir því ekki að lögin eru í gildi og stjórnvöldum ber skylda til að fylgja þeim, þar til þau hafa verið numin úr gildi. Tvískinnungur dómsmálaráðherra í málinu er sá að fylgja lagabókstafnum þegar kemur að uppreist æru en sveigja frá honum þegar hún greindi Bjarna frá upplýsingum, sem áttu að sæta trúnaði samkvæmt lögum. Ráðherra á ekki að komast upp með að skýla sér bakvið lög – bara þegar hentar. Skiljanlegt er að samstarfsfólk Bjarna upplifi málið sem trúnaðarbrest. Svo er það annað mál hvort sá trúnaðarbrestur réttlætir stjórnarslit. Völdum fylgir nefnilega ábyrgð. Hvað sem fólki fannst um frammistöðu Bjarna í gær hafði hann nokkuð til síns máls þegar hann kallaði eftir stjórnfestu í landinu. Við erum orðin langeyg eftir traustri og stöðugri stjórn. Kosningar eru orðnar hversdagslegar. Nú er bara spurningin hvort Bjarni er maðurinn til að tryggja slíka kjölfestu. Hann hefur staðið af sér mörg óveðrin, en hafa vindarnir nú blásið of kröftuglega? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Atburðir vikunnar í íslenskum stjórnmálum eru allt að því lygilegir, og sennilega myndi enginn trúa atburðarásinni ef ekki væri fyrir það sem á undan er gengið. Á árunum eftir hrun höfum við Íslendingar nefnilega vanist svo tíðum stjórnarskiptum að þjóðir sem hér áður voru frægar að endemum blikna í samanburði. Bjarni Benediktsson hefur verið einn aðalleikenda, ef ekki allra stærsti leikarinn, á íslensku stjórnmálasviði á þessum tíma. Á meðan kollegar hans hafa helst úr lestinni einn af öðrum, hefur hann ávallt staðið keikur þótt oft hafi verið vont í sjóinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur að mörgu leyti verið teflon-maður íslenskra stjórnmála. Á hann hefur ekkert bitið. Skiptir þá ekki máli hvort það hafa verið viðskiptatengsl hans frá því fyrir hrun, Vafningsmálið svokallaða, Ashley Madison lekinn, Panamaskjölin eða tímasetningin á birtingu skýrslu um aflandseignir Íslendinga, svo eitthvað sé nefnt. Enn á eftir að koma í ljós hvort þetta síðasta hneykslismál sem tengt er Bjarna, með réttu eða röngu, á eftir að reynast banabiti hans í stjórnmálum. Ef eitthvað er að marka blaðamannafund hans í gær mun hann að minnsta kosti ekki taka sjálfviljugur í gikkinn. Mál sem undanfarið hafa verið í brennidepli og tengjast uppreist æru eru eðli máls samkvæmt viðkvæm, mjög viðkvæm. Allir virðast sammála um að fyrirkomulagið sé úrelt og sé til þess eins fallið að ýfa upp sár fórnarlamba og aðstandenda þeirra. Það breytir því ekki að lögin eru í gildi og stjórnvöldum ber skylda til að fylgja þeim, þar til þau hafa verið numin úr gildi. Tvískinnungur dómsmálaráðherra í málinu er sá að fylgja lagabókstafnum þegar kemur að uppreist æru en sveigja frá honum þegar hún greindi Bjarna frá upplýsingum, sem áttu að sæta trúnaði samkvæmt lögum. Ráðherra á ekki að komast upp með að skýla sér bakvið lög – bara þegar hentar. Skiljanlegt er að samstarfsfólk Bjarna upplifi málið sem trúnaðarbrest. Svo er það annað mál hvort sá trúnaðarbrestur réttlætir stjórnarslit. Völdum fylgir nefnilega ábyrgð. Hvað sem fólki fannst um frammistöðu Bjarna í gær hafði hann nokkuð til síns máls þegar hann kallaði eftir stjórnfestu í landinu. Við erum orðin langeyg eftir traustri og stöðugri stjórn. Kosningar eru orðnar hversdagslegar. Nú er bara spurningin hvort Bjarni er maðurinn til að tryggja slíka kjölfestu. Hann hefur staðið af sér mörg óveðrin, en hafa vindarnir nú blásið of kröftuglega?
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun