Hybrid-helgi hjá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2017 11:12 Toyota RAV4 og CR-V Hybrid. Framundan er stór helgi hjá Toyota sem sýnir á laugardag kl. 12-16 alla Hybridlínuna hjá viðurkenndum söluaðilum í Kauptúni, Reykjanesbæ á Akureyri og Selfossi, auk þess sem sýningin verður opin á sama tíma á sunnudag hjá Toyota Kauptúni og Akureyri. Vinsældir Hybridbíla fara vaxandi með hverju árinu enda eru þeir þekktir fyrir góða aksturseiginleika, sparneytni og snerpu og nú hafa yfir 10 milljón Hybridbíla frá Toyota og Lexus verið seldir. Á sýningunni verður hægt að gera góð kaup því sérstakt sýningartilboð verður á öllum Hybridbílum Toyota. Sýndar verða Hybridútfærslur af Yaris, Auris, C-HR og RAV4. Þá er ónefndur bíllinn sem hefur rutt brautina fyrir alla aðra Hybridbíla frá því hann var fyrst kynntur fyrir um 20 árum, hinn eini sanni Prius. Öllum Hybridbílum sem seldir verða á sýningunni fylgir Lenovo IdeaPad Yoga 520 að verðmæti 159.900 kr. Þetta er sannkölluð Hybrid-tölva því hana má bæði nota sem spjaldtölvu og venjulega fartölvu. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Framundan er stór helgi hjá Toyota sem sýnir á laugardag kl. 12-16 alla Hybridlínuna hjá viðurkenndum söluaðilum í Kauptúni, Reykjanesbæ á Akureyri og Selfossi, auk þess sem sýningin verður opin á sama tíma á sunnudag hjá Toyota Kauptúni og Akureyri. Vinsældir Hybridbíla fara vaxandi með hverju árinu enda eru þeir þekktir fyrir góða aksturseiginleika, sparneytni og snerpu og nú hafa yfir 10 milljón Hybridbíla frá Toyota og Lexus verið seldir. Á sýningunni verður hægt að gera góð kaup því sérstakt sýningartilboð verður á öllum Hybridbílum Toyota. Sýndar verða Hybridútfærslur af Yaris, Auris, C-HR og RAV4. Þá er ónefndur bíllinn sem hefur rutt brautina fyrir alla aðra Hybridbíla frá því hann var fyrst kynntur fyrir um 20 árum, hinn eini sanni Prius. Öllum Hybridbílum sem seldir verða á sýningunni fylgir Lenovo IdeaPad Yoga 520 að verðmæti 159.900 kr. Þetta er sannkölluð Hybrid-tölva því hana má bæði nota sem spjaldtölvu og venjulega fartölvu.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent