Óvæntar myndir af nýjum Volvo XC40 Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2017 09:57 Hinn nýi Volvo XC40. Svo virðist sem Volvo hafi óvart lekið myndum út af nýjum Volvo XC40 bíl, en það var Volvo í Ungverjalandi sem birti þessar myndir af bílnum, væntanlega í óþökk höfuðstöðva Volvo. Á þessum myndum af bílnum að dæma virðist hann mjög líkur tilraunabílnum 40.1 Concept, sem ljóst var að væri fyrirmyndin af nýjum XC40 bíl. Helsta breytingin frá tilraunabílnum eru þær að innfelldir hurðahúnar á framhurðunum eru horfnir og hefðbundnir útstandandi húnar komnir í staðinn. Breyting sem mátti vænta til að spara kostnað. Þá voru hurðarhúnarrnir á afturhurðunum faldir og staðsettir ofarlega á hurðunum, en nú staðsettir á hefðbundnum stað. Þá voru engir hliðarspeglar á tilraunabílnum, en í þeirra stað myndavélar. Nú eru hinsvegar komnir hefðbundnir hliðarspeglar, væntanlega einnig til að spara í framleiðslu bílsins en einnig til að hlýta lögum í þeim löndum sem bíllinn verður seldur í. Örlitlar breytingar eru á grillinu og ljósunum, en vart greinanlegar. Að innan minnir nýr XC40 á innréttingu S90/V90 bílsins, en fjær útlitinu á XC60 og XC90. Hulunni verður svipt af nýjum XC40 bíl næsta fimmtudag í Volvo Studio í Mílanó. Meðal aflrása í bílnum verður T5 útgáfa með 1,5 lítra vél með forþjöppu og rafmótora að auki. Samskonar öryggisbúnaður verður í XC40 og stærri bræðrunum XC60 og XC90. Síðan er meiningin hjá Volvo að smíða enn minni jeppling sem bera mun nafnið XC20, en það verður að bíða í nokkur ár eftir honum.Afturhluti bílsins.Innanborðs. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent
Svo virðist sem Volvo hafi óvart lekið myndum út af nýjum Volvo XC40 bíl, en það var Volvo í Ungverjalandi sem birti þessar myndir af bílnum, væntanlega í óþökk höfuðstöðva Volvo. Á þessum myndum af bílnum að dæma virðist hann mjög líkur tilraunabílnum 40.1 Concept, sem ljóst var að væri fyrirmyndin af nýjum XC40 bíl. Helsta breytingin frá tilraunabílnum eru þær að innfelldir hurðahúnar á framhurðunum eru horfnir og hefðbundnir útstandandi húnar komnir í staðinn. Breyting sem mátti vænta til að spara kostnað. Þá voru hurðarhúnarrnir á afturhurðunum faldir og staðsettir ofarlega á hurðunum, en nú staðsettir á hefðbundnum stað. Þá voru engir hliðarspeglar á tilraunabílnum, en í þeirra stað myndavélar. Nú eru hinsvegar komnir hefðbundnir hliðarspeglar, væntanlega einnig til að spara í framleiðslu bílsins en einnig til að hlýta lögum í þeim löndum sem bíllinn verður seldur í. Örlitlar breytingar eru á grillinu og ljósunum, en vart greinanlegar. Að innan minnir nýr XC40 á innréttingu S90/V90 bílsins, en fjær útlitinu á XC60 og XC90. Hulunni verður svipt af nýjum XC40 bíl næsta fimmtudag í Volvo Studio í Mílanó. Meðal aflrása í bílnum verður T5 útgáfa með 1,5 lítra vél með forþjöppu og rafmótora að auki. Samskonar öryggisbúnaður verður í XC40 og stærri bræðrunum XC60 og XC90. Síðan er meiningin hjá Volvo að smíða enn minni jeppling sem bera mun nafnið XC20, en það verður að bíða í nokkur ár eftir honum.Afturhluti bílsins.Innanborðs.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent