Sprenging í lestarkerfi London Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2017 09:47 Frá Parsons Green lestarstöðinni. Vísir/AFP Uppfært 11:45 Sprenging varð í Parsons Green lestarstöðinni í London í morgun. Enginn dó í árásinni en 18 eru særðir og slasaðir. Enginn af hinum slösuðu er í lífshættu. Lögreglan segir að um hryðjuverk sé að ræða en bitni segja mikinn eld hafa fylgt sprengingunni sem talin er hafa komið frá fötu sem komið hafði verið fyrir í lestinni á háannatíma. Þá segir lögreglan ólíklegt að árásirnar verði fleiri. Vitnin lýsa því að hafa heyrt sprengingu og að eldveggur hafi farið eftir lestinni. Einhverjir eru sagðir hafa slasast í troðningi um borð í lestinni. Umfangsmikil leit stendur nú yfir að aðilanum sem kom sprengjunni fyrir, en hún er sögð hafa verið tímastillt.We have taken 18 patients to a number of London hospitals. None are thought to be in a serious or life-threatening condition #ParsonsGreen pic.twitter.com/3B13JznAqZ— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) September 15, 2017 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í London barst útkall til þeirra klukkan 8:20 í morgun (7:20 hérna heima). Það var ekki fyrr en tveimur tímum seinna sem lögreglan sagði að um hryðjuverk væri að ræða.Í heildina eru 18 særðir eða slasaðir og er enginn þeirra talinn í lífshættu.Vísir/GraphicNewsSadiq Khan, borgarstjóri London, hefur fordæmt árásina og kallar eftir því að íbúar London sýni ró en haldi sér þó á tánum. Þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári og sú fyrsta sem enginn deyr í. Alls hafa 36 látið lífið í hinum fjórum árásunum. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa komið í veg fyrir sex árásir.Samkvæmt heimildum Guardian hafa sprengjusérfræðingar komist að því að einungis hluti sprengjunnar virkaði. Lögreglan fer yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London í leit að vísbendingum um hver kom sprengjunni fyrir. Mikilvægt þykir að sá finnist fljótt svo hann og mögulegir samverkamenn hafi ekki tíma til að reyna fleiri árásir. Þá er mikilvægt að komast að því hvar sprengjan var gerð. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tíst um árásina þar sem hann segir að yfirvöld verði að grípa til „harðari“ aðgerða gegn hryðjuverkamönnum og takmarka verði aðgang þeirra að internetinu.Another attack in London by a loser terrorist.These are sick and demented people who were in the sights of Scotland Yard. Must be proactive!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017 Loser terrorists must be dealt with in a much tougher manner.The internet is their main recruitment tool which we must cut off & use better!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017 Myndband hefur gengið um netið sem sýnir logandi í lát um borð í lestinni, Vitni lýsir því sem hann sá. 'The fireball singed all my hair,' says Peter Crowley caught up in Parsons Green fire. pic.twitter.com/WrlZ3qriih— Victoria Derbyshire (@VictoriaLIVE) September 15, 2017 Myndband af vettvangi og aðgerðum lögreglu og slökkviliðs. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Uppfært 11:45 Sprenging varð í Parsons Green lestarstöðinni í London í morgun. Enginn dó í árásinni en 18 eru særðir og slasaðir. Enginn af hinum slösuðu er í lífshættu. Lögreglan segir að um hryðjuverk sé að ræða en bitni segja mikinn eld hafa fylgt sprengingunni sem talin er hafa komið frá fötu sem komið hafði verið fyrir í lestinni á háannatíma. Þá segir lögreglan ólíklegt að árásirnar verði fleiri. Vitnin lýsa því að hafa heyrt sprengingu og að eldveggur hafi farið eftir lestinni. Einhverjir eru sagðir hafa slasast í troðningi um borð í lestinni. Umfangsmikil leit stendur nú yfir að aðilanum sem kom sprengjunni fyrir, en hún er sögð hafa verið tímastillt.We have taken 18 patients to a number of London hospitals. None are thought to be in a serious or life-threatening condition #ParsonsGreen pic.twitter.com/3B13JznAqZ— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) September 15, 2017 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í London barst útkall til þeirra klukkan 8:20 í morgun (7:20 hérna heima). Það var ekki fyrr en tveimur tímum seinna sem lögreglan sagði að um hryðjuverk væri að ræða.Í heildina eru 18 særðir eða slasaðir og er enginn þeirra talinn í lífshættu.Vísir/GraphicNewsSadiq Khan, borgarstjóri London, hefur fordæmt árásina og kallar eftir því að íbúar London sýni ró en haldi sér þó á tánum. Þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári og sú fyrsta sem enginn deyr í. Alls hafa 36 látið lífið í hinum fjórum árásunum. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa komið í veg fyrir sex árásir.Samkvæmt heimildum Guardian hafa sprengjusérfræðingar komist að því að einungis hluti sprengjunnar virkaði. Lögreglan fer yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London í leit að vísbendingum um hver kom sprengjunni fyrir. Mikilvægt þykir að sá finnist fljótt svo hann og mögulegir samverkamenn hafi ekki tíma til að reyna fleiri árásir. Þá er mikilvægt að komast að því hvar sprengjan var gerð. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tíst um árásina þar sem hann segir að yfirvöld verði að grípa til „harðari“ aðgerða gegn hryðjuverkamönnum og takmarka verði aðgang þeirra að internetinu.Another attack in London by a loser terrorist.These are sick and demented people who were in the sights of Scotland Yard. Must be proactive!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017 Loser terrorists must be dealt with in a much tougher manner.The internet is their main recruitment tool which we must cut off & use better!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017 Myndband hefur gengið um netið sem sýnir logandi í lát um borð í lestinni, Vitni lýsir því sem hann sá. 'The fireball singed all my hair,' says Peter Crowley caught up in Parsons Green fire. pic.twitter.com/WrlZ3qriih— Victoria Derbyshire (@VictoriaLIVE) September 15, 2017 Myndband af vettvangi og aðgerðum lögreglu og slökkviliðs.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira