Draumurinn að komast í úrslitaleik Meistaradeildar og vinna hann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2017 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Ernir Ísland mætir Færeyjum á mánudagskvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 en þetta er um leið nýtt tækifæri fyrir stelpurnar okkar til að byrja nýja keppni með hreint blað eftir vonbrigði sumarsins á EM í Hollandi. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á Evrópumótinu og sat eftir með sárt ennið eftir riðlakeppnina. Liðið var nokkuð gagnrýnt eftir keppnina en naut þó frábærs stuðnings þúsunda Íslendinga sem lögðu leið sína til Hollands. „Það er gaman að vera komin aftur í landsliðið eftir EM. Ég náði að hrista það af mér og er tilbúin í nýja keppni,“ sagði Sara Björk í samtali við íþróttadeild.Sama markmið og alltaf Ísland á þungan róður fyrir höndum ætli liðið sér að komast á HM 2019 í fyrsta sinn. Það er engu að síður markmiðið hjá Söru Björk og félögum hennar í landsliðinu. „Markmiðið er eins fyrir þessa keppni og allar aðrar. Maður vill ná góðum úrslitum og komast áfram. Okkar markmið er að fara á HM. Það er draumur okkar allra að komast þangað í fyrsta sinn. En til þess þurfum við að spila vel og við erum í hörkuriðli,“ segir hún. Ísland er í riðli með Þýskalandi, einu sterkasta landsliði heims. Aðeins sigurvegari riðilsins kemst á HM en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um eitt laust sæti til viðbótar. Sara Björk segir að þetta sé sterkari riðill en Ísland var í fyrir EM í Hollandi. „Þýskaland er auðvitað gríðarlega sterkt. Slóvenía og Tékkland eru svo alltaf að bæta sig, þá er Færeyjar líka í riðlinum sem við vitum lítið um.“Tilbúin í hörkutímabil Sara Björk er á sínu öðru tímabili með Wolfsburg í Þýskalandi. Liðið varð í fyrra tvöfaldur meistari heima fyrir og var Sara Björk í lykilhlutverki. Liðið hefur farið af stað með miklum krafti á nýju tímabili og unnið báða leiki sína til þessa með markatölunni 10-0 samanlagt. „Vonandi getum við haldið þessu áfram en það eru margir erfiðir leikir fram undan. Þetta verður hörkutímabil. Liðin sem ætla sér í toppbaráttuna hafa styrkt sig mikið. Þetta verður spennandi tímabil og ég er tilbúin að takast á við það,“ segir hún. Sara segir að markmiðin hjá Wolfsburg séu einföld – að vinna alla þá titla sem í boði eru. Þá ætli liðið sér lengra í Meistaradeildinni en á síðasta tímabili féll Wolfsburg úr leik í fjórðungsúrslitum eftir tap fyrir verðandi meisturum Lyon. „Miðað við það lið sem við erum með er raunhæft að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er bara þannig,“ segir hún sposk á svip. „Draumur minn er að komast í úrslitaleikinn og vinna hann. Vonandi get ég gert það með Wolfsburg í ár.“ Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á mánudag klukkan 18.15. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Ísland mætir Færeyjum á mánudagskvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 en þetta er um leið nýtt tækifæri fyrir stelpurnar okkar til að byrja nýja keppni með hreint blað eftir vonbrigði sumarsins á EM í Hollandi. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á Evrópumótinu og sat eftir með sárt ennið eftir riðlakeppnina. Liðið var nokkuð gagnrýnt eftir keppnina en naut þó frábærs stuðnings þúsunda Íslendinga sem lögðu leið sína til Hollands. „Það er gaman að vera komin aftur í landsliðið eftir EM. Ég náði að hrista það af mér og er tilbúin í nýja keppni,“ sagði Sara Björk í samtali við íþróttadeild.Sama markmið og alltaf Ísland á þungan róður fyrir höndum ætli liðið sér að komast á HM 2019 í fyrsta sinn. Það er engu að síður markmiðið hjá Söru Björk og félögum hennar í landsliðinu. „Markmiðið er eins fyrir þessa keppni og allar aðrar. Maður vill ná góðum úrslitum og komast áfram. Okkar markmið er að fara á HM. Það er draumur okkar allra að komast þangað í fyrsta sinn. En til þess þurfum við að spila vel og við erum í hörkuriðli,“ segir hún. Ísland er í riðli með Þýskalandi, einu sterkasta landsliði heims. Aðeins sigurvegari riðilsins kemst á HM en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um eitt laust sæti til viðbótar. Sara Björk segir að þetta sé sterkari riðill en Ísland var í fyrir EM í Hollandi. „Þýskaland er auðvitað gríðarlega sterkt. Slóvenía og Tékkland eru svo alltaf að bæta sig, þá er Færeyjar líka í riðlinum sem við vitum lítið um.“Tilbúin í hörkutímabil Sara Björk er á sínu öðru tímabili með Wolfsburg í Þýskalandi. Liðið varð í fyrra tvöfaldur meistari heima fyrir og var Sara Björk í lykilhlutverki. Liðið hefur farið af stað með miklum krafti á nýju tímabili og unnið báða leiki sína til þessa með markatölunni 10-0 samanlagt. „Vonandi getum við haldið þessu áfram en það eru margir erfiðir leikir fram undan. Þetta verður hörkutímabil. Liðin sem ætla sér í toppbaráttuna hafa styrkt sig mikið. Þetta verður spennandi tímabil og ég er tilbúin að takast á við það,“ segir hún. Sara segir að markmiðin hjá Wolfsburg séu einföld – að vinna alla þá titla sem í boði eru. Þá ætli liðið sér lengra í Meistaradeildinni en á síðasta tímabili féll Wolfsburg úr leik í fjórðungsúrslitum eftir tap fyrir verðandi meisturum Lyon. „Miðað við það lið sem við erum með er raunhæft að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er bara þannig,“ segir hún sposk á svip. „Draumur minn er að komast í úrslitaleikinn og vinna hann. Vonandi get ég gert það með Wolfsburg í ár.“ Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á mánudag klukkan 18.15. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira