Draumurinn að komast í úrslitaleik Meistaradeildar og vinna hann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2017 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Ernir Ísland mætir Færeyjum á mánudagskvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 en þetta er um leið nýtt tækifæri fyrir stelpurnar okkar til að byrja nýja keppni með hreint blað eftir vonbrigði sumarsins á EM í Hollandi. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á Evrópumótinu og sat eftir með sárt ennið eftir riðlakeppnina. Liðið var nokkuð gagnrýnt eftir keppnina en naut þó frábærs stuðnings þúsunda Íslendinga sem lögðu leið sína til Hollands. „Það er gaman að vera komin aftur í landsliðið eftir EM. Ég náði að hrista það af mér og er tilbúin í nýja keppni,“ sagði Sara Björk í samtali við íþróttadeild.Sama markmið og alltaf Ísland á þungan róður fyrir höndum ætli liðið sér að komast á HM 2019 í fyrsta sinn. Það er engu að síður markmiðið hjá Söru Björk og félögum hennar í landsliðinu. „Markmiðið er eins fyrir þessa keppni og allar aðrar. Maður vill ná góðum úrslitum og komast áfram. Okkar markmið er að fara á HM. Það er draumur okkar allra að komast þangað í fyrsta sinn. En til þess þurfum við að spila vel og við erum í hörkuriðli,“ segir hún. Ísland er í riðli með Þýskalandi, einu sterkasta landsliði heims. Aðeins sigurvegari riðilsins kemst á HM en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um eitt laust sæti til viðbótar. Sara Björk segir að þetta sé sterkari riðill en Ísland var í fyrir EM í Hollandi. „Þýskaland er auðvitað gríðarlega sterkt. Slóvenía og Tékkland eru svo alltaf að bæta sig, þá er Færeyjar líka í riðlinum sem við vitum lítið um.“Tilbúin í hörkutímabil Sara Björk er á sínu öðru tímabili með Wolfsburg í Þýskalandi. Liðið varð í fyrra tvöfaldur meistari heima fyrir og var Sara Björk í lykilhlutverki. Liðið hefur farið af stað með miklum krafti á nýju tímabili og unnið báða leiki sína til þessa með markatölunni 10-0 samanlagt. „Vonandi getum við haldið þessu áfram en það eru margir erfiðir leikir fram undan. Þetta verður hörkutímabil. Liðin sem ætla sér í toppbaráttuna hafa styrkt sig mikið. Þetta verður spennandi tímabil og ég er tilbúin að takast á við það,“ segir hún. Sara segir að markmiðin hjá Wolfsburg séu einföld – að vinna alla þá titla sem í boði eru. Þá ætli liðið sér lengra í Meistaradeildinni en á síðasta tímabili féll Wolfsburg úr leik í fjórðungsúrslitum eftir tap fyrir verðandi meisturum Lyon. „Miðað við það lið sem við erum með er raunhæft að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er bara þannig,“ segir hún sposk á svip. „Draumur minn er að komast í úrslitaleikinn og vinna hann. Vonandi get ég gert það með Wolfsburg í ár.“ Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á mánudag klukkan 18.15. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Ísland mætir Færeyjum á mánudagskvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 en þetta er um leið nýtt tækifæri fyrir stelpurnar okkar til að byrja nýja keppni með hreint blað eftir vonbrigði sumarsins á EM í Hollandi. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á Evrópumótinu og sat eftir með sárt ennið eftir riðlakeppnina. Liðið var nokkuð gagnrýnt eftir keppnina en naut þó frábærs stuðnings þúsunda Íslendinga sem lögðu leið sína til Hollands. „Það er gaman að vera komin aftur í landsliðið eftir EM. Ég náði að hrista það af mér og er tilbúin í nýja keppni,“ sagði Sara Björk í samtali við íþróttadeild.Sama markmið og alltaf Ísland á þungan róður fyrir höndum ætli liðið sér að komast á HM 2019 í fyrsta sinn. Það er engu að síður markmiðið hjá Söru Björk og félögum hennar í landsliðinu. „Markmiðið er eins fyrir þessa keppni og allar aðrar. Maður vill ná góðum úrslitum og komast áfram. Okkar markmið er að fara á HM. Það er draumur okkar allra að komast þangað í fyrsta sinn. En til þess þurfum við að spila vel og við erum í hörkuriðli,“ segir hún. Ísland er í riðli með Þýskalandi, einu sterkasta landsliði heims. Aðeins sigurvegari riðilsins kemst á HM en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um eitt laust sæti til viðbótar. Sara Björk segir að þetta sé sterkari riðill en Ísland var í fyrir EM í Hollandi. „Þýskaland er auðvitað gríðarlega sterkt. Slóvenía og Tékkland eru svo alltaf að bæta sig, þá er Færeyjar líka í riðlinum sem við vitum lítið um.“Tilbúin í hörkutímabil Sara Björk er á sínu öðru tímabili með Wolfsburg í Þýskalandi. Liðið varð í fyrra tvöfaldur meistari heima fyrir og var Sara Björk í lykilhlutverki. Liðið hefur farið af stað með miklum krafti á nýju tímabili og unnið báða leiki sína til þessa með markatölunni 10-0 samanlagt. „Vonandi getum við haldið þessu áfram en það eru margir erfiðir leikir fram undan. Þetta verður hörkutímabil. Liðin sem ætla sér í toppbaráttuna hafa styrkt sig mikið. Þetta verður spennandi tímabil og ég er tilbúin að takast á við það,“ segir hún. Sara segir að markmiðin hjá Wolfsburg séu einföld – að vinna alla þá titla sem í boði eru. Þá ætli liðið sér lengra í Meistaradeildinni en á síðasta tímabili féll Wolfsburg úr leik í fjórðungsúrslitum eftir tap fyrir verðandi meisturum Lyon. „Miðað við það lið sem við erum með er raunhæft að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er bara þannig,“ segir hún sposk á svip. „Draumur minn er að komast í úrslitaleikinn og vinna hann. Vonandi get ég gert það með Wolfsburg í ár.“ Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á mánudag klukkan 18.15. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira