Hins vegar finnst þeim þau verða að laða sig að nútímakúnnanum, sem í dag, getur að sjálfsögðu verslað allt á netinu. Nordstrom Local er nýtt samansafn lítilla verslana sem staðsetja sig ekki í miðri stórgborg, heldur meira inn í hverfum þar sem fólk á heimili. Þegar þú gengur inn í Nordstrom Local færðu þinn persónulega ráðgjafa, kampavín, naglasnyrtingu og getur slakað á í sófum og valið þínar uppáhalds flíkur. Síðan færðu allt sent heim upp að dyrum. Þægilegt?
Verslanir eru í stöðugri ógn vegna mikilla vinsælda netverslana, og er persónuleg ráðgjöf og öðruvísi upplifun svarið við þeirri þróun. Eða það segir Nordstrom allavega.
