Ísland er aftur efst Norðurlandanna á styrkleikalista FIFA en það var staðfest þegar nýr listi var gefinn út í morgun. Áður hafði verið greint frá því að þetta væri í vændum.
Sjá einnig: Falla um tvö sæti á FIFA-listanum en eru aftur orðnir konungar norðursins
Ísland fellur um tvö sæti á listanum eftir að hafa tapað fyrir Finnlandi en unnið Úkraínu fyrr í þessum mánuði. Strákarnir hafa efst verið í nítjánda sæti á listanum en það var í júlí á þessu ári.
Útreikningar taka mið af úrslitum síðustu fjögurra ára en meðal úrslita sem detta nú úr útreikningum er frægt 4-4 jafntefli gegn Sviss í Bern, sem og 2-1 sigur á Albaníu og 1-0 sigur á Færeyjum.
Svíþjóð, sem var fyrir ofan Ísland á síðasta lista, fellur niður í 23. sæti. Danmörk er svo í 26. sæti. Lærisveinar Lars Lagerbäck í norska landsliðinu eru í 73. sæti og stökkva upp um tólf sæti.
Finnar stökkva upp um 23 sæti með sigrum sínum á Íslandi og Kósóvó í mánuðinum og eru í 87. sæti. Færeyjar eru í 93. sæti og er neðst Norðurlandanna.
Ísland er í fjórtánda sæti Evrópuþjóða og myndi því fara í B-deild Þjóðardeildarinnar miðað við þá stöðu. Ísland getur þó í næsta mánuði enn unnið sig upp í A-deildina með góðum úrslitum gegn Tyrklandi og Kósóvó.
Þýskaland kemst upp í efsta sæti listans á kostnað Brasilíu sem er í öðru sæti. Portúgal, Argentína, Belgía, Pólland og Sviss koma svo næst. Englendingar eru í fimmtánda sæti og Ítalir í því sautjánda.
Yfirburðir strákanna okkar á Norðurlöndunum staðfestir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn