Continental kynnir snjalldekk Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 09:46 Continental Contisense dekkið háþróaða. Á meðan flestra augu beinast að nýjum bílum á bílasýningunni í Frankfurt eru þó margir íhlutaframleiðendur að kynna áhugaverða hluti á sýningunni fjölsóttu. Meðal þeirra er dekkjaframleiðandinn Continental sem kynnir þar dekk með innbyggða skynjara sem lesa slit þess, hitastig og mögulegar skemmdir og getur bæði breytt loftþrýstingi í dekkinu og stillt breydd snertiflatar dekksins við undirlagið. Skynjarinn í dekkinu gefur ökumanni síðan val um fjórar stillingar á eiginleikum dekksins, þ.e. wet, uneven, slippery og normal. Einn af stóru kostum þess að geta stillt eiginleika dekksins er við bestu aðstæður á góðu undirlagi, en þá má auka þrýstinginn í dekkinu, minnka snertiflötinn og eyða talsvert minna eldsneyti fyrir vikið. Þá veitir það einnig mikið öryggi ef aðstæður eru erfiðar að minnka þrýstinginn og auka með því gripið og stækka snertiflötinn á dekkinu. Enn annar kostur er fólginn í því að skynjarinn í dekkinu lætur vita ef slit dekksins eða skemmdir gefa ástæðu til dekkjaskipta. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
Á meðan flestra augu beinast að nýjum bílum á bílasýningunni í Frankfurt eru þó margir íhlutaframleiðendur að kynna áhugaverða hluti á sýningunni fjölsóttu. Meðal þeirra er dekkjaframleiðandinn Continental sem kynnir þar dekk með innbyggða skynjara sem lesa slit þess, hitastig og mögulegar skemmdir og getur bæði breytt loftþrýstingi í dekkinu og stillt breydd snertiflatar dekksins við undirlagið. Skynjarinn í dekkinu gefur ökumanni síðan val um fjórar stillingar á eiginleikum dekksins, þ.e. wet, uneven, slippery og normal. Einn af stóru kostum þess að geta stillt eiginleika dekksins er við bestu aðstæður á góðu undirlagi, en þá má auka þrýstinginn í dekkinu, minnka snertiflötinn og eyða talsvert minna eldsneyti fyrir vikið. Þá veitir það einnig mikið öryggi ef aðstæður eru erfiðar að minnka þrýstinginn og auka með því gripið og stækka snertiflötinn á dekkinu. Enn annar kostur er fólginn í því að skynjarinn í dekkinu lætur vita ef slit dekksins eða skemmdir gefa ástæðu til dekkjaskipta.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent