Yarmalenko lék með úkraínska landsliðinu gegn því íslenska á Laugardalsvellinum í síðustu viku.
Úkraínumaðurinn öflugi komst þá lítt áleiðis gegn Herði Björgvini Magnússyni sem átti skínandi leik í stöðu vinstri bakvarðar hjá Íslandi.
Hörður gantaðist með það á Twitter í kvöld að hann hefði hleypt Yarmalenko úr vasanum á sér í kvöld og hrósaði honum fyrir markið.
Ég hleypti Yarmolenko úr vasanum á mér í kvöld. Geggjað mark hjá honum
— Hörður B. Magnússon (@HordurM34) September 13, 2017