Los Angeles Lakers valdi elsta son Balls, Lonzo Ball, með öðrum valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar.
Lakers hefur skrapað botninn í Vesturdeildinni undanfarin ár en Ball telur að það muni breytast með tilkomu sonar síns.
„Lakers vinnur 50 leiki eða meira,“ sagði Ball. Stephen A. Smith var þá öllum lokið og sagði að það þyrfti að senda Ball í lyfjapróf eins og skot. Kannski ekki furða enda vann Lakers aðeins 26 leiki á síðasta tímabili. Aðeins tvö lið í allri NBA-deildinni unnu færri leiki.
Ball sagði einnig að LeBron James myndi yfirgefa Cleveland Cavaliers og fara til Lakers til að spila með syni sínum.
„Þú getur byrjað að stafa nafnið hans LA Bron. Hann verður að koma hingað og spila með syni mínum. Hann hefði ekki íhugað það í fyrra,“ sagði Ball sem reitti LeBron til reiði fyrr á þessu ári. LeBron er ekki sá eini sem Ball hefur pirrað en hann virðist gera allt brjálað í hvert einasta skipti sem hann opnar munninn.