Borgarbúar almennt lítið varir við AirBnB útleigu Þórdís Valsdóttir skrifar 13. september 2017 13:15 Um 380 þúsund manns sér AirBnB gistingu í Reykjavík á síðasta ári og eru íbúðirnar sem í boði eru yfir 5.000 talsins. Þar af eru lang flestar í póstnúmerum 101, 105 og 107. Vísir/Andri Marinó Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru almennt jákvæðir í garð ferðamanna og þrír af hverjum fjórum íbúum borgarinnar verða fremur eða mjög lítið varir við rekstur heimagistingar í nágrenni við sig. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem gerð var fyrir Höfuðborgarstofu í sumar. Níu af hverjum tíu borgarbúum sögðust vera í meðallagi, frekar eða mjög jákvæðir gagnvart ferðamönnum. Ánægja íbúanna hefur þó minnkað lítillega frá því viðhorfskönnun var gerð á sama tíma árið 2015. Samkvæmt gögnum frá Ferðamálastofu hefur aukning ferðamanna á milli ára verið um 88 prósent fyrstu sex mánuði ársins. Einungis 13 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins verða fremur eða mjög mikið vör við rekstur heimagistingar í nágrenni við heimili sín en í miðborginni er staðan önnur. Þar verður um helmingur íbúa mikið var við slíkt. Mikil aukning hefur verið á útleigu AirBnB íbúða á höfuðborgarsvæðinu á milli ára, en þó ekki jafn mikil og búist var við. Samkvæmt upplýsingum frá dr. Jeroen A. Oskam nýttu 380 þúsund manns sér AirBnB gistingu í Reykjavík á síðasta ári og eru íbúðirnar sem í boði eru yfir 5.000 talsins. Um 75 prósent íbúðanna eru í miðborginni, Vesturbæ og Hlíðum. Áshildur Bragadóttir segir hlutfall þeirra ferðamanna sem gista í AirBnB íbúðum sé lægra en búist var við.vísir/gvaÁshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu, segir 26 prósent ferðamanna í borginni gisti í AirBnB leiguíbúðum og að sú tala sé lægri en við var búist. „Við töldum að það væru um 35 prósent ferðamanna að nýta sér AirBnB gistingu í borginni og þá vorum við að horfa bæði á fjölda íbúða og herbergja sem við vitum að eru á AirBnB. Aukning ferðamanna frá 2015 hefur verið rétt um 40 prósent og það er mjög erfitt að fylgja svona miklum vexti í uppbyggingu hótel og gistirýmis.“ Áshildur segir að jafnvel þó uppbygging hótela og gistirýma í borginni aukist þá náum við ekki að halda í við þessa aukningu í fjölda ferðamanna. „Gerð var skýrsla fyrir borgina þar sem verið var að skoða hversu hröð uppbyggingin þyrfti að vera til að geta fylgt eftir vextinum á fjölda ferðamanna og þar var talað um að tvöfalda til þrefalda þurfi fjölda hótelherbergja á næstu fimm árum til að geta tekið á móti öllum.“ Á fyrsta fjórðungi ársins varð 90 prósenta aukning á leigu á AirBnB íbúðum miðað við fyrsta fjórðung ársins 2016. Áshildur segir að ákveðin samfélagsleg þróun sé að eiga sér stað, að fleiri ferðamenn kjósa að gista inni á heimilum en ekki á hóteli. „Fólk sem ferðast vill hegða sér eins og íbúarnir, vilja upplifa borgina eins og þeir eigi heima þar. Við sjáum að aðilar í hótelrekstri eru svolítið að bregaðst við með því að gera hótelherbergin persónulegri. Hótel eru í auknum mæli að færa sig í þessa átt.“ Ný lög um heimagistingu tóku gildi síðustu áramót og þar er kveðið á um að heimilt sé að leigja út heimili sitt í 90 daga á ári. Áshildur segir borgina hafi óskað eftir samstarfi við AirBnB til þess að auka eftirlit og hagræði. „Það lýsir sér þannig að ef þú ert með eign skráða á AirBnB og ert búin að leigja í 90 daga, sem er hámarkið, þá fer eignin út af skrá þar til á næsta ári.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Borgin vill samstarf við Airbnb Starfshópur Reykjavíkurborgar leggur til að borgaryfirvöld óski eftir viðræðum við Airbnb. Markmiðið er að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. 17. júní 2017 07:00 Airbnb dýrast á Íslandi Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. 8. ágúst 2017 20:00 Þurfa ekki samþykki allra til að leigja út íbúðir Húsfélagið vildi fá það staðfest að hjónunum væri óheimilt að leigja íbúðirnar út til gistingar án samþykkis allra félagsmanna húsfélagsins. 8. júní 2017 21:59 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru almennt jákvæðir í garð ferðamanna og þrír af hverjum fjórum íbúum borgarinnar verða fremur eða mjög lítið varir við rekstur heimagistingar í nágrenni við sig. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem gerð var fyrir Höfuðborgarstofu í sumar. Níu af hverjum tíu borgarbúum sögðust vera í meðallagi, frekar eða mjög jákvæðir gagnvart ferðamönnum. Ánægja íbúanna hefur þó minnkað lítillega frá því viðhorfskönnun var gerð á sama tíma árið 2015. Samkvæmt gögnum frá Ferðamálastofu hefur aukning ferðamanna á milli ára verið um 88 prósent fyrstu sex mánuði ársins. Einungis 13 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins verða fremur eða mjög mikið vör við rekstur heimagistingar í nágrenni við heimili sín en í miðborginni er staðan önnur. Þar verður um helmingur íbúa mikið var við slíkt. Mikil aukning hefur verið á útleigu AirBnB íbúða á höfuðborgarsvæðinu á milli ára, en þó ekki jafn mikil og búist var við. Samkvæmt upplýsingum frá dr. Jeroen A. Oskam nýttu 380 þúsund manns sér AirBnB gistingu í Reykjavík á síðasta ári og eru íbúðirnar sem í boði eru yfir 5.000 talsins. Um 75 prósent íbúðanna eru í miðborginni, Vesturbæ og Hlíðum. Áshildur Bragadóttir segir hlutfall þeirra ferðamanna sem gista í AirBnB íbúðum sé lægra en búist var við.vísir/gvaÁshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu, segir 26 prósent ferðamanna í borginni gisti í AirBnB leiguíbúðum og að sú tala sé lægri en við var búist. „Við töldum að það væru um 35 prósent ferðamanna að nýta sér AirBnB gistingu í borginni og þá vorum við að horfa bæði á fjölda íbúða og herbergja sem við vitum að eru á AirBnB. Aukning ferðamanna frá 2015 hefur verið rétt um 40 prósent og það er mjög erfitt að fylgja svona miklum vexti í uppbyggingu hótel og gistirýmis.“ Áshildur segir að jafnvel þó uppbygging hótela og gistirýma í borginni aukist þá náum við ekki að halda í við þessa aukningu í fjölda ferðamanna. „Gerð var skýrsla fyrir borgina þar sem verið var að skoða hversu hröð uppbyggingin þyrfti að vera til að geta fylgt eftir vextinum á fjölda ferðamanna og þar var talað um að tvöfalda til þrefalda þurfi fjölda hótelherbergja á næstu fimm árum til að geta tekið á móti öllum.“ Á fyrsta fjórðungi ársins varð 90 prósenta aukning á leigu á AirBnB íbúðum miðað við fyrsta fjórðung ársins 2016. Áshildur segir að ákveðin samfélagsleg þróun sé að eiga sér stað, að fleiri ferðamenn kjósa að gista inni á heimilum en ekki á hóteli. „Fólk sem ferðast vill hegða sér eins og íbúarnir, vilja upplifa borgina eins og þeir eigi heima þar. Við sjáum að aðilar í hótelrekstri eru svolítið að bregaðst við með því að gera hótelherbergin persónulegri. Hótel eru í auknum mæli að færa sig í þessa átt.“ Ný lög um heimagistingu tóku gildi síðustu áramót og þar er kveðið á um að heimilt sé að leigja út heimili sitt í 90 daga á ári. Áshildur segir borgina hafi óskað eftir samstarfi við AirBnB til þess að auka eftirlit og hagræði. „Það lýsir sér þannig að ef þú ert með eign skráða á AirBnB og ert búin að leigja í 90 daga, sem er hámarkið, þá fer eignin út af skrá þar til á næsta ári.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Borgin vill samstarf við Airbnb Starfshópur Reykjavíkurborgar leggur til að borgaryfirvöld óski eftir viðræðum við Airbnb. Markmiðið er að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. 17. júní 2017 07:00 Airbnb dýrast á Íslandi Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. 8. ágúst 2017 20:00 Þurfa ekki samþykki allra til að leigja út íbúðir Húsfélagið vildi fá það staðfest að hjónunum væri óheimilt að leigja íbúðirnar út til gistingar án samþykkis allra félagsmanna húsfélagsins. 8. júní 2017 21:59 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Borgin vill samstarf við Airbnb Starfshópur Reykjavíkurborgar leggur til að borgaryfirvöld óski eftir viðræðum við Airbnb. Markmiðið er að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. 17. júní 2017 07:00
Airbnb dýrast á Íslandi Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. 8. ágúst 2017 20:00
Þurfa ekki samþykki allra til að leigja út íbúðir Húsfélagið vildi fá það staðfest að hjónunum væri óheimilt að leigja íbúðirnar út til gistingar án samþykkis allra félagsmanna húsfélagsins. 8. júní 2017 21:59