Mourinho og Conte segja ensku úrvalsdeildina of sterka Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. september 2017 16:00 Jose Mourinho og Antonio Conte Vísir/getty Enska úrvalsdeildinn er of sterk, og því hallar á ensku liðin sem keppa í Evrópukeppnum. Þetta segja Jose Mourinho og Antonio Conte, knattspyrnustjórar Manchester United og Chelsea. Fimm ensk lið eru í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem hefst í kvöld. Aldrei áður hafa svo mörg ensk lið verið í riðlakeppninni, en þau eiga litla möguleika á sigri í keppninni samkvæmt stjórunum tveim. „Það eina sem ég get sagt er að á síðasta tímabuili spilaði Real Madrid síðasta mánuðinn í La Liga á varaliðinu. Þeir komust upp með það. Þeir mættu í Meistaradeildina með ferskt lið,“ sagði Mourinho. „Afþví þeir urðu meistarar þegar þrír mánuðir voru eftir af tímabilinu, gátu Juventus spilað síðasta mánuiðinn á þeirra varaliði og mætt ferskir í 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit Meistaradeildarinnar.“ „Þetta er ekki möguleiki fyrir ensk lið, því baráttan um Englandsmeistaratitilinn er ströng allan tímann,“ sagði portúgalski þjálfarinn. Chelsea urðu Englandsmeistarar 12. maí síðast liðinn, þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni. Liverpool tryggðu sér fjórða sæti deildarinnar, og sæti í Meistaradeildinni, á síðasta degi tímabilsins. „Það er ekkert vetrarfrí. Í öðrum löndum er vetrarfrí, en það er menningarlegt. Þetta [að spila um jólin] er svo þýðingamikið hérna. Ég veit það er slæmt fyrir okkur, en ég verð að viðurkenna að ég elska fótboltatíðina yfir jólin á Englandi,“ bætir Mourinho við.Sjá einnig:De Gea vill jólafrí í ensku deildinni Hinn ítalski Antonio Conte tekur í sama streng. „Þetta er nýtt fyrir mér. Mín reynsla af Meistaradeildinni var á Ítalíu.“ „Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni því deildin er sterk hér. Þegar þú spilar við miðlungs lið hér þá gætir þú tapað. Það eru sex til sjö lið að berjast um titilinn. Þú slakar aldrei á á Englandi,“ sagði Conte. Chelsea mætir Qarabag frá Azerbaijan í kvöld og neyðist Conte til að setja stór nöfn eins og Alvaro Morata og Eden Hazard á varamannabekkinn því Englandsmeistararnir eiga stórleik gegn Arsenal um helgina. „Þú spilar í erfiðri deild og svo í tveimur bikarkeppnum. Að spila 60-65 leiki er eðlilegt hér, en það er ekki auðvelt. Á Ítalíu gat ég hvílt leikmenn fyrir Meistaradeildarleiki, hér er það erfitt.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Enska úrvalsdeildinn er of sterk, og því hallar á ensku liðin sem keppa í Evrópukeppnum. Þetta segja Jose Mourinho og Antonio Conte, knattspyrnustjórar Manchester United og Chelsea. Fimm ensk lið eru í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem hefst í kvöld. Aldrei áður hafa svo mörg ensk lið verið í riðlakeppninni, en þau eiga litla möguleika á sigri í keppninni samkvæmt stjórunum tveim. „Það eina sem ég get sagt er að á síðasta tímabuili spilaði Real Madrid síðasta mánuðinn í La Liga á varaliðinu. Þeir komust upp með það. Þeir mættu í Meistaradeildina með ferskt lið,“ sagði Mourinho. „Afþví þeir urðu meistarar þegar þrír mánuðir voru eftir af tímabilinu, gátu Juventus spilað síðasta mánuiðinn á þeirra varaliði og mætt ferskir í 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit Meistaradeildarinnar.“ „Þetta er ekki möguleiki fyrir ensk lið, því baráttan um Englandsmeistaratitilinn er ströng allan tímann,“ sagði portúgalski þjálfarinn. Chelsea urðu Englandsmeistarar 12. maí síðast liðinn, þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni. Liverpool tryggðu sér fjórða sæti deildarinnar, og sæti í Meistaradeildinni, á síðasta degi tímabilsins. „Það er ekkert vetrarfrí. Í öðrum löndum er vetrarfrí, en það er menningarlegt. Þetta [að spila um jólin] er svo þýðingamikið hérna. Ég veit það er slæmt fyrir okkur, en ég verð að viðurkenna að ég elska fótboltatíðina yfir jólin á Englandi,“ bætir Mourinho við.Sjá einnig:De Gea vill jólafrí í ensku deildinni Hinn ítalski Antonio Conte tekur í sama streng. „Þetta er nýtt fyrir mér. Mín reynsla af Meistaradeildinni var á Ítalíu.“ „Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni því deildin er sterk hér. Þegar þú spilar við miðlungs lið hér þá gætir þú tapað. Það eru sex til sjö lið að berjast um titilinn. Þú slakar aldrei á á Englandi,“ sagði Conte. Chelsea mætir Qarabag frá Azerbaijan í kvöld og neyðist Conte til að setja stór nöfn eins og Alvaro Morata og Eden Hazard á varamannabekkinn því Englandsmeistararnir eiga stórleik gegn Arsenal um helgina. „Þú spilar í erfiðri deild og svo í tveimur bikarkeppnum. Að spila 60-65 leiki er eðlilegt hér, en það er ekki auðvelt. Á Ítalíu gat ég hvílt leikmenn fyrir Meistaradeildarleiki, hér er það erfitt.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00