Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2017 14:58 Forseti Íslands við þingsetningu í dag. Vísir/Anton Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. Hann sagðist jafnframt fagna því að stjórnvöld hyggist endurskoða lög um uppreist æru. „Þau sjónarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta íslands. þetta geri ég ekki að umtalsefni nú vegna þess að sá þáttur sé brýnni en aðrir þegar rætt er um breytingar á grunnsáttmála okkar. Heldur liggur beint við að huga að honum vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans,“ sagði forsetinn meðal annars. Þar átti hann við mál Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar sem báðir hlutu uppreist æru á síðasta ári eftir að hafa afplánað dóma fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Var forsetinn harðlega gagnrýndur í kjölfar þess að mál Roberts Downey kom upp á ný, en það er forseti íslands sem veitir fólki uppreist æru eftir tillögu ráðherra. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóm. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til. Vissulega eiga þeir sem hafa tekið út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir ollu öðrum eftir annari slóð en fyrr. Á þeirri vegferð yrði einlæg iðrun og yfirbót eflaust til góðs.“Verðum að læra af biturri reynslu Hann sagði jafnframt að það að fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hafi ekkert með æru að gera. „Þá er það sjónarmið skynsamlegt, sem alþingismenn hafa lýst, að endurheimt ýmissa réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var.“ „Við verðum að læra af biturri reynslu og bæta um betur. Sá ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar að breyta ákvæðum laga um uppreist æru gefur mér von um að svo fari. Þá verður heiðurinn þeirra sem brotið var á og neituðu að bera harm sinn í hljóði. Fólk í frjálsu lýðræðissamfélagi á að láta í sér heyra þegar því er misboðið.“ Ábyrgð skipti sköpum Hann segir að þó að valdhafar megi ekki feykjast til og frá með vindum líðandi stundar þá ætlist fólk til þess að þeir hlusti, sjái að sér þegar þess er þörf og axli ábyrgð.Forseti Íslands við þingsetningu í dag.Vísir/Anton„Ábyrgð skiptir sköpum í samfélagi okkar og stjórnskipun. Stjórnarskráin geymir þau ákvæði að forseti er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum, hann lætur ráðherra framkvæma vald sitt og bera þeir ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum,“ sagði hann. „En alltaf stendur eftir annarskonar ábyrgð. Ábyrgð gagnvart fólkinu í landinu sem kýs sér forseta, ábyrgð gagnvart eigin samvisku og ekki síst sú ábyrgð og skylda að færa mál til betri vegar þegar því verður við komið. Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.“Forsetinn hefur áður rætt mál Roberts Downey opinberlega, en í júní þegar málið vakti fyrst athygli sagðist hann vera miður sín. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi veitir forseti einstaklingum uppreist æru að tillögu þess ráðherra sem fer með dómsmál. Hann undirstrikaði þá að ákvörðunin sé ekki tekin af honum heldur ráðherra.Ábyrgðarleysi forsetans tímaskekkja Hann benti jafnframt á í dag að á næsta ári eru 100 ár frá því að ísland varð frjálst og fullvalda ríki og árið 1920 eru 100 ár síðan Íslendingar fengu nýja stjórnarskrá. Til standi að endurskoða stjórnarskrána og því er vel við hæfi að gera það um það leyti sem 100 ára afmæli fullveldisins er fagnað. Mikilvægt sé að skýra hlutverk forseta í stjórnarskrá og segja berum orðum hvenær hann ber ábyrgð á stjórnvaldsákvörðunum og hvenær hans eina hlutverk er að staðfesta þær. „Loks varðar miklu að völd og ábyrgð fari saman. Stjórnarskrárbundið ábyrgðarleysi forseta sem felur samt í sér ábyrgð á ákvörðunum annarra á ekki heima í stjórnsýslu samtímans.“ Uppreist æru Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. Hann sagðist jafnframt fagna því að stjórnvöld hyggist endurskoða lög um uppreist æru. „Þau sjónarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta íslands. þetta geri ég ekki að umtalsefni nú vegna þess að sá þáttur sé brýnni en aðrir þegar rætt er um breytingar á grunnsáttmála okkar. Heldur liggur beint við að huga að honum vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans,“ sagði forsetinn meðal annars. Þar átti hann við mál Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar sem báðir hlutu uppreist æru á síðasta ári eftir að hafa afplánað dóma fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Var forsetinn harðlega gagnrýndur í kjölfar þess að mál Roberts Downey kom upp á ný, en það er forseti íslands sem veitir fólki uppreist æru eftir tillögu ráðherra. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóm. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til. Vissulega eiga þeir sem hafa tekið út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir ollu öðrum eftir annari slóð en fyrr. Á þeirri vegferð yrði einlæg iðrun og yfirbót eflaust til góðs.“Verðum að læra af biturri reynslu Hann sagði jafnframt að það að fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hafi ekkert með æru að gera. „Þá er það sjónarmið skynsamlegt, sem alþingismenn hafa lýst, að endurheimt ýmissa réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var.“ „Við verðum að læra af biturri reynslu og bæta um betur. Sá ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar að breyta ákvæðum laga um uppreist æru gefur mér von um að svo fari. Þá verður heiðurinn þeirra sem brotið var á og neituðu að bera harm sinn í hljóði. Fólk í frjálsu lýðræðissamfélagi á að láta í sér heyra þegar því er misboðið.“ Ábyrgð skipti sköpum Hann segir að þó að valdhafar megi ekki feykjast til og frá með vindum líðandi stundar þá ætlist fólk til þess að þeir hlusti, sjái að sér þegar þess er þörf og axli ábyrgð.Forseti Íslands við þingsetningu í dag.Vísir/Anton„Ábyrgð skiptir sköpum í samfélagi okkar og stjórnskipun. Stjórnarskráin geymir þau ákvæði að forseti er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum, hann lætur ráðherra framkvæma vald sitt og bera þeir ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum,“ sagði hann. „En alltaf stendur eftir annarskonar ábyrgð. Ábyrgð gagnvart fólkinu í landinu sem kýs sér forseta, ábyrgð gagnvart eigin samvisku og ekki síst sú ábyrgð og skylda að færa mál til betri vegar þegar því verður við komið. Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.“Forsetinn hefur áður rætt mál Roberts Downey opinberlega, en í júní þegar málið vakti fyrst athygli sagðist hann vera miður sín. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi veitir forseti einstaklingum uppreist æru að tillögu þess ráðherra sem fer með dómsmál. Hann undirstrikaði þá að ákvörðunin sé ekki tekin af honum heldur ráðherra.Ábyrgðarleysi forsetans tímaskekkja Hann benti jafnframt á í dag að á næsta ári eru 100 ár frá því að ísland varð frjálst og fullvalda ríki og árið 1920 eru 100 ár síðan Íslendingar fengu nýja stjórnarskrá. Til standi að endurskoða stjórnarskrána og því er vel við hæfi að gera það um það leyti sem 100 ára afmæli fullveldisins er fagnað. Mikilvægt sé að skýra hlutverk forseta í stjórnarskrá og segja berum orðum hvenær hann ber ábyrgð á stjórnvaldsákvörðunum og hvenær hans eina hlutverk er að staðfesta þær. „Loks varðar miklu að völd og ábyrgð fari saman. Stjórnarskrárbundið ábyrgðarleysi forseta sem felur samt í sér ábyrgð á ákvörðunum annarra á ekki heima í stjórnsýslu samtímans.“
Uppreist æru Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira