Horfst í augu við staðreyndir Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. september 2017 16:00 Vegna ummæla/ Facebookfærslu Sóleyjar Tómasdóttur um bakþanka sem birtist í Fréttablaðinu 11.9.2017 tel ég rétt að ítreka að hvergi kemur fram í pistlinum að áfengi sé rót kynbundins ofbeldis. Hvar hún fær þá hugmynd er mér hulin ráðgáta. Áfengi er aftur á móti nátengt ofbeldi eins og okkur er flestum vel kunnugt, óháð kyni. Við erum enn í þeirri stöðu að oftast er sagt frá ofbeldi sem karl beitir konu en eins og við vitum geta konur beitt karla ofbeldi og ofbeldi getur einnig átt sér stað milli samkynhneigðra. Að hafa orðið vitni að alvarlegu ofbeldi af hálfu ölvaðs karlmanns gefur hvorki til kynna að einungis karlmenn beiti ofbeldi eða að áfengi réttlæti hegðun ofbeldismannsins. Það vita allir sem þekkja eitthvað til vísinda. Bakþankinn fjallað um þá grafalvarlegu staðreynd að áfengi er nátengt ofbeldi. Áfengi og ofbeldi er slæm blanda og verka sem driffjöður fyrir hvort annað. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem skrifuð er fyrir löggjafavaldið eða þingmenn um allan heim, vísindamenn og aðra áhugasama, kemur fram að á Íslandi telja 71% kvenna sem urðu fyrir heimilisofbeldi áfengisneyslu makans vera megin ástæðu ofbeldisins. Þá sögðu jafnframt 22% þeirra kvenna hafa notað áfengi til að takast á við vanlíðan eftir heimilisofbeldið. Það er of hátt hlutfall til að horfa framhjá. Rannsóknir sýna ítrekað að þeir sem drekka mikið og oft eru líklegri til að beita ofbeldi auk þess sem verknaðurinn verður algengara og alvarlegra. Þeir sem byrja að drekka ungir eru sömuleiðis líklegri til að beita ofbeldi. Aðrir þættir hafa líka áhrif, eins og þegar annar einstaklingurinn í sambandi drekkur mikið en hinn ekki, þá aukast líkur á ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að áfengisneysla tengist árásarhneigð. Áfengi er aldrei afsökun fyrir því að beita ofbeldi en það er mikilvægt að fjalla um hversu hættulegt vímuefni áfengi getur verið, því það kemur allt of oft við sögu heimilisofbeldis, eins og tölurnar að ofan sýna. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir til að geta beitt forvörnum og hjálpað báðum aðilum, gerandanum og þolandanum. Árangursríkasta forvörnin skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er að takmarka aðgengi áfengis, sem sýnt hefur verið fram á að fækkar innlögnum þolenda heimilisofbeldis á sjúkrahús og fækkar tilkynningum um heimiliserjur til lögreglu. Bakþankinn var skrifaður til áminningar um þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur að minnka líkur á heimilisofbeldi. Og að hrófla ekki við núverandi sölufyrirkomulagi áfengis. Áfengi er hættulegt vímuefni sem veldur hömluleysi og á stóran þátt í ofbeldisafbrotum. Það er það sem umræðan ætti að snúast um. Gæfa margra er því miður undir pennastriki þingmanna komin. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum Heimildir: WHO facts on… Alcohol and Violence. Intimate partner violence and alcohol og Interpersonal violence and alcohol. World Health Organization. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Tengdar fréttir Skaðvaldurinn En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. 11. september 2017 07:00 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna ummæla/ Facebookfærslu Sóleyjar Tómasdóttur um bakþanka sem birtist í Fréttablaðinu 11.9.2017 tel ég rétt að ítreka að hvergi kemur fram í pistlinum að áfengi sé rót kynbundins ofbeldis. Hvar hún fær þá hugmynd er mér hulin ráðgáta. Áfengi er aftur á móti nátengt ofbeldi eins og okkur er flestum vel kunnugt, óháð kyni. Við erum enn í þeirri stöðu að oftast er sagt frá ofbeldi sem karl beitir konu en eins og við vitum geta konur beitt karla ofbeldi og ofbeldi getur einnig átt sér stað milli samkynhneigðra. Að hafa orðið vitni að alvarlegu ofbeldi af hálfu ölvaðs karlmanns gefur hvorki til kynna að einungis karlmenn beiti ofbeldi eða að áfengi réttlæti hegðun ofbeldismannsins. Það vita allir sem þekkja eitthvað til vísinda. Bakþankinn fjallað um þá grafalvarlegu staðreynd að áfengi er nátengt ofbeldi. Áfengi og ofbeldi er slæm blanda og verka sem driffjöður fyrir hvort annað. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem skrifuð er fyrir löggjafavaldið eða þingmenn um allan heim, vísindamenn og aðra áhugasama, kemur fram að á Íslandi telja 71% kvenna sem urðu fyrir heimilisofbeldi áfengisneyslu makans vera megin ástæðu ofbeldisins. Þá sögðu jafnframt 22% þeirra kvenna hafa notað áfengi til að takast á við vanlíðan eftir heimilisofbeldið. Það er of hátt hlutfall til að horfa framhjá. Rannsóknir sýna ítrekað að þeir sem drekka mikið og oft eru líklegri til að beita ofbeldi auk þess sem verknaðurinn verður algengara og alvarlegra. Þeir sem byrja að drekka ungir eru sömuleiðis líklegri til að beita ofbeldi. Aðrir þættir hafa líka áhrif, eins og þegar annar einstaklingurinn í sambandi drekkur mikið en hinn ekki, þá aukast líkur á ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að áfengisneysla tengist árásarhneigð. Áfengi er aldrei afsökun fyrir því að beita ofbeldi en það er mikilvægt að fjalla um hversu hættulegt vímuefni áfengi getur verið, því það kemur allt of oft við sögu heimilisofbeldis, eins og tölurnar að ofan sýna. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir til að geta beitt forvörnum og hjálpað báðum aðilum, gerandanum og þolandanum. Árangursríkasta forvörnin skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er að takmarka aðgengi áfengis, sem sýnt hefur verið fram á að fækkar innlögnum þolenda heimilisofbeldis á sjúkrahús og fækkar tilkynningum um heimiliserjur til lögreglu. Bakþankinn var skrifaður til áminningar um þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur að minnka líkur á heimilisofbeldi. Og að hrófla ekki við núverandi sölufyrirkomulagi áfengis. Áfengi er hættulegt vímuefni sem veldur hömluleysi og á stóran þátt í ofbeldisafbrotum. Það er það sem umræðan ætti að snúast um. Gæfa margra er því miður undir pennastriki þingmanna komin. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum Heimildir: WHO facts on… Alcohol and Violence. Intimate partner violence and alcohol og Interpersonal violence and alcohol. World Health Organization.
Skaðvaldurinn En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. 11. september 2017 07:00
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun