Jaguar íhugar endurkomu fallegasta sportbíls sögunnar Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2017 09:22 Jaguar E-Type með rafmagnsdrifrás mun hugsanlega standa kaupendum til boða innan tíðar. Á tæknihátíðinni Tech Fest sem Jaguar Land Rover stóð fyrir í Central Saint Martins, University of the Arts í London í síðustu viku frumsýndi Jaguar Land Rover Jaguar E-Type Concept Zero; uppgerða og umbreytta útgáfu af hinum sögufræga sportbíl, Jaguar E-Type Roadster árgerð 1968, sem Enzo Ferrari sagði eitt sinn að væri fallegasti bíll sem nokkru sinni hefði verið hannaður.Breyttur E-Type 1,5 Roadster Um er að ræða ákveðna hugmynd Jaguar að nýjum arftaka E-Type 1,5 Roadster með þeirri breytingu þó að í stað bensínvélarinnar sem var í bílnum hefur verið settur afar öflugur 220kW rafmótor og 40kWh rafhlöðu sem skila bílnum á aðeins 5,5 sekúndum í 100 km/klst. Bíllinn hefur 270 km drægni við raunverulegar og almennar aðstæður. Aflinu er viljandi stillt í hóf til að upprunalegir aksturseiginleikar bílsins fái að njóta sín áfram til fulls eftir breytingu sérfræðinga Jaguar Land Rover Classic, sérstakrar deildar fyrirtækisins í Warwick á Englandi. Að undanskildum rafmótornum er annar búnaður bílsins óbreyttur fyrir utabn aðalljósin sem nú eru með díóðum (LED) sem nota minna rafmagn en hefðbundin bílljós.Sömu góðu aksturseiginleikarnir Tim Hannig, stjórnandi hjá Jaguar Land Rover Classic, segir að Jaguar Concept Zero sameini nafntogaða aksturseiginleika hins fræga E-type og ákveðna jákvæða eiginleika sem fást með rafvæðinu aflgjafans. „Þær breytingar sem Classic-deildin hefur gert á bílnum fela í sér alveg einstaka upplifun í akstri vegna þess hvernig bílnum var breytt, en hann er m.a. 80 kg léttari eftir breytinguna. Við erum mjög spennt að sjá viðbrögð viðskiptavina okkar við þessari hugmynd okkar því fái hann góðar móttökur íhugum við að hefja framleiðslu á bílnum fyrir almennan markað.“Sérsmíðaður rafmótor Rafmótorinn var sérsmíðaður í hugmyndabílinn E-type Concept Zero auk þess sem lithium-ion rafhlaðan er jafn þung og jafnstór að umfangi og 6 strokka XK-bensínvélin sem var í bílnum. Sérfræðingar Classic-deildarinnar sáu svo um að staðsetning aflgjafans er nákvæmlega sú sama og var fyrir breytingu með tilliti til jafnvægis þyngdarpunktar bílsins til að tryggja að upprunalegir aksturseiginleikar breyttust ekki. Rafmótorinn og niðurfæsrslugírinn eru staðsettir fyrir aftan rafhlöðuna þar sem gírkassinn var áður. Orkan fer um nýtt drifskaft og mismunadrif til hjólanna. Engar breytingar voru gerðar á fjöðrunarkerfi bílsins né heldur bremsukerfinu og er bíllinn því mjög áþekkur í akstri og fyrir breytingu. Sex strokka XK-bensínvélin var framleidd á tímabilinu frá 1949 til 1992 og prýddi allar helstu stjörnur Jaguar á þeim tíma, m.a. E-type, XK120, Mk2 og XJ6. Hönnun rafmótorsins í E-Type Concept Zero gerir ráð fyrir að hægt væri að setja hann í alla þessa bíla.Rafmótor hefur leyst af hólmi brunavélina. Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent
Á tæknihátíðinni Tech Fest sem Jaguar Land Rover stóð fyrir í Central Saint Martins, University of the Arts í London í síðustu viku frumsýndi Jaguar Land Rover Jaguar E-Type Concept Zero; uppgerða og umbreytta útgáfu af hinum sögufræga sportbíl, Jaguar E-Type Roadster árgerð 1968, sem Enzo Ferrari sagði eitt sinn að væri fallegasti bíll sem nokkru sinni hefði verið hannaður.Breyttur E-Type 1,5 Roadster Um er að ræða ákveðna hugmynd Jaguar að nýjum arftaka E-Type 1,5 Roadster með þeirri breytingu þó að í stað bensínvélarinnar sem var í bílnum hefur verið settur afar öflugur 220kW rafmótor og 40kWh rafhlöðu sem skila bílnum á aðeins 5,5 sekúndum í 100 km/klst. Bíllinn hefur 270 km drægni við raunverulegar og almennar aðstæður. Aflinu er viljandi stillt í hóf til að upprunalegir aksturseiginleikar bílsins fái að njóta sín áfram til fulls eftir breytingu sérfræðinga Jaguar Land Rover Classic, sérstakrar deildar fyrirtækisins í Warwick á Englandi. Að undanskildum rafmótornum er annar búnaður bílsins óbreyttur fyrir utabn aðalljósin sem nú eru með díóðum (LED) sem nota minna rafmagn en hefðbundin bílljós.Sömu góðu aksturseiginleikarnir Tim Hannig, stjórnandi hjá Jaguar Land Rover Classic, segir að Jaguar Concept Zero sameini nafntogaða aksturseiginleika hins fræga E-type og ákveðna jákvæða eiginleika sem fást með rafvæðinu aflgjafans. „Þær breytingar sem Classic-deildin hefur gert á bílnum fela í sér alveg einstaka upplifun í akstri vegna þess hvernig bílnum var breytt, en hann er m.a. 80 kg léttari eftir breytinguna. Við erum mjög spennt að sjá viðbrögð viðskiptavina okkar við þessari hugmynd okkar því fái hann góðar móttökur íhugum við að hefja framleiðslu á bílnum fyrir almennan markað.“Sérsmíðaður rafmótor Rafmótorinn var sérsmíðaður í hugmyndabílinn E-type Concept Zero auk þess sem lithium-ion rafhlaðan er jafn þung og jafnstór að umfangi og 6 strokka XK-bensínvélin sem var í bílnum. Sérfræðingar Classic-deildarinnar sáu svo um að staðsetning aflgjafans er nákvæmlega sú sama og var fyrir breytingu með tilliti til jafnvægis þyngdarpunktar bílsins til að tryggja að upprunalegir aksturseiginleikar breyttust ekki. Rafmótorinn og niðurfæsrslugírinn eru staðsettir fyrir aftan rafhlöðuna þar sem gírkassinn var áður. Orkan fer um nýtt drifskaft og mismunadrif til hjólanna. Engar breytingar voru gerðar á fjöðrunarkerfi bílsins né heldur bremsukerfinu og er bíllinn því mjög áþekkur í akstri og fyrir breytingu. Sex strokka XK-bensínvélin var framleidd á tímabilinu frá 1949 til 1992 og prýddi allar helstu stjörnur Jaguar á þeim tíma, m.a. E-type, XK120, Mk2 og XJ6. Hönnun rafmótorsins í E-Type Concept Zero gerir ráð fyrir að hægt væri að setja hann í alla þessa bíla.Rafmótor hefur leyst af hólmi brunavélina.
Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent