Næstum þrjátíu brot verið tilkynnt á áratug Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2017 06:00 Þjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Öll kynferðisbrotamál skulu tilkynnt fagráði. vísir/ernir Alls hafa 27 kynferðisbrot komið inn á borð fagráðs íslensku þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota síðustu tíu ár, þar sem starfsmenn kirkjunnar eru sakaðir um brot. Að minnsta kosti tveir þolendur eru börn. „Ekki er alltaf um meint kynferðisbrot að ræða heldur einnig ýmis önnur mál sem til dæmis snúa að meintu annars konar ofbeldi,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda og formaður fagráðsins. Hún segir tíu málum að minnsta kosti hafa verið lokið með sátt milli allra aðila á þessu tímabili. „Mörg þessara 27 mála voru fyrnd en ávallt er tekið á móti fólki og hlustað á sögu þess. Mörg vilja ekki fara með málin lengra en þykir rétt og gott að vita að tekið er á móti þeim og þeim veittur allur þá stuðningur sem hægt er að veita,“ segir Elína Hrund.Elína Hrund KristjánsdóttirÞjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Reglurnar taka aðeins til meintra brota sem framin eru af starfsmanni kirkjunnar, hvort sem um er að ræða einstakling í fastri stöðu, tímabundinni eða sjálfboðaliðastarfi á vegum kirkjunnar. Samkvæmt reglum skulu öll kynferðisbrotamál fara til fagráðs og óheimilt er að afgreiða kynferðisbrot innan söfnuða. Fagráð hefur ekki úrslitavald til að beina málum til lögreglu að mati formanns. Þolendum stendur þó sú leið auðvitað til boða og stuðningur kirkju er veittur. Hins vegar er öllum málum er varða börn vísað til barnaverndar. Tvö mál hafa komið upp varðandi ungleiðtoga sem farið hafa til barnaverndar og þaðan til lögreglu. „Dómsmál hafa gengið þar sem viðkomandi meintur brotamaður var sýknaður af ásökunum en viðkomandi sóknarnefnd og söfnuður voru ekki sátt og fór málið þá til úrskurðarnefndar og var sá aðili færður til í starfi,“ bætir Elína Hrund við. Fagráð kirkjunnar er skipað, auk Elínu, þeim Sigurði Rafni A. Levy sálfræðingi og Höllu Bachman lögfræðingi. Varamenn eru þau Kjartan Sigurbjörnsson sjúkrahússprestur og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Alls hafa 27 kynferðisbrot komið inn á borð fagráðs íslensku þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota síðustu tíu ár, þar sem starfsmenn kirkjunnar eru sakaðir um brot. Að minnsta kosti tveir þolendur eru börn. „Ekki er alltaf um meint kynferðisbrot að ræða heldur einnig ýmis önnur mál sem til dæmis snúa að meintu annars konar ofbeldi,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda og formaður fagráðsins. Hún segir tíu málum að minnsta kosti hafa verið lokið með sátt milli allra aðila á þessu tímabili. „Mörg þessara 27 mála voru fyrnd en ávallt er tekið á móti fólki og hlustað á sögu þess. Mörg vilja ekki fara með málin lengra en þykir rétt og gott að vita að tekið er á móti þeim og þeim veittur allur þá stuðningur sem hægt er að veita,“ segir Elína Hrund.Elína Hrund KristjánsdóttirÞjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Reglurnar taka aðeins til meintra brota sem framin eru af starfsmanni kirkjunnar, hvort sem um er að ræða einstakling í fastri stöðu, tímabundinni eða sjálfboðaliðastarfi á vegum kirkjunnar. Samkvæmt reglum skulu öll kynferðisbrotamál fara til fagráðs og óheimilt er að afgreiða kynferðisbrot innan söfnuða. Fagráð hefur ekki úrslitavald til að beina málum til lögreglu að mati formanns. Þolendum stendur þó sú leið auðvitað til boða og stuðningur kirkju er veittur. Hins vegar er öllum málum er varða börn vísað til barnaverndar. Tvö mál hafa komið upp varðandi ungleiðtoga sem farið hafa til barnaverndar og þaðan til lögreglu. „Dómsmál hafa gengið þar sem viðkomandi meintur brotamaður var sýknaður af ásökunum en viðkomandi sóknarnefnd og söfnuður voru ekki sátt og fór málið þá til úrskurðarnefndar og var sá aðili færður til í starfi,“ bætir Elína Hrund við. Fagráð kirkjunnar er skipað, auk Elínu, þeim Sigurði Rafni A. Levy sálfræðingi og Höllu Bachman lögfræðingi. Varamenn eru þau Kjartan Sigurbjörnsson sjúkrahússprestur og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira