Upplifði algjört hjálparleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2017 19:30 Móðir pilts sem féll fyrir eigin hendi kallar eftir heildstæðari úrræðum fyrir þá sem glíma við andleg veikindi. Hún segist hafa upplifað algjört hjálparleysi í gegnum veikindi sonar síns og vill kerfisbreytingar. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag og verða minningarstundir haldnar víða um land í kvöld.Allar dyr lokaðar Bergur Snær Sigurþóruson var nítján ára þegar hann stytti sér aldur, hinn átjánda mars 2016. Hann hafði glímt við andleg veikindi um árabil eftir alvarlegt kynferðisofbeldi sem hann hafði orðið fyrir. Sigurþóra Bergsdóttir, móðir hans, segist hafa leitað allra leiða til þess að finna viðeigandi aðstoð fyrir son sinn, en upplifði að sér væru allar bjargir bannaðar innan heilbrigðiskerfisins. „Við upplifðum gríðarlegt hjálparleysi í því að leita leiða við að hjálpa honum. Það var í raun mjög lítið um hjálp og þetta hjálparleysi okkar endaði svona og við erum mjög ósátt við það.“ Hún segir að hægt hefði verið að grípa inn í, hefðu heildstæðari úrræði verið fyrir hendi. Hann hafi átt við fíknivanda að stríða og fékk því ekki inni á geðdeild heldur vísað inn á Vog. „Hann var auðvitað kominn með geðsjúkdóm sem hluta af áfallastreituröskun og orðinn þunglyndur. Og það var eins og það væri ekkert hægt að gera til þess að vinna með hann í heild. Þar að auki var hann unglingur, var dottinn út úr skóla, var í þessum vanda og upplifði vanmátt í því. Hann lamdi sig mikið í höfuðið yfir því hvað hann væri ómögulegur að ná ekki einu sinni að vera í skóla og vinnu. Það var ekkert sem greip hann og hjálpaði honum að átta sig á því að hann gæti þetta alveg.“Biðtíminn erfiður Einnig hafi reynst erfitt að þurfa að bíða eftir aðstoð, enda sé það stórt skref að taka upp símann og biðja um hjálp, en Bergur þurfti stundum að bíða í allt að þrjár vikur eftir aðstoðinni. „Það að segja nei komdu bara í næstu viku, eða ég á tíma fyrir þig eftir þrjár vikur, það er svolítið eins og höfnun. Ég veit að hann upplifði það þannig. Hann kom, leið hörmulega og þurfti svo að bíða í þrjár vikur. Honum fannst eins og öllum væri bara sama og að það væri enga hjálp að fá.“ Sigurþóra segir að þessum hlutum verði að breyta, en hún ætlar að deila reynslu sinni í Dómkirkjunni í kvöld, þar sem allra þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verður minnst, í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Hún vonar að saga Bergs muni hjálpa öðrum í framtíðinni, og sú von er það sem hefur hjálpað henni í gegnum sorgarferlið. „Hluti af mínu sorgarferli er auðvitað þessi endurskoðun á lífinu og tilverunni og hluti af því var að deila og hjálpa öðrum. Að því leytinu til hjálpar það mér,“ segir Sigurþóra. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju, Húsavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu Sandgerði. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Móðir pilts sem féll fyrir eigin hendi kallar eftir heildstæðari úrræðum fyrir þá sem glíma við andleg veikindi. Hún segist hafa upplifað algjört hjálparleysi í gegnum veikindi sonar síns og vill kerfisbreytingar. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag og verða minningarstundir haldnar víða um land í kvöld.Allar dyr lokaðar Bergur Snær Sigurþóruson var nítján ára þegar hann stytti sér aldur, hinn átjánda mars 2016. Hann hafði glímt við andleg veikindi um árabil eftir alvarlegt kynferðisofbeldi sem hann hafði orðið fyrir. Sigurþóra Bergsdóttir, móðir hans, segist hafa leitað allra leiða til þess að finna viðeigandi aðstoð fyrir son sinn, en upplifði að sér væru allar bjargir bannaðar innan heilbrigðiskerfisins. „Við upplifðum gríðarlegt hjálparleysi í því að leita leiða við að hjálpa honum. Það var í raun mjög lítið um hjálp og þetta hjálparleysi okkar endaði svona og við erum mjög ósátt við það.“ Hún segir að hægt hefði verið að grípa inn í, hefðu heildstæðari úrræði verið fyrir hendi. Hann hafi átt við fíknivanda að stríða og fékk því ekki inni á geðdeild heldur vísað inn á Vog. „Hann var auðvitað kominn með geðsjúkdóm sem hluta af áfallastreituröskun og orðinn þunglyndur. Og það var eins og það væri ekkert hægt að gera til þess að vinna með hann í heild. Þar að auki var hann unglingur, var dottinn út úr skóla, var í þessum vanda og upplifði vanmátt í því. Hann lamdi sig mikið í höfuðið yfir því hvað hann væri ómögulegur að ná ekki einu sinni að vera í skóla og vinnu. Það var ekkert sem greip hann og hjálpaði honum að átta sig á því að hann gæti þetta alveg.“Biðtíminn erfiður Einnig hafi reynst erfitt að þurfa að bíða eftir aðstoð, enda sé það stórt skref að taka upp símann og biðja um hjálp, en Bergur þurfti stundum að bíða í allt að þrjár vikur eftir aðstoðinni. „Það að segja nei komdu bara í næstu viku, eða ég á tíma fyrir þig eftir þrjár vikur, það er svolítið eins og höfnun. Ég veit að hann upplifði það þannig. Hann kom, leið hörmulega og þurfti svo að bíða í þrjár vikur. Honum fannst eins og öllum væri bara sama og að það væri enga hjálp að fá.“ Sigurþóra segir að þessum hlutum verði að breyta, en hún ætlar að deila reynslu sinni í Dómkirkjunni í kvöld, þar sem allra þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verður minnst, í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Hún vonar að saga Bergs muni hjálpa öðrum í framtíðinni, og sú von er það sem hefur hjálpað henni í gegnum sorgarferlið. „Hluti af mínu sorgarferli er auðvitað þessi endurskoðun á lífinu og tilverunni og hluti af því var að deila og hjálpa öðrum. Að því leytinu til hjálpar það mér,“ segir Sigurþóra. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju, Húsavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu Sandgerði.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels