Formaður og ritari Framsóknarfélags Skagafjarðar segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2017 21:36 Formaður og gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar hyggjast þó ekki segja sig úr Framsóknarflokknum sjálfum. Á mynd sést Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins. Vísir/Ernir Formaður og ritari stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar sögðu af sér embættum í dag eftir að Gunnar Bragi Sveinsson oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi hætti við að bjóða sig fram í forvali flokksins á sunnudag eftir viku. Jóhannes Björn Þorleifsson fráfarandi formaður Framsóknarfélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að hann og Hrund Pétursdóttir ritari félagsins hefðu sagt af sér embættum sínum. Sagði Jóhannes hann og Hrund afar ósátt við hvernig komið hafi verið fram við Gunnar Braga sem hann hefði unnið með í mörg ár. En Jóhannes Björn sem er 33 ára gamall hefur starfað innan Framsóknarflokksins frá því hann var sextán ára gamall. „Við ætlum samt ekki að segja okkur úr Framsóknarflokknum og ég hyggst alla vega vinna innan floksins áfram,” sagði Jóhannes Björn í samtali við fréttastofu. Hann vildi hins vegar ekki gera mikið úr þessari ákvörðun sinni opinberlega heldur taka umræðuna með félögum sínum innan flokksins. Gunnar Bragi tilkynnti á Facebook síðu sinni í dag að hann hefði bæði hætt við framboð og sagt sig úr flokknum eins og fram kom bæði í fréttum Vísis fyrr í dag og á Stöð 2 í kvöld. En þar var einnig greint frá því að Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hefði unnið skipulega gegn Gunnari Braga innan flokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verður einn af gestum Heimis Más Péturssonar fréttamans í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl 12:20 á morgun.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var Hrund Pétursdóttir sögð gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar. Hún gegndi hins vegar stöðu ritara félagsins. Þetta hefur verið leiðrétt. Tengdar fréttir Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir. 29. september 2017 19:42 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Formaður og ritari stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar sögðu af sér embættum í dag eftir að Gunnar Bragi Sveinsson oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi hætti við að bjóða sig fram í forvali flokksins á sunnudag eftir viku. Jóhannes Björn Þorleifsson fráfarandi formaður Framsóknarfélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að hann og Hrund Pétursdóttir ritari félagsins hefðu sagt af sér embættum sínum. Sagði Jóhannes hann og Hrund afar ósátt við hvernig komið hafi verið fram við Gunnar Braga sem hann hefði unnið með í mörg ár. En Jóhannes Björn sem er 33 ára gamall hefur starfað innan Framsóknarflokksins frá því hann var sextán ára gamall. „Við ætlum samt ekki að segja okkur úr Framsóknarflokknum og ég hyggst alla vega vinna innan floksins áfram,” sagði Jóhannes Björn í samtali við fréttastofu. Hann vildi hins vegar ekki gera mikið úr þessari ákvörðun sinni opinberlega heldur taka umræðuna með félögum sínum innan flokksins. Gunnar Bragi tilkynnti á Facebook síðu sinni í dag að hann hefði bæði hætt við framboð og sagt sig úr flokknum eins og fram kom bæði í fréttum Vísis fyrr í dag og á Stöð 2 í kvöld. En þar var einnig greint frá því að Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hefði unnið skipulega gegn Gunnari Braga innan flokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verður einn af gestum Heimis Más Péturssonar fréttamans í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl 12:20 á morgun.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var Hrund Pétursdóttir sögð gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar. Hún gegndi hins vegar stöðu ritara félagsins. Þetta hefur verið leiðrétt.
Tengdar fréttir Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir. 29. september 2017 19:42 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir. 29. september 2017 19:42
Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53