Segir KSÍ eiga að borga laun Arons ef hann meiðist enn frekar í landsleikjunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2017 10:56 Aron Einar í leik með Cardiff í vetur. vísir/getty Neil Warnock, stjóri Cardiff City, er allt annað en sáttur við að Aron Einar Gunnarsson hafi verið valinn í íslenska landsliðið fyrir komandi leiki gegn Tyrkjum og Kosóvó. Aron Einar er meiddur og alls ekki tilbúinn í landsleiki í næstu viku að því er Warnock segir. Hann vill að KSÍ beri ábyrgð á Aroni ef hann spilar og meiðist enn meira. „Við viljum fá það skriflegt frá KSÍ að þeir beri ábyrgð á honum eftir að hafa séð röntgenmyndir af meiðslunum. Þeir verða að taka yfir launagreiðslurnar ef hann meiðist enn meira. Ég sé ekki af hverju við eigum að greiða launin ef KSÍ er að taka áhættu með hann,“ sagði Warnock sem augljóslega telur Aron ekki vera í stakk búinn til þess að spila landsleikina mikilvægu. Aron Einar mun koma til móts við landsliðið og vera metinn af læknum hér á landi. „Við erum ekkert sérstaklega hrifnir af því. Við skiljum að þetta séu mikilvægir leikir fyrir Ísland en ef þeir láta hann spila þá verðum við mjög pirraðir,“ sagi Warnock og bætti við. „Þeir eru örugglega til í að láta hann spila á öðrum fætinum því ég veit að Aron er þannig að hann vill alltaf spila. Ég er búinn að segja honum samt hvað mér finnst um þetta allt saman. Hann er fyrirliði liðsins en ég hef sagt honum að ef hann meiðist illa og verður svo samningslaus þá sé það ekki gott fyrir hann. Röntgenmyndirnir ljúga ekki og læknirinn okkar er búinn að tala við lækninn þeirra. KSÍ verður að horfa á stóru myndina.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Neil Warnock, stjóri Cardiff City, er allt annað en sáttur við að Aron Einar Gunnarsson hafi verið valinn í íslenska landsliðið fyrir komandi leiki gegn Tyrkjum og Kosóvó. Aron Einar er meiddur og alls ekki tilbúinn í landsleiki í næstu viku að því er Warnock segir. Hann vill að KSÍ beri ábyrgð á Aroni ef hann spilar og meiðist enn meira. „Við viljum fá það skriflegt frá KSÍ að þeir beri ábyrgð á honum eftir að hafa séð röntgenmyndir af meiðslunum. Þeir verða að taka yfir launagreiðslurnar ef hann meiðist enn meira. Ég sé ekki af hverju við eigum að greiða launin ef KSÍ er að taka áhættu með hann,“ sagði Warnock sem augljóslega telur Aron ekki vera í stakk búinn til þess að spila landsleikina mikilvægu. Aron Einar mun koma til móts við landsliðið og vera metinn af læknum hér á landi. „Við erum ekkert sérstaklega hrifnir af því. Við skiljum að þetta séu mikilvægir leikir fyrir Ísland en ef þeir láta hann spila þá verðum við mjög pirraðir,“ sagi Warnock og bætti við. „Þeir eru örugglega til í að láta hann spila á öðrum fætinum því ég veit að Aron er þannig að hann vill alltaf spila. Ég er búinn að segja honum samt hvað mér finnst um þetta allt saman. Hann er fyrirliði liðsins en ég hef sagt honum að ef hann meiðist illa og verður svo samningslaus þá sé það ekki gott fyrir hann. Röntgenmyndirnir ljúga ekki og læknirinn okkar er búinn að tala við lækninn þeirra. KSÍ verður að horfa á stóru myndina.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira