Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Haraldur Guðmundsson skrifar 29. september 2017 06:00 Fósturvísarnir úr Aberdeen Angus holdanautgripum frá Noregi voru teknir í maí. Nordicphotos/Getty Eigendur þriggja jarða í Skaftárhreppi, sem ætla að koma upp stærsta nautgripabúi landsins, segja að slátrun á skoska holdanautinu Aberdeen Angus, ræktuðu úr nýjum fósturvísum, geti hafist þar eftir fjögur ár. Telja þeir að kjötið muni uppfylla strangar kröfur Costco. Fósturvísar úr holdakúnum, sem eru skoskar að uppruna en ræktaðar víða um heim, eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði frá Noregi. Þeir verða í kjölfarið settir upp í íslenskar kýr í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóahreppi sem verður opnuð á næstu vikum. Stjórnvöld heimiluðu innflutning á fósturvísunum um mitt ár 2015 en holdanautastofninn hér er innræktaður og gamall. „Það eru til Angus-gripir í landinu sem eru af gömlu sæði, úr tveimur gripum sem voru teknir til landsins og eru bræður, og það hefur ekki tekist að rækta almennilega úr því. Að mestu leyti hefur nautakjötsframleiðsla á Íslandi verið hliðargrein og aukaafurð. Menn eru kannski að nota ýmsa kima í fjósum og gert þetta margir með vinstri hendinni með mjólkurframleiðslu,“ segir Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Skaftárhreppi sem er nú á lokametrunum í uppbyggingu nautgripabúsins ásamt eigendum bæjanna Efri-Eyjar og Grundar í sömu sveit. „Eggin eru ekta Aberdeen Angus, bæði faðir og móðir eru af því kyni, og það er búið að velja þessa gripi til undaneldis og þetta er úrvalsefni. Allir ræktendur hér á landi hlakka til að þess að fá þetta efni. Þetta er það kyn sem hefur tekist að skapa hvað besta nafnið með og fer í fínar búðir í Bandaríkjunum,“ segir Örn. Bændurnir í Skaftárhreppi eru nú með hátt í 300 gripi úr því erfðaefni sem þegar er til í landinu. Vilja þeira skipta þeim út og geta hýst yfir 700 gripi af skoska kynstofninum á komandi árum. Þar verður eingöngu stunduð kjötræktun en slátrun hófst þar fyrr á þessu ári. „Við stefnum að því að vera með þetta í sterku eldi, slátra á réttum tíma áður en það myndast sinar, og ég gæti trúað því að það sem Costco-menn eru að segja sé að gæðin hér séu mismunandi og of mikill óstöðugleiki,“ segir Örn og vísar í ummæli Steve Pappas, varaforseta Costco í Evrópu, á opnum fundi Íslandsbanka á þriðjudag. Pappas greindi þar frá þeirri skoðun Costco að íslenskt nautakjöt væri ekki af sömu gæðum og innlent svínakjöt, kjúklingur og fiskur. Í skriflegu svari hans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Pappas að fyrirtækið stefni ekki að framleiðslu á nautakjöti hér á landi í nánustu framtíð. Það sé ágætt í gæðum en ekki sambærilegt því sem neytendum í Norður-Ameríku og Bretlandi býðst. Birtist í Fréttablaðinu Costco Flóahreppur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Eigendur þriggja jarða í Skaftárhreppi, sem ætla að koma upp stærsta nautgripabúi landsins, segja að slátrun á skoska holdanautinu Aberdeen Angus, ræktuðu úr nýjum fósturvísum, geti hafist þar eftir fjögur ár. Telja þeir að kjötið muni uppfylla strangar kröfur Costco. Fósturvísar úr holdakúnum, sem eru skoskar að uppruna en ræktaðar víða um heim, eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði frá Noregi. Þeir verða í kjölfarið settir upp í íslenskar kýr í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóahreppi sem verður opnuð á næstu vikum. Stjórnvöld heimiluðu innflutning á fósturvísunum um mitt ár 2015 en holdanautastofninn hér er innræktaður og gamall. „Það eru til Angus-gripir í landinu sem eru af gömlu sæði, úr tveimur gripum sem voru teknir til landsins og eru bræður, og það hefur ekki tekist að rækta almennilega úr því. Að mestu leyti hefur nautakjötsframleiðsla á Íslandi verið hliðargrein og aukaafurð. Menn eru kannski að nota ýmsa kima í fjósum og gert þetta margir með vinstri hendinni með mjólkurframleiðslu,“ segir Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Skaftárhreppi sem er nú á lokametrunum í uppbyggingu nautgripabúsins ásamt eigendum bæjanna Efri-Eyjar og Grundar í sömu sveit. „Eggin eru ekta Aberdeen Angus, bæði faðir og móðir eru af því kyni, og það er búið að velja þessa gripi til undaneldis og þetta er úrvalsefni. Allir ræktendur hér á landi hlakka til að þess að fá þetta efni. Þetta er það kyn sem hefur tekist að skapa hvað besta nafnið með og fer í fínar búðir í Bandaríkjunum,“ segir Örn. Bændurnir í Skaftárhreppi eru nú með hátt í 300 gripi úr því erfðaefni sem þegar er til í landinu. Vilja þeira skipta þeim út og geta hýst yfir 700 gripi af skoska kynstofninum á komandi árum. Þar verður eingöngu stunduð kjötræktun en slátrun hófst þar fyrr á þessu ári. „Við stefnum að því að vera með þetta í sterku eldi, slátra á réttum tíma áður en það myndast sinar, og ég gæti trúað því að það sem Costco-menn eru að segja sé að gæðin hér séu mismunandi og of mikill óstöðugleiki,“ segir Örn og vísar í ummæli Steve Pappas, varaforseta Costco í Evrópu, á opnum fundi Íslandsbanka á þriðjudag. Pappas greindi þar frá þeirri skoðun Costco að íslenskt nautakjöt væri ekki af sömu gæðum og innlent svínakjöt, kjúklingur og fiskur. Í skriflegu svari hans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Pappas að fyrirtækið stefni ekki að framleiðslu á nautakjöti hér á landi í nánustu framtíð. Það sé ágætt í gæðum en ekki sambærilegt því sem neytendum í Norður-Ameríku og Bretlandi býðst.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Flóahreppur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira