„X-M“ þykir hljóma eins og „exem“, langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Þetta hafa notendur samfélagsmiðla keppst við að benda á en Vísir hefur tekið saman brot af því helsta sem birst hefur um málið á Twitter og Facebook.
Loksins þegar samfaraflokksdjókarnir voru í rénun, þá koma exemdjókarnir.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 28, 2017
Báðir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur Davíð áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins en hafa sagt skilið við hann eftir mikil innanflokksátök, sem náðu eflaust hámarki í október í fyrra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi Sigmund Davíð í formannskosningu flokksins.
Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.
Nýi flokkur Sigmundar Davíðs mun nota listabókstafinn M. (X-M.) Hver vill ekki Exemm?
— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) September 28, 2017
Þar höfum við það. Miðflokkurinn, flokkur Sigmundar, mun bjóða sig fram undir listabókstafnum EXEM
— Þorsteinn Björnsson (@kristnihald) September 28, 2017
X-M = Exem. Tilviljun? Æ dónt þínk só beibí!
— Örn Gunnþórsson (@ossigunn) September 28, 2017
Ok Sigmundur er að hjóla beint í fylgi Grínflokksins með þessu exem gríni. Við sjáum hver hlær síðast, kallinn minn.
— $v1 (@SveinnKjarval) September 28, 2017
Öh.... X-M? Er það fyrir alla með exem, eða fær maður kannski exem ef maður kýs M?
— R. Mutt (@skarist) September 28, 2017
Gott við X-M #exem #kosningar2017 pic.twitter.com/vLLhpCFypH
— KonniWaage (@konninn) September 28, 2017