Bikarmeistarar KR fara á framandi slóðir í 32 liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta en liðið mætir þá Kormáki á Hvammstanga.
Það verða tveir innbyrðisleikir hjá liðum í Domino´s deild karla í 32 liða úrslitunum en það eru leikir Stjörnunnar og Hauka annarsvegar og Tindastóls og Þórs Þ. hinsvegar.
Þórsarar hafa komist í bikarúrslitaleikinn undanfarin tvö ár en fá nú gríðarlega erfiðan útileik á móti Tindastólsliðinu í fyrstu umferð.
34 lið eru skráð til leiks í Maltbikarinn í ár. Dregið var áður í forkeppni úrslitanna en þá eru neðri deildar lið dregin saman og kom það í hlut þessara félaga að leika í forkeppni sem fer fram í næstu viku.
Ármann - KV
Reynir S. - Stjarnan-b
Eftirtalin lið drógust síðan saman í 32 liða úrslitum Maltbikarsins en leikið verður dagana 14. Til 16. október næstkomandi.
Stjarnan - Haukar
FSu - Grindavík
Hamar - ÍR
Njarðvík-b - Skallagrímur
Sindri - Vestri
Haukar-b - Þór Akureyri
Leiknir R. - Njarðvík
Reynir S. eða Stjarnan-b úr forkeppni - Fjölnir
Kormákur - KR
ÍA - Höttur
ÍB - Valur
Álftanes - Snæfell
Vestri-b - KR-b
Gnúpverjar - Breiðablik
Ármann eða KV úr forkeppni - Keflavík
Tindastóll - Þór Þorlákshöfn
Það voru þeir Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjanefndar ÍSÍ og Stefán Þór Borgþórsson, mótastjóri KKÍ, sem sáu um dráttinn í dag.
Tveir úrvalsdeildarslagir í fyrstu umferð Maltbikars karla
