Heimir: Hrikalega gott fyrir strákana að þekkja lætin út í Tyrklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 13:49 Frá leik Íslands og Tyrklands úti í Tyrklandi árið 2015. Tyrkir tryggðu sig inn á EM með sigri. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er að fara með íslenska landsliðið inn í gríðarlega erfiðan og mikilvægan í undankeppni HM 2018. Ísland mætir þá Tyrklandi úti í Tyrklandi en bæði liðin eiga möguleika á að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Tyrkir eru með tveimur stigum færra en íslenska liðið en þeir geta komist upp fyrir Ísland með sigri. Íslenska landsliðið fór líka út til Tyrklands í lok síðustu undankeppni en strákarnir voru þá búnir að tryggja sig farseðilinn á EM í Frakklandi 2016. Tyrkir unnu leikinn 1-0 og tryggðu sér með því sæti á EM en Heimir segir að íslenska liðið græði mikið á því að hafa spilað þennan leik út í Tyrklandi fyrir tveimur árum. „Það er mikið undir, það verður stemmning og það verða læti. Það kæmi ekki á óvart að einhver spjöld kæmu í þessum leik,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum í dag. „Við gerum okkur grein fyrir því þegar við förum til Tyrklands og mætir Kósóvó hér heima að við getum átt mjög flotta frammistöðu en samt tapað. Þetta eru það jöfn lið að það er ekkert sjálfgefið að við fáum þrjú stig þrátt fyrir góða frammistöðu,“ sagði Heimir.„Tyrkir eru sterkir á heimavelli og tapa ekki mörgum stigum þar. Það eru fjögur lið í góðri stöðu í riðlinum og með örlögin í sínum höndum. Þetta eru ekki við sem eigum þetta því það eru fjögur lið í góðri stöðu. Fjögur stig ættu að vera nægjanleg til að ná öðru sæti en sex stigi væru auðvitað betra,“ sagði Heimir. Tyrkir hafa ekki tapað stigi á heimavelli sínum og unnu Króatíu, 1-0 í síðasta leik. Þeir hafa bara fengið á sig eitt mark á heimavelli. „Við höfum spilað út í Tyrklandi í leik sem skipti öllu máli fyrir Tyrkir líkt og þessi. Það er hrikalega gott að hafa spilað þann leik því það er mikil reynsla sem fór inn í hópinn í þeim leik. Það er gott að geta klippt til ýmsa þætti eins og stemmninguna á vellinum, lætin og umgjörðina. Bara til að setja þá í þá stöðu að vera þarna aftur í huganum,“ sagði Heimir. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í riðlinum fyrir lokaumferðina. ABCDEFGHI2. umf. Sjá alla Sun 11.júnKl. 16:00Finnland1-2ÚkraínaSun 11.júnKl. 18:45Ísland1-0KróatíaSun 11.júnKl. 18:45Kosovo1-4TyrklandLau 2.sepKl. 16:00Finnland-ÍslandLau 2.sepKl. 18:45Úkraína-TyrklandLau 2.sepKl. 18:45Króatía-Kosovo StaðanLUJTMS1.Króatía641111-2132.Ísland64119-6133.Tyrkland632111-6114.Úkraína63219-5115.Finnland60154-1016.Kosovo60153-181 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er að fara með íslenska landsliðið inn í gríðarlega erfiðan og mikilvægan í undankeppni HM 2018. Ísland mætir þá Tyrklandi úti í Tyrklandi en bæði liðin eiga möguleika á að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Tyrkir eru með tveimur stigum færra en íslenska liðið en þeir geta komist upp fyrir Ísland með sigri. Íslenska landsliðið fór líka út til Tyrklands í lok síðustu undankeppni en strákarnir voru þá búnir að tryggja sig farseðilinn á EM í Frakklandi 2016. Tyrkir unnu leikinn 1-0 og tryggðu sér með því sæti á EM en Heimir segir að íslenska liðið græði mikið á því að hafa spilað þennan leik út í Tyrklandi fyrir tveimur árum. „Það er mikið undir, það verður stemmning og það verða læti. Það kæmi ekki á óvart að einhver spjöld kæmu í þessum leik,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum í dag. „Við gerum okkur grein fyrir því þegar við förum til Tyrklands og mætir Kósóvó hér heima að við getum átt mjög flotta frammistöðu en samt tapað. Þetta eru það jöfn lið að það er ekkert sjálfgefið að við fáum þrjú stig þrátt fyrir góða frammistöðu,“ sagði Heimir.„Tyrkir eru sterkir á heimavelli og tapa ekki mörgum stigum þar. Það eru fjögur lið í góðri stöðu í riðlinum og með örlögin í sínum höndum. Þetta eru ekki við sem eigum þetta því það eru fjögur lið í góðri stöðu. Fjögur stig ættu að vera nægjanleg til að ná öðru sæti en sex stigi væru auðvitað betra,“ sagði Heimir. Tyrkir hafa ekki tapað stigi á heimavelli sínum og unnu Króatíu, 1-0 í síðasta leik. Þeir hafa bara fengið á sig eitt mark á heimavelli. „Við höfum spilað út í Tyrklandi í leik sem skipti öllu máli fyrir Tyrkir líkt og þessi. Það er hrikalega gott að hafa spilað þann leik því það er mikil reynsla sem fór inn í hópinn í þeim leik. Það er gott að geta klippt til ýmsa þætti eins og stemmninguna á vellinum, lætin og umgjörðina. Bara til að setja þá í þá stöðu að vera þarna aftur í huganum,“ sagði Heimir. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í riðlinum fyrir lokaumferðina. ABCDEFGHI2. umf. Sjá alla Sun 11.júnKl. 16:00Finnland1-2ÚkraínaSun 11.júnKl. 18:45Ísland1-0KróatíaSun 11.júnKl. 18:45Kosovo1-4TyrklandLau 2.sepKl. 16:00Finnland-ÍslandLau 2.sepKl. 18:45Úkraína-TyrklandLau 2.sepKl. 18:45Króatía-Kosovo StaðanLUJTMS1.Króatía641111-2132.Ísland64119-6133.Tyrkland632111-6114.Úkraína63219-5115.Finnland60154-1016.Kosovo60153-181
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira