Aron Einar lék ekki með Cardiff City í síðasta leik liðsins vegna meiðsla.
Á blaðamannafundinum þar sem landsliðshópurinn var tilkynntur sagði Heimir Hallgrímsson að Aron Einar væri tæpur og ekki væri 100% visst að hann gæti spilað leikina gegn Tyrklandi og Kósovó.
Að sögn Heimis er Aron Einar tognaður í „einhvers konar rassvöðva“ og það kemur í ljós þegar nær dregur hvort hann geti verið með í leikjunum mikilvægu.
Hópinn má sjá hér að neðan.
