Keyra hringinn á rafbílum til að vekja athygli á sjálfbærni í samgöngum Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2017 09:08 Skúli Skúlason, Friðrik Larsen og Jón Trausti Ólafsson brosmildir við Nissan Leaf og Kia Soul EV rafbílana. Ráðstefnan Charge - Energy Branding verður haldin í Hörpunni í annað sinn 9. og 10. október næstkomandi. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvöll fyrir orkufyrirtæki og aðila tengda orku sem hafa það að markmiði að láta orkufyrirtæki tengja betur við fólk í gegnum mörkun (e. branding). Fyrirlesarar og gestir koma frá stærstu orkufyrirtækjum í Evrópu, Eurelectric - samtökum orkufyrirtækja í Evrópu, Evrópusambandinu auk nokkurra stórra nafna frá Bandaríkjunum. Þá mun borgarstjóri Vaasa í Finnlandi ræða um uppbyggingu borgarinnar sem vörumerkis í orku og aðilar frá stórum alþjóðlegum auglýsingastofum munu flytja erindi tengd orkumálum. Eitt þema ráðstefnunnar snýr að rafbílum og sjálfbærni í samgöngum. Bílaumboðin Askja og BL eru samstarfsaðilar ráðstefnunnar.Tveir Bretar munu aka hringinn á rafbílumTveir Bretar Stuart McBain og Mark Gorecki munu keyra hringinn í kringum landið á tveimur rafbílum vikuna fyrir ráðstefnuna. Annar þeirra ekur Nissan Leaf frá BL og hinn ekur Kia Soul EV frá Öskju. Bílarnir eru óbreyttir og engar vararafhlöður verða með í för. ,,Með ferðinni ætla þeir að sýna fram á að það er raunhæfur kostur að skipta yfir í rafmagnsbíl og nota græna orku við samgöngur,” segir Friðrik Larsen stjórnarformaður ráðstefnunnar. Friðrik er eigandi Larsen Energy Branding sem heldur ráðstefnuna. ,,Bretarnir komu til Íslands í fyrra og sögðust þá ætla að koma á ráðstefnuna það sem eftir væri ævinnar því þeir voru svo ánægðir með hana. Þetta eru hugsjónarmenn og þeir voru t.d. fyrstir að keyra í kringum Bretland á rafmagnsbíl og ætla næst að keyra eftir Miðbaug. Þeir hlaða víða um landið m.a. á hótelum og veitingastöðum. Það er ekkert mál að komast hringinn á rafmagnsbíl ef maður skipuleggur sig aðeins fyrirfram. Bretarnir ætla að sýna þetta og sanna með ferð sinni.Mamman með og breski sendiherrannÞað er gaman að segja frá því að mamma annars þeirra fer hringinn með þeim. Hún er 81 árs að aldri og klár í slaginn. Breski sendiherrann á Íslandi, Chris Donbavand, mun sitja í með öðrum þeirra frá Varmahlíð til Akureyrar og halda þar fund. Hann er mjög opinn fyrir hugmyndafræðinni varðandi ráðstefnuna og rafbíla,” segir Friðrik. Bretarnir leggja af stað úr Reykjavík á hádegi á laugardag. Þeir ætla að keyra hringinn á átta dögum og koma til baka deginum fyrir ráðstefnuna. ,,Við erum búin að bjóða rafbílaeigendum að mæta þá og keyra með þeim út úr bænum. Það væri gaman að fá rafbílalest til að fylgja þeim úr hlaði. Við hvetjum líka raf- og tvinnbíla eigendur á Íslandi til að slást í för með þeim hluta úr leið þeirra um landið og hjálpa til við að vekja athygli á því að tíminn er kominn til að ferðast um á grænni orku,” segir Friðrik. Annar ökumannannna, Stuart McBain, mun halda fyrirlestur á ráðstefnunni. Friðrik segir að Stuart muni ekki einungis tala um rafbíla heldur sjálfbærni í heild sinni á Íslandi í tengslum við rafvæðingu samgangna. ,,Það er nákvæmlega það sem við þurfum hér heima. Sér í lagi mun hann skora á ,,range anxiety"-mýtuna, þ.e. að þú komist ekki á leiðarenda ef þú ert á rafmagnsbíl,” segir hann. Hægt er að fylgjast með för þeirra Stuart og Mark á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #chargearoundiceland. Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent
Ráðstefnan Charge - Energy Branding verður haldin í Hörpunni í annað sinn 9. og 10. október næstkomandi. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvöll fyrir orkufyrirtæki og aðila tengda orku sem hafa það að markmiði að láta orkufyrirtæki tengja betur við fólk í gegnum mörkun (e. branding). Fyrirlesarar og gestir koma frá stærstu orkufyrirtækjum í Evrópu, Eurelectric - samtökum orkufyrirtækja í Evrópu, Evrópusambandinu auk nokkurra stórra nafna frá Bandaríkjunum. Þá mun borgarstjóri Vaasa í Finnlandi ræða um uppbyggingu borgarinnar sem vörumerkis í orku og aðilar frá stórum alþjóðlegum auglýsingastofum munu flytja erindi tengd orkumálum. Eitt þema ráðstefnunnar snýr að rafbílum og sjálfbærni í samgöngum. Bílaumboðin Askja og BL eru samstarfsaðilar ráðstefnunnar.Tveir Bretar munu aka hringinn á rafbílumTveir Bretar Stuart McBain og Mark Gorecki munu keyra hringinn í kringum landið á tveimur rafbílum vikuna fyrir ráðstefnuna. Annar þeirra ekur Nissan Leaf frá BL og hinn ekur Kia Soul EV frá Öskju. Bílarnir eru óbreyttir og engar vararafhlöður verða með í för. ,,Með ferðinni ætla þeir að sýna fram á að það er raunhæfur kostur að skipta yfir í rafmagnsbíl og nota græna orku við samgöngur,” segir Friðrik Larsen stjórnarformaður ráðstefnunnar. Friðrik er eigandi Larsen Energy Branding sem heldur ráðstefnuna. ,,Bretarnir komu til Íslands í fyrra og sögðust þá ætla að koma á ráðstefnuna það sem eftir væri ævinnar því þeir voru svo ánægðir með hana. Þetta eru hugsjónarmenn og þeir voru t.d. fyrstir að keyra í kringum Bretland á rafmagnsbíl og ætla næst að keyra eftir Miðbaug. Þeir hlaða víða um landið m.a. á hótelum og veitingastöðum. Það er ekkert mál að komast hringinn á rafmagnsbíl ef maður skipuleggur sig aðeins fyrirfram. Bretarnir ætla að sýna þetta og sanna með ferð sinni.Mamman með og breski sendiherrannÞað er gaman að segja frá því að mamma annars þeirra fer hringinn með þeim. Hún er 81 árs að aldri og klár í slaginn. Breski sendiherrann á Íslandi, Chris Donbavand, mun sitja í með öðrum þeirra frá Varmahlíð til Akureyrar og halda þar fund. Hann er mjög opinn fyrir hugmyndafræðinni varðandi ráðstefnuna og rafbíla,” segir Friðrik. Bretarnir leggja af stað úr Reykjavík á hádegi á laugardag. Þeir ætla að keyra hringinn á átta dögum og koma til baka deginum fyrir ráðstefnuna. ,,Við erum búin að bjóða rafbílaeigendum að mæta þá og keyra með þeim út úr bænum. Það væri gaman að fá rafbílalest til að fylgja þeim úr hlaði. Við hvetjum líka raf- og tvinnbíla eigendur á Íslandi til að slást í för með þeim hluta úr leið þeirra um landið og hjálpa til við að vekja athygli á því að tíminn er kominn til að ferðast um á grænni orku,” segir Friðrik. Annar ökumannannna, Stuart McBain, mun halda fyrirlestur á ráðstefnunni. Friðrik segir að Stuart muni ekki einungis tala um rafbíla heldur sjálfbærni í heild sinni á Íslandi í tengslum við rafvæðingu samgangna. ,,Það er nákvæmlega það sem við þurfum hér heima. Sér í lagi mun hann skora á ,,range anxiety"-mýtuna, þ.e. að þú komist ekki á leiðarenda ef þú ert á rafmagnsbíl,” segir hann. Hægt er að fylgjast með för þeirra Stuart og Mark á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #chargearoundiceland.
Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent