Roma vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið lagði Qarabag frá Aserbaídjan á útivelli, 2-1.
Leikurinn var sá fyrsti af átta í Meistaradeildinni í kvöld en hann fór fram á heimavelli Qarabag í Aserbaídjan.
Rómverjar byrjuðu frábærlega og komust í 2-0 með mörkum Konstantinos Manolas á 7. mínútu leiksins og Edins Dzeko á 15. mínútu.
Pedro Henrique minnkaði muninn á 28. mínútu og staðan í hálfleik, 2-1. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og innbyrtu Rómverjar því mikilvægan sigur.
Roma gerði jafntefli við Atlético Madrid í fyrstu umferð og er því með fjögur stig eftir tvær umferðir en Qarabag er án stiga.
Dzeko tryggði Roma sigurinn í Aserbaídjan

Mest lesið





Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn