Kosningar og kartöfluskortur Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2017 07:00 Maður tekur alls konar ákvarðanir í þessu lífi. Sumar eru góðar, sumar eru slæmar og sumar eru hvort tveggja. Fyrir mánuði síðan missti ég eiginlega út úr mér við konuna að ég ætlaði ekki að borða kolvetni fram að jólum. Í einhverri þrjósku ákvað ég svo að viðhalda því og hef ég því ekki látið mér til munns neitt sem inniheldur þann draum sem kolvetni eru. Þetta er náttúrlega það leiðinlegasta sem ég hef gert þó svo að árangurinn sé sjáanlegur. Það er voða gaman og allt það, en hafið þið verið án kartaflna??! Vitið þið hvað þetta undraverða rótargrænmeti er gott, sama í hvaða mynd það er? Þið kunnið ekki að meta þessa hógværu fegurð sem kartaflan er fyrr en þið kveðjið hana í mánuð eða svo. Mig dreymir dansandi bakaðar kartöflur í rigningu sem er sýrður rjómi og graslaukur. Hoppandi glaðar franskar leika um huga mér á meðan ég borða enn eitt kjúklingasalatið. Beljur verða öfundsjúkar yfir öllu grasinu sem ég er búinn að borða síðasta mánuðinn. Eins og þetta kolvetnislausa líf sé ekki nógu erfitt þá er nú búið að boða til kosninga. Frábært. Mánuður af fésbókar-statusum um að þessi flokkur sé drasl og þeir sem kjósa hann séu heimskir. Mánuður af upp til hópa glötuðum pólitíkusum að ráðast á hver annan í beinni útsendingu í staðinn fyrir að tala um málefnin og fólkið í landinu. Fólkinu sem það á að þjóna. Ég mun allavega fylgjast vel með því sem stjórnmálamennirnir segja um íslenska garðyrkjubændur og hvernig eigi að vernda það ágæta fólk. Það er nefnilega eins gott að það verði til kartöflur fyrir mig þegar jólin banka á dyrnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Maður tekur alls konar ákvarðanir í þessu lífi. Sumar eru góðar, sumar eru slæmar og sumar eru hvort tveggja. Fyrir mánuði síðan missti ég eiginlega út úr mér við konuna að ég ætlaði ekki að borða kolvetni fram að jólum. Í einhverri þrjósku ákvað ég svo að viðhalda því og hef ég því ekki látið mér til munns neitt sem inniheldur þann draum sem kolvetni eru. Þetta er náttúrlega það leiðinlegasta sem ég hef gert þó svo að árangurinn sé sjáanlegur. Það er voða gaman og allt það, en hafið þið verið án kartaflna??! Vitið þið hvað þetta undraverða rótargrænmeti er gott, sama í hvaða mynd það er? Þið kunnið ekki að meta þessa hógværu fegurð sem kartaflan er fyrr en þið kveðjið hana í mánuð eða svo. Mig dreymir dansandi bakaðar kartöflur í rigningu sem er sýrður rjómi og graslaukur. Hoppandi glaðar franskar leika um huga mér á meðan ég borða enn eitt kjúklingasalatið. Beljur verða öfundsjúkar yfir öllu grasinu sem ég er búinn að borða síðasta mánuðinn. Eins og þetta kolvetnislausa líf sé ekki nógu erfitt þá er nú búið að boða til kosninga. Frábært. Mánuður af fésbókar-statusum um að þessi flokkur sé drasl og þeir sem kjósa hann séu heimskir. Mánuður af upp til hópa glötuðum pólitíkusum að ráðast á hver annan í beinni útsendingu í staðinn fyrir að tala um málefnin og fólkið í landinu. Fólkinu sem það á að þjóna. Ég mun allavega fylgjast vel með því sem stjórnmálamennirnir segja um íslenska garðyrkjubændur og hvernig eigi að vernda það ágæta fólk. Það er nefnilega eins gott að það verði til kartöflur fyrir mig þegar jólin banka á dyrnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun