Góð bílasala í Evrópu í ár Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2017 14:08 Bílaumferð í Róm, en á Ítalíu var vöxtur í bílasölu 16% í ágúst. Sala nýrra bíla í Evrópu hefur verið með besta móti það sem af er ári og er 4,4% vöxtur á fyrstu 8 mánuðunum borið saman við sama tíma í fyrra. Söluaukningin í ágúst nam 5,5%. Alls seldust 10,56 milljón bílar í Evrópu til loka ágúst og ef samskonar sala verður á síðustu 4 mánuðum ársins verður heildarsalan hátt í 16 milljón bílar. Það mun slá hátt í bílasöluna sem í stefnir í Bandaríkjunum í ár. Aukningin var nokkuð misjöfn á milli landa í ágúst og var hæst á Ítalíu, eða 16%. Á Spáni var hún 13%, í Frakklandi 9,3% og 3,5% í Þýskalandi. Í Bretlandi var hinsvegar 6,4% samdráttur og í Belgíu um 8,1%. Verst var salan á Írlandi, sem minnkaði um 21%. Sama má segja um bílaframleiðendur, árangur þeirra er einnig æði misjafn á ágúst. Nissan naut 17% vaxtar, Skoda 15%, Renault 13%, Toyota 13%, Seat 12%, Peugeot 11%, Fiat Chrysler 9,8%, Mercedes Benz 9,1%, Citroen 5,8%, Audi 5% og BMW 3,8%. Söluminnkun varð hjá Volkswagen um 4,4%, Porsche 10% og Ford sem nam 3,5%. Talsverð aukning varð á bílasölu í Evrópu í fyrra miðað við árið 2015 og þessi aukning virðist ætla að halda áfram og það sama á við bílasölu á Íslandi. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent
Sala nýrra bíla í Evrópu hefur verið með besta móti það sem af er ári og er 4,4% vöxtur á fyrstu 8 mánuðunum borið saman við sama tíma í fyrra. Söluaukningin í ágúst nam 5,5%. Alls seldust 10,56 milljón bílar í Evrópu til loka ágúst og ef samskonar sala verður á síðustu 4 mánuðum ársins verður heildarsalan hátt í 16 milljón bílar. Það mun slá hátt í bílasöluna sem í stefnir í Bandaríkjunum í ár. Aukningin var nokkuð misjöfn á milli landa í ágúst og var hæst á Ítalíu, eða 16%. Á Spáni var hún 13%, í Frakklandi 9,3% og 3,5% í Þýskalandi. Í Bretlandi var hinsvegar 6,4% samdráttur og í Belgíu um 8,1%. Verst var salan á Írlandi, sem minnkaði um 21%. Sama má segja um bílaframleiðendur, árangur þeirra er einnig æði misjafn á ágúst. Nissan naut 17% vaxtar, Skoda 15%, Renault 13%, Toyota 13%, Seat 12%, Peugeot 11%, Fiat Chrysler 9,8%, Mercedes Benz 9,1%, Citroen 5,8%, Audi 5% og BMW 3,8%. Söluminnkun varð hjá Volkswagen um 4,4%, Porsche 10% og Ford sem nam 3,5%. Talsverð aukning varð á bílasölu í Evrópu í fyrra miðað við árið 2015 og þessi aukning virðist ætla að halda áfram og það sama á við bílasölu á Íslandi.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent