Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Sveinn Arnarsson skrifar 27. september 2017 06:00 Gífurleg uppbygging hefur orðið á sunnanverðum Vestfjörðum vegna laxeldis. vísir/egill aðalsteinsson Botndýralíf í Patreksfirði hefur tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi við Hlaðseyri. Sýnatökur síðastliðinn vetur benda til mikillar uppsöfnunar lífræns úrgangs sem berst síðan með straumum inn fjörðinn. Brennisteinsfnykur var af þeim setlögum sem rannsökuð voru. Um 3.500 tonn voru í kvíunum þegar mest var. Arnarlax ætlar að færa kvíarnar annað. Arnarlax óskaði eftir botnsýnatöku við Hlaðseyri í Patreksfirði á síðasta ári og vann Náttúrustofa Vestfjarða rannsóknina. Fyrirtækið var að reyna að fá alþjóðlega ASC-vottun sem er vottun fyrir ábyrgt og sjálfbært fiskeldi í sjó. Fyrirtækið stóðst ekki kröfur staðalsins. Svæðið sem kannað var samanstóð af tíu kvíum, samtals rúmum fimm hundruð metrum í þvermál. Í niðurstöðum sýnatökunnar segir að dreifing lífræns úrgangs hafi ekki verið jöfn umhverfis kvíarnar og að brennisteinslykt hafi verið af setlögum sem tekin voru upp úr sjó. Brennisteinslykt gefur til kynna uppsöfnun lífræns úrgangs við kvíarnar og umhverfis þær. Einnig kemur fram að straumur virtist flytja lífrænan úrgang inn fjörðinn í stað þess að ýta honum út fjörðinn. Ef áfram heldur sem horfir mun lífrænn úrgangur safnast saman innar í Patreksfirði og valda frekari mengun þar. Einnig kom fram mikil einsleitni í botndýraflóru við sumar kvíar og innst í firðinum. „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. „Þetta staðfestir niðurstöður hvíldarsýnatöku sem bentu til að svæðið hefði ekki fengið nógan tíma til að jafna sig eftir síðasta eldistímabil.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, segir það á hreinu að Arnarlax muni ekki setja út fisk aftur á þessum stað. Kvíarnar verði færðar. „Við erum búin að slátra úr kvíunum og munum svo setja kvíarnar annað. Þessi staðsetning uppfyllir ekki þau skilyrði sem við setjum umhverfinu okkar,“ segir Kristian. Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Botndýralíf í Patreksfirði hefur tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi við Hlaðseyri. Sýnatökur síðastliðinn vetur benda til mikillar uppsöfnunar lífræns úrgangs sem berst síðan með straumum inn fjörðinn. Brennisteinsfnykur var af þeim setlögum sem rannsökuð voru. Um 3.500 tonn voru í kvíunum þegar mest var. Arnarlax ætlar að færa kvíarnar annað. Arnarlax óskaði eftir botnsýnatöku við Hlaðseyri í Patreksfirði á síðasta ári og vann Náttúrustofa Vestfjarða rannsóknina. Fyrirtækið var að reyna að fá alþjóðlega ASC-vottun sem er vottun fyrir ábyrgt og sjálfbært fiskeldi í sjó. Fyrirtækið stóðst ekki kröfur staðalsins. Svæðið sem kannað var samanstóð af tíu kvíum, samtals rúmum fimm hundruð metrum í þvermál. Í niðurstöðum sýnatökunnar segir að dreifing lífræns úrgangs hafi ekki verið jöfn umhverfis kvíarnar og að brennisteinslykt hafi verið af setlögum sem tekin voru upp úr sjó. Brennisteinslykt gefur til kynna uppsöfnun lífræns úrgangs við kvíarnar og umhverfis þær. Einnig kemur fram að straumur virtist flytja lífrænan úrgang inn fjörðinn í stað þess að ýta honum út fjörðinn. Ef áfram heldur sem horfir mun lífrænn úrgangur safnast saman innar í Patreksfirði og valda frekari mengun þar. Einnig kom fram mikil einsleitni í botndýraflóru við sumar kvíar og innst í firðinum. „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. „Þetta staðfestir niðurstöður hvíldarsýnatöku sem bentu til að svæðið hefði ekki fengið nógan tíma til að jafna sig eftir síðasta eldistímabil.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, segir það á hreinu að Arnarlax muni ekki setja út fisk aftur á þessum stað. Kvíarnar verði færðar. „Við erum búin að slátra úr kvíunum og munum svo setja kvíarnar annað. Þessi staðsetning uppfyllir ekki þau skilyrði sem við setjum umhverfinu okkar,“ segir Kristian.
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira