Moskva bíður eftir Manchester United Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. september 2017 06:00 Það var létt yfir Mourinho á fundinum í gær. vísir/getty Manchester United á góðar minningar frá Moskvu. Þar varð félagið Meistaradeildarmeistari árið 2008 eftir dramatískan úrslitaleik gegn Chelsea þar sem úrslit réðust ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Það eru engin slík verðlaun í boði í kvöld er liðið sækir CSKA Moskvu heim í A-riðli Meistaradeildarinnar. Þetta er toppslagur í riðlinum enda unnu bæði lið sína leiki í fyrstu umferð. Man. Utd lagði Basel á heimavelli á meðan CSKA sótti sterkan útisigur gegn Benfica í Portúgal. Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið lenda saman í riðli í Meistaradeildinni og CSKA hefur aldrei náð að vinna. Liðin hafa þó tvisvar gert jafntefli í fjórum leikjum. Í Moskvu fór 0-1 fyrir United en árið 2015 gerðu liðin 1-1 jafntefli. Man. Utd verður án Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Carrick en þeir eru allir meiddir. Allt miðjumenn og munar um minna. „Við eigum ekki margar lausnir en munum reyna að setja saman lið fyrir þennan leik sem hefur gæði og jafnvægi. Takmarkið er alltaf að sækja til sigurs,“ segir Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, en hann segist eiga eftir að sakna Fellaini sérstaklega mikið en hann meiddist í leiknum gegn Southampton á dögunum. „Hann var heppinn að meiðast ekki verr en ella. Hann hefði getað verið lengur frá en ég reikna ekki með honum næstu vikurnar.“ Margir bíða slefandi af spennu fyrir leik PSG og Bayern en þar fær franska ofurliðið loksins verðugan andstæðing í vetur. Lið PSG var mjög gott en viðbótin með Neymar og Kylian Mbappé gerir liðið auðvitað stórkostlegt. Joshua Kimmich, varnarmaður Bayern, bíður mjög spenntur eftir því að fá tækifæri til þess að glíma við Neymar. „Ég er ekkert hræddur við að mæta Neymar. Bara spenntur. Neymar er sá besti í heiminum einn á einn þannig að það verður einstaklega gaman að glíma við hann,“ sagði Þjóðverjinn brattur. „Maður æfir alla daga fyrir svona leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta.“ Þessi lið munu klárlega berjast um toppsætið í þessum riðli en PSG valtaði yfir Celtic í fyrstu umferð, 5-0, á meðan Bayern vann sannfærandi 3-0 sigur á Anderlecht. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Manchester United á góðar minningar frá Moskvu. Þar varð félagið Meistaradeildarmeistari árið 2008 eftir dramatískan úrslitaleik gegn Chelsea þar sem úrslit réðust ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Það eru engin slík verðlaun í boði í kvöld er liðið sækir CSKA Moskvu heim í A-riðli Meistaradeildarinnar. Þetta er toppslagur í riðlinum enda unnu bæði lið sína leiki í fyrstu umferð. Man. Utd lagði Basel á heimavelli á meðan CSKA sótti sterkan útisigur gegn Benfica í Portúgal. Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið lenda saman í riðli í Meistaradeildinni og CSKA hefur aldrei náð að vinna. Liðin hafa þó tvisvar gert jafntefli í fjórum leikjum. Í Moskvu fór 0-1 fyrir United en árið 2015 gerðu liðin 1-1 jafntefli. Man. Utd verður án Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Carrick en þeir eru allir meiddir. Allt miðjumenn og munar um minna. „Við eigum ekki margar lausnir en munum reyna að setja saman lið fyrir þennan leik sem hefur gæði og jafnvægi. Takmarkið er alltaf að sækja til sigurs,“ segir Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, en hann segist eiga eftir að sakna Fellaini sérstaklega mikið en hann meiddist í leiknum gegn Southampton á dögunum. „Hann var heppinn að meiðast ekki verr en ella. Hann hefði getað verið lengur frá en ég reikna ekki með honum næstu vikurnar.“ Margir bíða slefandi af spennu fyrir leik PSG og Bayern en þar fær franska ofurliðið loksins verðugan andstæðing í vetur. Lið PSG var mjög gott en viðbótin með Neymar og Kylian Mbappé gerir liðið auðvitað stórkostlegt. Joshua Kimmich, varnarmaður Bayern, bíður mjög spenntur eftir því að fá tækifæri til þess að glíma við Neymar. „Ég er ekkert hræddur við að mæta Neymar. Bara spenntur. Neymar er sá besti í heiminum einn á einn þannig að það verður einstaklega gaman að glíma við hann,“ sagði Þjóðverjinn brattur. „Maður æfir alla daga fyrir svona leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta.“ Þessi lið munu klárlega berjast um toppsætið í þessum riðli en PSG valtaði yfir Celtic í fyrstu umferð, 5-0, á meðan Bayern vann sannfærandi 3-0 sigur á Anderlecht.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira