Gunnar Bragi lét þingheim heyra það: Sagði jafnmikilvægt að leysa vanda sauðfjárbænda og flóttabarna Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2017 16:24 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Stefán „Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?,“ spurði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag og vísaði þar til þess ekki væri verið að leysa á vanda sauðfjárbænda á lokadegi Alþingis. Þrjú mál voru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það voru frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga. Breytingar á útlendingalögum miðast að því hvernig umsóknir barna um hæli eru afgreiddar hér á landi en Gunnar Bragi sagðist ekki taka undir með þingflokksformanni Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, að mikilvægasta málið á þingi í dag væri að koma börnum í skjól. „Það er mikilvægt mál, en það er jafn mikilvægt að koma til móts og bjarga fjölskyldum bú- og sauðfjárbænda sem enginn hefur nefnt hér í þessum sal,“ sagði Gunnar Bragi. „Nú ranghvolfa sumir þingmenn augunum, en mig langar bara að vita; Hverjir komur í veg fyrir það að hægt var að leysa þau mál hér fyrir þinglok? Hverjir stóðu að því? Mér er sagt að það hafi verið rætt á fundi formanna að leysa þau mál en ekki hafi um það náðst samkomulag.“ Á þingflokksfundi í síðustu viku greindi Gunnar Bragi frá því að ef málefni sauðfjárbænda yrði skilin út undan tæki hann ekki þátt í að afgreiða þessi mál sem eru á dagskrá. „Því það mál sem ég nefndi hér, fjölskyldur, býli, framtíð, atvinna sauðfjárbændanna, er ekki minna mikilvægt heldur en þessi þrjú mál hér, svo því sé haldið til haga. Ég bið þingmenn að hafa það í huga.“ Alþingi Tengdar fréttir Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?,“ spurði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag og vísaði þar til þess ekki væri verið að leysa á vanda sauðfjárbænda á lokadegi Alþingis. Þrjú mál voru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það voru frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga. Breytingar á útlendingalögum miðast að því hvernig umsóknir barna um hæli eru afgreiddar hér á landi en Gunnar Bragi sagðist ekki taka undir með þingflokksformanni Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, að mikilvægasta málið á þingi í dag væri að koma börnum í skjól. „Það er mikilvægt mál, en það er jafn mikilvægt að koma til móts og bjarga fjölskyldum bú- og sauðfjárbænda sem enginn hefur nefnt hér í þessum sal,“ sagði Gunnar Bragi. „Nú ranghvolfa sumir þingmenn augunum, en mig langar bara að vita; Hverjir komur í veg fyrir það að hægt var að leysa þau mál hér fyrir þinglok? Hverjir stóðu að því? Mér er sagt að það hafi verið rætt á fundi formanna að leysa þau mál en ekki hafi um það náðst samkomulag.“ Á þingflokksfundi í síðustu viku greindi Gunnar Bragi frá því að ef málefni sauðfjárbænda yrði skilin út undan tæki hann ekki þátt í að afgreiða þessi mál sem eru á dagskrá. „Því það mál sem ég nefndi hér, fjölskyldur, býli, framtíð, atvinna sauðfjárbændanna, er ekki minna mikilvægt heldur en þessi þrjú mál hér, svo því sé haldið til haga. Ég bið þingmenn að hafa það í huga.“
Alþingi Tengdar fréttir Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55