RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2017 14:37 Sáttin er trúnaðarmál og mun Ríkisútvarpið ekki tjá sig frekar en það sem kemur fram í tilkynningu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, segja þær Margrét og Rakel. RÚV hefur fallist á sátt við lögmann Guðmundar Spartakusar um að honum verði greiddur málskostnaður og miskabætur vegna fyrirhugaðra málaferla hans á hendur RÚV. Á móti kemur að RÚV þarf ekki að biðjast afsökunar á þeim staðhæfingum sem um ræðir, né þarf ríkisstofnunin að draga þær til baka eða leiðrétta. Lögmaður Guðmundar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent frá sér tilkynningu um málið en vill ekki tjá sig frekar um það. Það vill fréttastjóri RÚV, Rakel Þorbergsdóttir ekki heldur gera en vísar til lögmanns stofnunarinnar. Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri vill hins vegar ekki upplýsa um hvað felist í sáttinni sem gerð var. Vísir hefur heimildir fyrir því að greiðslan sem stofnunin greiðir hlaupi á milljónum en það liggur ekki fyrir. „Sáttin er trúnaðarmál og mun Ríkisútvarpið ekki tjá sig frekar en það sem kemur fram í tilkynningu lögmanns Guðmundar,“ segir Margrét í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis um hvað fólst í sáttinni og hversu háa greiðslu RÚV þurfti að inna af hendi vegna málsins. Vísir hefur ákveðið að láta á það reyna hvort ríkisfjölmiðlinum sé stætt á að halda þeim upplýsingum leyndum og skotið málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í þeirri kæru er meðal annars vakin athygli á því að RÚV sé ríkisstofnun og sem slík rekin fyrir fé skattgreiðenda, þó hún kallist opinbert hlutafélag. Ummælin sem Guðmundur Spartakus fær bætt með bótum Til frekari glöggvunar þá eru téð ummæli eftirfarandi, en þau er að finna í stefnunni sem nú hefur verið horfið frá að fylgja eftir. Útvarpsfréttir, 15. janúar 2016, kl. 12:20, höfundur stefndi Jóhann Hlíðar Harðarson. 1. Lögreglan í Brasilíu telur að Íslendingur búsettur í Paraguay sé einn af höfuðpaurum í stórum eiturlyfjahring sem smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. 2. Paraguayska dagblaðið ABC fjallar með ítarlegum hætti um Guðmund Spartakus Ómarsson í gærkvöldi. Þar hefur blaðamaður eftir lögreglumönnum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu að Guðmundur sé talinn halda til á svæðinu nálægt landamærum Paraguay og Brasilíu. Hann sé einn af valdamestu mönnum umfangsmikils eiturlyfahrings sem smygli E-töflum frá Evrópu til Suður-Ameríku og kókaíni frá Suður-Ameríku til Evrópu. Smyglið fari í gegnum Brasilíu. Brasilísku lögreglumennirnir benda á að að þeir hafi handtekið Brasilíumenn og Íslendinga sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar Spartakusar og smygla áttu efnum á milli Evrópu og Suður-Ameríku. 3. Dæmi um slík burðardýr á vegum Guðmundar sé brasilísk stúlka sem hafi verið handtekinn á flugvellinum í Rio De Janeiro. Í farangri hennar hafi fundist 46 þúsund E-pillur. 4. Nafn Guðmundar dúkkaði upp í fjölmiðlum í tengslum við leitina að Friðriki Kristjánssyni en hans hefur verið saknað í tæp 3 ár. Síðast sást til hans í Paraguay. Blaðamaðurinn sem skrifaði greinina, sagði í samtali við fréttastofu að Guðmundur væri talinn afar hættulegur og ofbeldisfullur. 5. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum innan brasilísku lögreglunnar að Guðmundur Spartakus sé einn höfuðpaura smyglhrings sem teygir starfsemi sína til Salto Del Guaira, Concepción og brasilískra bæja við landamæri Brasilíu og Paraguay. 6. Sömu heimildir herma að Guðmundur Spartakus noti fölsuð skilríki í Paraguay. Útvarpsfréttir, 15. janúar 2016, kl. 18:00, höfundur stefndi Jóhann Hlíðar Harðarson. 1. Unga fólkið sem var handtekið um jólin í norðurhluta Brasilíu með 4 kíló af kókaíni nafngreindi Guðmund Spartakus Ómarsson við yfirheyrslur og sagði hann einn valdamesta eiturlyfjasmyglarann sem starfaði á þessu svæði. 2. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Brasilíu nefndi íslenska parið sérstaklega við yfirheyrslur að Guðmundur Spartakus væri einn af umsvifamestu eiturlyfjasmyglurnum á þessu svæði. Hann segir að eiturlyfjahringurinn þar sem Guðmundur Spartakus starfi sé um margt óvenjulegur. 3. Burðardýrin á vegum Guðmundar Spartakusar og félaga hans fari öðruvísi að. Burðardýrin fljúgi með kókaínið til Madríd eða Lissabon og eftir að hafa fengið greitt fyrir efnin þá þau fyrir e-töflur sem þau smygla síðan aftur til Brasilíu og þaðan er þeim dreift um Suður – Ameríku. 4. Heimildarmenn Cándido innan brasilísku lögreglunnar segja að um gríðarlega mikið magn eiturlyfja sé að ræða ... 5. Cándido hefur fjallað um og rannsakað feril Guðmundar Spartakusar Ómarssonar sem hann segir búa í Paragvæ og vera valdamikinn í fíkniefnaheiminum. 6. Eiturlyfjasmyglararnir ráði yfir miklum fjármunum, þeir séu óspart notaðir til þess að komast hjá handtökum og refsingu. Því hafi yfirvöld ekki mikinn áhuga á að deila upplýsingum til annarra landa til þess að liðka fyrir handtöku þessara glæpamanna. 7. Íslenskt par sem var handtekið um jólin í norðurhluta Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni sagði við yfirheyrslur að Guðmundur Spartakus Ómarsson væri einn valdamesti eiturlyfjasmyglarinn á svæðinu. 8. Blaðamaðurinn Cándido Figueredo Ruiz sem hefur fjallað um umsvif eiturlyfjastarfsemi í Paragvæ og Brasilíu í rúm 20 ár fullyrðir að Guðmundur Spartakus sé við hestaheilsu og að hann sé afar valdamikill í innsta hring eiturlyfjaviðskipta í þessum löndum. 9. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Brasilíu nefndi íslenska parið sérstaklega við yfirheyrslur að Guðmundur Spartakus væri einn af umsvifamestu eiturlyfjasmyglurunum á þessu svæði. Útvarpsfréttir, 15. janúar 2016, kl. 08:00, flytjandi stefndi Pálmi Jónasson. 1. Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem ekkert hefur spurt til í rúm tvö ár, er samkvæmt lögreglunni í Paragvæ valdamikill eiturlyfjasmyglari með viðamikla starfsemi þar og í Brasilíu. 2. Íslenska lögreglan er sögð leita Guðmundar í tengslum við hvarf annars Íslendings sem síðast sást í Paragvæ og að Guðmundur sé talinn viðriðinn hvarf hans. 3. Heimildarmenn blaðamanns ABC úr röðum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu segja Guðmund einn höfuðpauranna á bak við umfangsmikið smygl kókaíns frá Suður-Ameríku til Evrópu og e-taflna frá Evrópu til Suður-Ameríku. 4. Í janúar var greint frá því að paragvæska dagblaðið ABC Color fullyrti að Guðmundur Spartakus Ómarsson væri einn valdamesti fíkniefnasmyglari á svæðinu. Blaðamaðurinn Candido Figueredo Ruiz sagði jafnframt að parið hefði vísað á Guðmund Spartakus við yfirheyrslu. Miskabótakrafa. Þess er krafist að: A) Stefndi, Jóhann Hlíðar Harðarson verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 8.000.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. B) Stefndi, Rakel Þorbergsdóttir verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 1.000.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. C) Stefndi, Pálmi Jónasson verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 700.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. D) Stefndi, Hjálmar Friðriksson, verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 300.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. maí 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags Birtingarkrafa o.fl. Þess er krafist að forsendur og niðurstaða dóms í málinu verði birt á vefsvæðinu www.ruv.is og í útvarps- og sjónvarpsfréttum RÚV, eigi síðar en 7 dögum eftir dómsuppsögu, að viðlögðum dagssektum að fjárhæð krónur 50.000,-, fyrir hvern dag sem líður umfram áðurgreindan frest, án þess að birting fari fram. Þá er þess krafist að hin umstefndu ummæli sem tilgreind eru í stafliðum 1 til og með 28 hér að ofan verði fjarlægð úr gagnagrunni og af vefsvæði stefnda RÚV, www.ruv.is. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
RÚV hefur fallist á sátt við lögmann Guðmundar Spartakusar um að honum verði greiddur málskostnaður og miskabætur vegna fyrirhugaðra málaferla hans á hendur RÚV. Á móti kemur að RÚV þarf ekki að biðjast afsökunar á þeim staðhæfingum sem um ræðir, né þarf ríkisstofnunin að draga þær til baka eða leiðrétta. Lögmaður Guðmundar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent frá sér tilkynningu um málið en vill ekki tjá sig frekar um það. Það vill fréttastjóri RÚV, Rakel Þorbergsdóttir ekki heldur gera en vísar til lögmanns stofnunarinnar. Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri vill hins vegar ekki upplýsa um hvað felist í sáttinni sem gerð var. Vísir hefur heimildir fyrir því að greiðslan sem stofnunin greiðir hlaupi á milljónum en það liggur ekki fyrir. „Sáttin er trúnaðarmál og mun Ríkisútvarpið ekki tjá sig frekar en það sem kemur fram í tilkynningu lögmanns Guðmundar,“ segir Margrét í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis um hvað fólst í sáttinni og hversu háa greiðslu RÚV þurfti að inna af hendi vegna málsins. Vísir hefur ákveðið að láta á það reyna hvort ríkisfjölmiðlinum sé stætt á að halda þeim upplýsingum leyndum og skotið málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í þeirri kæru er meðal annars vakin athygli á því að RÚV sé ríkisstofnun og sem slík rekin fyrir fé skattgreiðenda, þó hún kallist opinbert hlutafélag. Ummælin sem Guðmundur Spartakus fær bætt með bótum Til frekari glöggvunar þá eru téð ummæli eftirfarandi, en þau er að finna í stefnunni sem nú hefur verið horfið frá að fylgja eftir. Útvarpsfréttir, 15. janúar 2016, kl. 12:20, höfundur stefndi Jóhann Hlíðar Harðarson. 1. Lögreglan í Brasilíu telur að Íslendingur búsettur í Paraguay sé einn af höfuðpaurum í stórum eiturlyfjahring sem smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. 2. Paraguayska dagblaðið ABC fjallar með ítarlegum hætti um Guðmund Spartakus Ómarsson í gærkvöldi. Þar hefur blaðamaður eftir lögreglumönnum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu að Guðmundur sé talinn halda til á svæðinu nálægt landamærum Paraguay og Brasilíu. Hann sé einn af valdamestu mönnum umfangsmikils eiturlyfahrings sem smygli E-töflum frá Evrópu til Suður-Ameríku og kókaíni frá Suður-Ameríku til Evrópu. Smyglið fari í gegnum Brasilíu. Brasilísku lögreglumennirnir benda á að að þeir hafi handtekið Brasilíumenn og Íslendinga sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar Spartakusar og smygla áttu efnum á milli Evrópu og Suður-Ameríku. 3. Dæmi um slík burðardýr á vegum Guðmundar sé brasilísk stúlka sem hafi verið handtekinn á flugvellinum í Rio De Janeiro. Í farangri hennar hafi fundist 46 þúsund E-pillur. 4. Nafn Guðmundar dúkkaði upp í fjölmiðlum í tengslum við leitina að Friðriki Kristjánssyni en hans hefur verið saknað í tæp 3 ár. Síðast sást til hans í Paraguay. Blaðamaðurinn sem skrifaði greinina, sagði í samtali við fréttastofu að Guðmundur væri talinn afar hættulegur og ofbeldisfullur. 5. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum innan brasilísku lögreglunnar að Guðmundur Spartakus sé einn höfuðpaura smyglhrings sem teygir starfsemi sína til Salto Del Guaira, Concepción og brasilískra bæja við landamæri Brasilíu og Paraguay. 6. Sömu heimildir herma að Guðmundur Spartakus noti fölsuð skilríki í Paraguay. Útvarpsfréttir, 15. janúar 2016, kl. 18:00, höfundur stefndi Jóhann Hlíðar Harðarson. 1. Unga fólkið sem var handtekið um jólin í norðurhluta Brasilíu með 4 kíló af kókaíni nafngreindi Guðmund Spartakus Ómarsson við yfirheyrslur og sagði hann einn valdamesta eiturlyfjasmyglarann sem starfaði á þessu svæði. 2. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Brasilíu nefndi íslenska parið sérstaklega við yfirheyrslur að Guðmundur Spartakus væri einn af umsvifamestu eiturlyfjasmyglurnum á þessu svæði. Hann segir að eiturlyfjahringurinn þar sem Guðmundur Spartakus starfi sé um margt óvenjulegur. 3. Burðardýrin á vegum Guðmundar Spartakusar og félaga hans fari öðruvísi að. Burðardýrin fljúgi með kókaínið til Madríd eða Lissabon og eftir að hafa fengið greitt fyrir efnin þá þau fyrir e-töflur sem þau smygla síðan aftur til Brasilíu og þaðan er þeim dreift um Suður – Ameríku. 4. Heimildarmenn Cándido innan brasilísku lögreglunnar segja að um gríðarlega mikið magn eiturlyfja sé að ræða ... 5. Cándido hefur fjallað um og rannsakað feril Guðmundar Spartakusar Ómarssonar sem hann segir búa í Paragvæ og vera valdamikinn í fíkniefnaheiminum. 6. Eiturlyfjasmyglararnir ráði yfir miklum fjármunum, þeir séu óspart notaðir til þess að komast hjá handtökum og refsingu. Því hafi yfirvöld ekki mikinn áhuga á að deila upplýsingum til annarra landa til þess að liðka fyrir handtöku þessara glæpamanna. 7. Íslenskt par sem var handtekið um jólin í norðurhluta Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni sagði við yfirheyrslur að Guðmundur Spartakus Ómarsson væri einn valdamesti eiturlyfjasmyglarinn á svæðinu. 8. Blaðamaðurinn Cándido Figueredo Ruiz sem hefur fjallað um umsvif eiturlyfjastarfsemi í Paragvæ og Brasilíu í rúm 20 ár fullyrðir að Guðmundur Spartakus sé við hestaheilsu og að hann sé afar valdamikill í innsta hring eiturlyfjaviðskipta í þessum löndum. 9. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Brasilíu nefndi íslenska parið sérstaklega við yfirheyrslur að Guðmundur Spartakus væri einn af umsvifamestu eiturlyfjasmyglurunum á þessu svæði. Útvarpsfréttir, 15. janúar 2016, kl. 08:00, flytjandi stefndi Pálmi Jónasson. 1. Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem ekkert hefur spurt til í rúm tvö ár, er samkvæmt lögreglunni í Paragvæ valdamikill eiturlyfjasmyglari með viðamikla starfsemi þar og í Brasilíu. 2. Íslenska lögreglan er sögð leita Guðmundar í tengslum við hvarf annars Íslendings sem síðast sást í Paragvæ og að Guðmundur sé talinn viðriðinn hvarf hans. 3. Heimildarmenn blaðamanns ABC úr röðum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu segja Guðmund einn höfuðpauranna á bak við umfangsmikið smygl kókaíns frá Suður-Ameríku til Evrópu og e-taflna frá Evrópu til Suður-Ameríku. 4. Í janúar var greint frá því að paragvæska dagblaðið ABC Color fullyrti að Guðmundur Spartakus Ómarsson væri einn valdamesti fíkniefnasmyglari á svæðinu. Blaðamaðurinn Candido Figueredo Ruiz sagði jafnframt að parið hefði vísað á Guðmund Spartakus við yfirheyrslu. Miskabótakrafa. Þess er krafist að: A) Stefndi, Jóhann Hlíðar Harðarson verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 8.000.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. B) Stefndi, Rakel Þorbergsdóttir verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 1.000.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. C) Stefndi, Pálmi Jónasson verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 700.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. D) Stefndi, Hjálmar Friðriksson, verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 300.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. maí 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags Birtingarkrafa o.fl. Þess er krafist að forsendur og niðurstaða dóms í málinu verði birt á vefsvæðinu www.ruv.is og í útvarps- og sjónvarpsfréttum RÚV, eigi síðar en 7 dögum eftir dómsuppsögu, að viðlögðum dagssektum að fjárhæð krónur 50.000,-, fyrir hvern dag sem líður umfram áðurgreindan frest, án þess að birting fari fram. Þá er þess krafist að hin umstefndu ummæli sem tilgreind eru í stafliðum 1 til og með 28 hér að ofan verði fjarlægð úr gagnagrunni og af vefsvæði stefnda RÚV, www.ruv.is.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira