Árangur á tíma Anthony í New York var lítill sem enginn enda lék liðið aðeins samtals 21 leik í úrslitakeppninni á síðustu sjö tímabilum og komst ekki í úrslitakeppnina undanfarin fjögur tímabil.
Sigurhlutfall New York Knicks liðsins á síðustu þremur tímabilum var aðeins 33 prósent eða bara 80 sigrar í 246 leikjum.
Darren Rovell lék sér að því að reikna út hvað Carmelo Anthony fékk í laun á hvern dag og á hvern leik þessi tæpu sjö ár sem hann var leikmaður New York Knicks.
Carmelo Anthony fékk alls 135,9 milljónir dollara fyrir sex tímabil og aðeins betur. 135,9 milljónir dollara eru 14,68 milljarðar íslenskra króna.
Hann fékk 313.933 dollara í laun á hvern leik sem gera 33,9 milljónir íslenskra króna.
$313,933: What the New York Knicks paid Carmelo Anthony PER GAME over the last 6 1/3 seasons.
Made $135.9 million.
— Darren Rovell (@darrenrovell) September 23, 2017
$56,444: What Carmelo Anthony made every day as player on the New York Knicks.
He was on the team for 2,404 days. pic.twitter.com/4lNVFBLoqw
— Darren Rovell (@darrenrovell) September 23, 2017
Carmelo Anthony hefur vanalega leikið mjög vel með stjörnufullum landsliðum Bandaríkjanna og því verður gaman að sjá hvað hann gerir sem liðsfélagi Russell Westbrook og Paul George hjá Oklahoma City Thunder. Það er jafnframt mikil pressa á Anthony ætli hann að losna við „lúsera“ stimpilinn.