Þúsundir börðust um 4300 miða á Kósóvóleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 09:45 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar tóku Úkraínumenn 2-0 á Laugardalsvelli á dögunum. Gylfi Þór fékk gult spjald í leiknum og er á hættusvæði fyrir Tyrklandsleikinn 6. október. Vísir/Anton Brink Færri munu komast að en vilja þegar strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu taka á móti Kósóvó í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Spilað verður á Laugardalsvelli mánudagskvöldið 9. október og setið verður í hverju sæti. Þremur dögum fyrr mæta okkar menn Tyrkjum í lykilleik ytra í leik sem má ekki tapast svo staða okkar manna verði sem best þegar Kósóvómenn mæta til Íslands. Stuðningsmenn gestanna verða af skornum skammti en knattspyrnusamband landsins nýtti sér ekki þá miða sem það átti rétt á. Svo til öll 9800 sætin á Laugardalsvelli verða því skipuð stuðningsmönnum Íslands. Miðasala á Kósóvóleikinn fór fram þriðjudaginn 12. september. Hófst hún á midi.is klukkan 12 og er óhætt að segja að færri hafi fengið miða en vildu. Þeir sem náðu ekki inn á slaginu 12, og þá erum við að tala um sekúnduspursmál, fengu ekki miða. Margir þurfa að sætta sig við að horfa á leikinn heima í stofu sem hefur reyndar verið tilfellið undanfarin ár þar sem uppselt hefur verið á hvern landsleikinn á fætur öðrum á Laugardalsvelli. Vísir sendi KSÍ fyrirspurn um hve margir miðar voru eftir þegar miðasalan fór í gang þann 12. september vegna þess hversu fáum tókst að tryggja sér miða þann dag. Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.Vísir Í svari frá framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz segir að rétt tæplega 2000 miðar hafi verið seldir almenningi á alla heimaleikina áður en undankeppnin hófst. Styrktaraðilar KSÍ fá að kaupa 1500-2000 miða fyrirfram. Þá eru 1500 miðar til viðbótar teknir frá fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA), handhafa A-skírteinis hjá KSÍ, fjölmiðlafólk, fatlaða, starfsmenn leiksins (vallarstarfsmenn, sjúkraflutningamenn, börubera) auk þess sem leikmenn og starfsmenn landsliðsins fá að kaupa miða. Þá eru sæti tekin frá fyrir lukkukrakkana sem leiða leikmenn inn á völlinn en samkvæmt heimildum Vísis er í flestum tilfellum um að ræða börn sem eiga foreldra sem starfa hjá styrktaraðilum KSÍ s.s. Icelandair, Borgun eða Landsbankanum. Eftir voru því um 4300 miðar og munaði þar um 700 miða sem Kósóvómenn höfðu rétt á en nýttu sér ekki. Annars hefðu verið 3600 miðar eftir. Fróðlegt hefði verið að sjá hve margir hefðu keypt sér miða á leikinn hefðu fleiri verið í boði. Vallarmetið á Laugardalsvelli er 20.204 en sá fjöldi var mættur á æfingaleik Íslands og Ítalíu sumarið 2004. Næstflestir mættu á leik Vals og Benfica í Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, 18.194 áhorfendur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Sjá meira
Færri munu komast að en vilja þegar strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu taka á móti Kósóvó í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Spilað verður á Laugardalsvelli mánudagskvöldið 9. október og setið verður í hverju sæti. Þremur dögum fyrr mæta okkar menn Tyrkjum í lykilleik ytra í leik sem má ekki tapast svo staða okkar manna verði sem best þegar Kósóvómenn mæta til Íslands. Stuðningsmenn gestanna verða af skornum skammti en knattspyrnusamband landsins nýtti sér ekki þá miða sem það átti rétt á. Svo til öll 9800 sætin á Laugardalsvelli verða því skipuð stuðningsmönnum Íslands. Miðasala á Kósóvóleikinn fór fram þriðjudaginn 12. september. Hófst hún á midi.is klukkan 12 og er óhætt að segja að færri hafi fengið miða en vildu. Þeir sem náðu ekki inn á slaginu 12, og þá erum við að tala um sekúnduspursmál, fengu ekki miða. Margir þurfa að sætta sig við að horfa á leikinn heima í stofu sem hefur reyndar verið tilfellið undanfarin ár þar sem uppselt hefur verið á hvern landsleikinn á fætur öðrum á Laugardalsvelli. Vísir sendi KSÍ fyrirspurn um hve margir miðar voru eftir þegar miðasalan fór í gang þann 12. september vegna þess hversu fáum tókst að tryggja sér miða þann dag. Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.Vísir Í svari frá framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz segir að rétt tæplega 2000 miðar hafi verið seldir almenningi á alla heimaleikina áður en undankeppnin hófst. Styrktaraðilar KSÍ fá að kaupa 1500-2000 miða fyrirfram. Þá eru 1500 miðar til viðbótar teknir frá fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA), handhafa A-skírteinis hjá KSÍ, fjölmiðlafólk, fatlaða, starfsmenn leiksins (vallarstarfsmenn, sjúkraflutningamenn, börubera) auk þess sem leikmenn og starfsmenn landsliðsins fá að kaupa miða. Þá eru sæti tekin frá fyrir lukkukrakkana sem leiða leikmenn inn á völlinn en samkvæmt heimildum Vísis er í flestum tilfellum um að ræða börn sem eiga foreldra sem starfa hjá styrktaraðilum KSÍ s.s. Icelandair, Borgun eða Landsbankanum. Eftir voru því um 4300 miðar og munaði þar um 700 miða sem Kósóvómenn höfðu rétt á en nýttu sér ekki. Annars hefðu verið 3600 miðar eftir. Fróðlegt hefði verið að sjá hve margir hefðu keypt sér miða á leikinn hefðu fleiri verið í boði. Vallarmetið á Laugardalsvelli er 20.204 en sá fjöldi var mættur á æfingaleik Íslands og Ítalíu sumarið 2004. Næstflestir mættu á leik Vals og Benfica í Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, 18.194 áhorfendur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Sjá meira