Segir Sjálfstæðisflokkinn hlaupast undan ábyrgð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2017 21:14 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra finnst útspil Sjálfstæðisflokksins ansi ódýrt. vísir/anton brink Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa nýtt fyrsta tækifæri til þess að flýja frá ábyrgð með því að segjast hættir við að styðja fjárlögin. Það skjóti skökku við þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kenni sig við ábyrgð og stöðugleika. Þetta segir Benedikt í samtali við Vísi um málflutning Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnuveganefnar. Í ræðu á kosningafundi flokksins sagði Páll að engin af „skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar“ hefðu hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðismanna.Hvers vegna segirðu Sjálfstæðisflokkinn skorast undan ábyrgð?„Vegna þess að ef menn samþykkja eitthvað, þá hætta menn ekki við það. Þetta eru fjárlög ríkisstjórnarinnar og þar situr formaður Sjálfstæðisflokksins þannig að þetta er í rauninni þannig að hann samþykkir ekki tillögu formannsins,“ segir Benedikt sem tekur fram að algjör sátt hafi náðst í ríkisstjórn. Spurður hvort ummæli Páls hefðu komið honum í opna skjöldu svarar Benedikt: „Sjálfstæðisflokkurinn vill nú gefa sig út fyrir að vera ábyrgur flokkur þá er það nú ekki beinlínis í anda ábyrgs flokks að hlaupa frá fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er mjög óvenjulegt.“ Honum þyki útspil Páls „voðalega billegt.“ Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið erfitt svarar Benedikt neitandi: „Nei, veistu það innan ríkisstjórnarinnar var bara ágætis samstarf. Ég var ekki var við annað en auðvitað fann maður það að það eru tveir hópar innan Sjálfstæðisflokksins eins og ég nefni þarna í færslunni,“ segir Benedikt og vísar til stöðuuppfærslu sem hann ritaði um málið í kvöld. Þar segir hann meðal annars að Bjarna Benediktssyni sé tíðrætt um þörfina á tveggja flokka ríkisstjórn en bætir við að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið þátt í er ef hann sé einn í ríkisstjórn. Spurður hvað hann eigi við með „tveimur hópum,“ segist Benedikt vera að tala um ákveðinn klofning innan Sjálfstæðisflokksins: „Það er augljóst, ef Páll segist ekki vera bundinn af því sem formaðurinn samþykkir. Yfirleitt ganga flokkar heilir í svona samstarf. Auðvitað þarf að ná málamiðlunum í svona samstarfi, það segir sig sjálft og það hefur auðvitað verið gert í mörgum málum. Flokkarnir hafa ekki nákvæmlega sömu stefnu og þurfa að ræða sig til niðurstöðu. Þetta fjárlagafrumvarp var auðvitað búið að ræða mikið í ríkisstjórninni. Öll fjárlagafrumvörp eru lögð fyrir alþingi og þar hafa alþingismenn síðasta orðið, það er bara þannig.“ Benedikt segir að það sé fjarri lagi að fjárlagafrumvarpið sé meitlað í stein. „Það er ekki þannig. Ég er mikill unnandi þess að menn komi að málum,“ segir Benedikt sem segir flokkinn sinn vera í óðaönn að skipuleggja kosningarnar. Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærsluna í heild sem Benedikt vísaði til í viðtalinu. Fjárlagafrumvarp 2018 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa nýtt fyrsta tækifæri til þess að flýja frá ábyrgð með því að segjast hættir við að styðja fjárlögin. Það skjóti skökku við þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kenni sig við ábyrgð og stöðugleika. Þetta segir Benedikt í samtali við Vísi um málflutning Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnuveganefnar. Í ræðu á kosningafundi flokksins sagði Páll að engin af „skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar“ hefðu hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðismanna.Hvers vegna segirðu Sjálfstæðisflokkinn skorast undan ábyrgð?„Vegna þess að ef menn samþykkja eitthvað, þá hætta menn ekki við það. Þetta eru fjárlög ríkisstjórnarinnar og þar situr formaður Sjálfstæðisflokksins þannig að þetta er í rauninni þannig að hann samþykkir ekki tillögu formannsins,“ segir Benedikt sem tekur fram að algjör sátt hafi náðst í ríkisstjórn. Spurður hvort ummæli Páls hefðu komið honum í opna skjöldu svarar Benedikt: „Sjálfstæðisflokkurinn vill nú gefa sig út fyrir að vera ábyrgur flokkur þá er það nú ekki beinlínis í anda ábyrgs flokks að hlaupa frá fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er mjög óvenjulegt.“ Honum þyki útspil Páls „voðalega billegt.“ Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið erfitt svarar Benedikt neitandi: „Nei, veistu það innan ríkisstjórnarinnar var bara ágætis samstarf. Ég var ekki var við annað en auðvitað fann maður það að það eru tveir hópar innan Sjálfstæðisflokksins eins og ég nefni þarna í færslunni,“ segir Benedikt og vísar til stöðuuppfærslu sem hann ritaði um málið í kvöld. Þar segir hann meðal annars að Bjarna Benediktssyni sé tíðrætt um þörfina á tveggja flokka ríkisstjórn en bætir við að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið þátt í er ef hann sé einn í ríkisstjórn. Spurður hvað hann eigi við með „tveimur hópum,“ segist Benedikt vera að tala um ákveðinn klofning innan Sjálfstæðisflokksins: „Það er augljóst, ef Páll segist ekki vera bundinn af því sem formaðurinn samþykkir. Yfirleitt ganga flokkar heilir í svona samstarf. Auðvitað þarf að ná málamiðlunum í svona samstarfi, það segir sig sjálft og það hefur auðvitað verið gert í mörgum málum. Flokkarnir hafa ekki nákvæmlega sömu stefnu og þurfa að ræða sig til niðurstöðu. Þetta fjárlagafrumvarp var auðvitað búið að ræða mikið í ríkisstjórninni. Öll fjárlagafrumvörp eru lögð fyrir alþingi og þar hafa alþingismenn síðasta orðið, það er bara þannig.“ Benedikt segir að það sé fjarri lagi að fjárlagafrumvarpið sé meitlað í stein. „Það er ekki þannig. Ég er mikill unnandi þess að menn komi að málum,“ segir Benedikt sem segir flokkinn sinn vera í óðaönn að skipuleggja kosningarnar. Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærsluna í heild sem Benedikt vísaði til í viðtalinu.
Fjárlagafrumvarp 2018 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24