Skugga Sveinn í fánalitunum hjá Geysi Ritstjórn skrifar 24. september 2017 08:00 Myndir/Saga Sig Íslenska merkið Geysir frumsýndi á föstudagskvöldið haust- og vetrarlínu sína Skugga-Sveinn í gamla Héðinshúsinu í Reykjavík. Um svokallaða "see now, buy now" sýningu var að ræða þar sem allur fatnaðurinn á sýningunni var komin í verslanir Geysis um allt land strax daginn eftir. Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður Geysis, segir fatnaðinn vera innblásinn af íslensku konunni og hennar hversdagslífi í borginni, með sterkum vísunum í íslenskan lista- og menningarheim en þetta er fjórða fatalína Ernu fyrir Geysi. Þessi lína sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í leiktjöld sem máluð voru af Sigurði málara Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862. Við skulum skoða þetta einstaklega litríku línu sem hentar vel inn í vetrartískuna framundan. Djúpir rauðir tónar, dökkbláir og hvítir einkenna línuna en heiðblá köflótt ullarkápa stal senunni á pallinum. Ásamt eigin hönnun býður Geysir upp á vörumerki á borð við A.P.C., Ami, Stine Goya, Ganni, Henrik Vibskov, Gosha Rubchinskiy, Wood Wood, Hope, Soulland, Carven, Veja, Hanro, Carla Colour og Harmony í verslunum sínum. Mest lesið Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour Tattúbar í 8 ára afmælisveislu igló+indi Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir barnið Glamour iglo+indi með tískusýningu í Flórens Glamour Er útvítt loksins komið til að vera? Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Kim Kardashian loksins mætt á Cannes Glamour Toppaðu þig með topp Glamour
Íslenska merkið Geysir frumsýndi á föstudagskvöldið haust- og vetrarlínu sína Skugga-Sveinn í gamla Héðinshúsinu í Reykjavík. Um svokallaða "see now, buy now" sýningu var að ræða þar sem allur fatnaðurinn á sýningunni var komin í verslanir Geysis um allt land strax daginn eftir. Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður Geysis, segir fatnaðinn vera innblásinn af íslensku konunni og hennar hversdagslífi í borginni, með sterkum vísunum í íslenskan lista- og menningarheim en þetta er fjórða fatalína Ernu fyrir Geysi. Þessi lína sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í leiktjöld sem máluð voru af Sigurði málara Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862. Við skulum skoða þetta einstaklega litríku línu sem hentar vel inn í vetrartískuna framundan. Djúpir rauðir tónar, dökkbláir og hvítir einkenna línuna en heiðblá köflótt ullarkápa stal senunni á pallinum. Ásamt eigin hönnun býður Geysir upp á vörumerki á borð við A.P.C., Ami, Stine Goya, Ganni, Henrik Vibskov, Gosha Rubchinskiy, Wood Wood, Hope, Soulland, Carven, Veja, Hanro, Carla Colour og Harmony í verslunum sínum.
Mest lesið Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour Tattúbar í 8 ára afmælisveislu igló+indi Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir barnið Glamour iglo+indi með tískusýningu í Flórens Glamour Er útvítt loksins komið til að vera? Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Kim Kardashian loksins mætt á Cannes Glamour Toppaðu þig með topp Glamour