Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir spiluðu allan leikinn fyrir Djurgarden í sigri á Bunkeflo í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði 90 mínútur í liði Bunkeflo.
Leiknum lauk með 2-1 sigri Djurgarden sem er í fjórða sæti sænsku deildarinnar.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var fyrirliði Valerenga þegar liðið tók á móti Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni.
Avaldsnes fór með 0-1 sigur eftir mark frá Elise Thorsnes.
Valerenga er í áttunda sæti deildarinnar með 26 stig.
