Körfubolti

Stephen Curry ekki boðið í Hvíta húsið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Curry hefur tvisvar unnið NBA deildina, 2015 og 2017
Curry hefur tvisvar unnið NBA deildina, 2015 og 2017 vísir/getty
Stephen Curry er ekki lengur velkominn í Hvíta húsið. Þetta sagði Bandaríkjaforseti á Twitter í dag.

Meistaraliði Golden State Warriors mun mögulega vera boðið að hitta forsetann, en hafa ekki fengið formlegt boð frá Hvíta húsinu enn.

Stórstjarnan Curry sagði á blaðamannafundi í gær að hann myndi kjósa á móti því að fara og heilsa upp á Donald Trump.

Trump tók þá til samfélagsmiðla og sagði að þar sem Curry væri á báðum áttum með að mæta þá væri honum hreinlega ekki boðið lengur.









NBA

Tengdar fréttir

Barkley: Lið eiga að heimsækja Hvíta húsið

Charles Barkley hefur blandað sér í umræðuna um hvort íþróttamenn eigi að heimsækja Hvíta húsið eða ekki. Hann segir að það ætti ekki að blanda pólitík í málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×