Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. september 2017 09:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Þeir hóta hvor öðrum gereyðileggingu og kalla hvor annan geðsjúkan. Nordicphotos/AFP Samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ef til vill ekki verið stirðari síðan á dögum Kóreustríðsins um miðja síðustu öld. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur uppnefnt Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, „Eldflaugamanninn“ en sá síðarnefndi segir Trump elliæran. Tvímenningarnir hafa jafnframt hótað að gereyðileggja ríki hvor annars. Kim brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína. Sendi Kim frá sér fyrstu tilkynninguna sem nokkur leiðtogi Norður-Kóreu hefur gefið út á ensku. „Jómfrúarræða Bandaríkjaforseta á sviði Sameinuðu þjóðanna veldur alþjóðasamfélaginu áhyggjum og er til þess fallin að auka á togstreituna á Kóreuskaga. Ég taldi að hann myndi flytja ræðu ólíka þeim sem hann flytur venjulega. En hann var langt frá því að segja nokkuð sem gæti slakað á togstreitunni heldur var hann fádæma dónalegur og bullaði meira en nokkur Bandaríkjaforseti hefur nokkurn tímann gert.“Donald Trump hefur kallað Kim „Rocket Man“ og vísað þannig í þekkt lag eftir Elton John.nordicphotos/AFPNorður-Kóreumaðurinn ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara. „Ég veit ekki við hvaða svari Trump bjóst en svarið verður stærra en hann hefði getað ímyndað sér. Ég mun á afdráttarlausan hátt temja þennan elliæra og geðsjúka Bandaríkjamann með eldi mínum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Kims. Trump svaraði Kim á Twitter í gær. „Kim Jong-un frá Norður-Kóreu, sem er augljóslega geðsjúklingur, er sama þótt hann svelti og drepi þjóð sína. Nú mun reyna á hann sem aldrei fyrr,“ tísti Bandaríkjaforseti. Frá því Kim tók við taumunum í Norður-Kóreu, eftir andlát föður hans, hefur ríkið gert mun fleiri kjarnorku- og eldflaugatilraunir en áður. Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sagði í gær að svar Asíuríkisins gæti falist í kjarnorkutilraun á Kyrrahafi. „Þetta gæti orðið aflmesta vetnissprengja sem prófuð hefur verið á Kyrrahafinu,“ sagði Ri. Ráðherrann bætti því þó við að hann hefði í raun ekki hugmynd um hvernig ætti að svara Bandaríkjaforseta, það myndi Kim einn fyrirskipa. Japanar voru hins vegar ekki hrifnir af orðum Ri, enda hefur Norður-Kórea skotið tveimur eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. „Orð Norður-Kóreumanna ögra öryggi og stöðugleika á svæðinu. Þau eru algjörlega óásættanleg,“ sagði Yoshihide Suga, talsmaður ríkisstjórnarinnar. En á meðan leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hnakkrífast reyna Kínverjar og Rússar að róa þá niður. „Allir aðilar ættu að halda aftur af sér frekar en að reyna að ögra hvor öðrum,“ sagði Lu Kang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kínverja, við blaðamenn í gær. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnar Vladimírs Pútin í Rússlandi, tók í sama streng. Sagði hann að yfirvöld í Moskvu hefðu „miklar áhyggjur af þessari vaxandi spennu“. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ef til vill ekki verið stirðari síðan á dögum Kóreustríðsins um miðja síðustu öld. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur uppnefnt Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, „Eldflaugamanninn“ en sá síðarnefndi segir Trump elliæran. Tvímenningarnir hafa jafnframt hótað að gereyðileggja ríki hvor annars. Kim brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína. Sendi Kim frá sér fyrstu tilkynninguna sem nokkur leiðtogi Norður-Kóreu hefur gefið út á ensku. „Jómfrúarræða Bandaríkjaforseta á sviði Sameinuðu þjóðanna veldur alþjóðasamfélaginu áhyggjum og er til þess fallin að auka á togstreituna á Kóreuskaga. Ég taldi að hann myndi flytja ræðu ólíka þeim sem hann flytur venjulega. En hann var langt frá því að segja nokkuð sem gæti slakað á togstreitunni heldur var hann fádæma dónalegur og bullaði meira en nokkur Bandaríkjaforseti hefur nokkurn tímann gert.“Donald Trump hefur kallað Kim „Rocket Man“ og vísað þannig í þekkt lag eftir Elton John.nordicphotos/AFPNorður-Kóreumaðurinn ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara. „Ég veit ekki við hvaða svari Trump bjóst en svarið verður stærra en hann hefði getað ímyndað sér. Ég mun á afdráttarlausan hátt temja þennan elliæra og geðsjúka Bandaríkjamann með eldi mínum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Kims. Trump svaraði Kim á Twitter í gær. „Kim Jong-un frá Norður-Kóreu, sem er augljóslega geðsjúklingur, er sama þótt hann svelti og drepi þjóð sína. Nú mun reyna á hann sem aldrei fyrr,“ tísti Bandaríkjaforseti. Frá því Kim tók við taumunum í Norður-Kóreu, eftir andlát föður hans, hefur ríkið gert mun fleiri kjarnorku- og eldflaugatilraunir en áður. Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sagði í gær að svar Asíuríkisins gæti falist í kjarnorkutilraun á Kyrrahafi. „Þetta gæti orðið aflmesta vetnissprengja sem prófuð hefur verið á Kyrrahafinu,“ sagði Ri. Ráðherrann bætti því þó við að hann hefði í raun ekki hugmynd um hvernig ætti að svara Bandaríkjaforseta, það myndi Kim einn fyrirskipa. Japanar voru hins vegar ekki hrifnir af orðum Ri, enda hefur Norður-Kórea skotið tveimur eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. „Orð Norður-Kóreumanna ögra öryggi og stöðugleika á svæðinu. Þau eru algjörlega óásættanleg,“ sagði Yoshihide Suga, talsmaður ríkisstjórnarinnar. En á meðan leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hnakkrífast reyna Kínverjar og Rússar að róa þá niður. „Allir aðilar ættu að halda aftur af sér frekar en að reyna að ögra hvor öðrum,“ sagði Lu Kang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kínverja, við blaðamenn í gær. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnar Vladimírs Pútin í Rússlandi, tók í sama streng. Sagði hann að yfirvöld í Moskvu hefðu „miklar áhyggjur af þessari vaxandi spennu“.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira