Ekki lausn að útskúfa kynferðisbrotamönnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2017 19:47 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli Mikilvægt er að kynferðisbrotamenn, sem og aðrir brotamenn, eigi möguleika á því að stíga út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun refsingar. Útskúfun geti leitt til þess að þeir leiðist aftur til afbrota. Framkvæmd uppreist æru undanfarin ár er þó ekki leiðin. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði, sem ræddi refsingar í kynferðisbrotamálum sem og uppreist æru í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Umræða um kynferðisbrotamenn og uppreist æru hefur farið hátt í samfélaginu undanfarna mánuði eftir að í ljós kom að dæmdum kynferðisbrotamönnum hafði verið veitt uppreist æra á grundvelli laga um slíkt.Hávær gagnrýni hefur komið fram á þessi lög og framkvæmd þeirra. Hyggst Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru. Stefnt er að því að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru. Helgi tekur undir gagnrýnina á veitingu uppreist æru og segir að framkvæmd hennar innar stjórnsýslunnar sé vart boðleg. „Mér sýnist að þetta ferli allt saman sem er einhvern veginn að koma upp á yfirborðið núna, þetta eru tugir mála á síðustu árum sem allt saman orkar mjög tvímælis. Þetta er ekki stjórnsýsla sem við viljum hafa,“ sagði Helgi. Mikilvægt sé þó að binda þannig um hnútana að þeir afbrotamenn, kynferðisbrotamenn sem og aðrir, geti snúið aftur út í samfélagið eftir að refsing hefur afplánuð. „Þessir brotamenn sem brjóta af sér, hvort sem það eru kynferðisbrot eða önnur brot, þeir verða að eiga sér einhverja undankomu,“ segir Helgi. Sé það ekki gert sé hætta á því að þeir brjóti af sér á nýjan leik. „Við megum heldur ekki grípa til aðgerða af því tagi að þessir einstaklingar sem eru að brjóta af sér og koma aftur út í samfélagið, að þeir eigi sér ekki viðreisnar von. Þá erum við bara að plægja jarðveginn fyrir frekari brot, alveg örugglega biturð og að menn loki sig af og verði kannski bara baggi á þjóðinni í framtíðinni,“ segir Helgi. Uppreist æru Tengdar fréttir Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. 19. september 2017 19:30 „Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010. 22. september 2017 08:58 Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir förmonnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. 21. september 2017 19:24 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Mikilvægt er að kynferðisbrotamenn, sem og aðrir brotamenn, eigi möguleika á því að stíga út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun refsingar. Útskúfun geti leitt til þess að þeir leiðist aftur til afbrota. Framkvæmd uppreist æru undanfarin ár er þó ekki leiðin. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði, sem ræddi refsingar í kynferðisbrotamálum sem og uppreist æru í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Umræða um kynferðisbrotamenn og uppreist æru hefur farið hátt í samfélaginu undanfarna mánuði eftir að í ljós kom að dæmdum kynferðisbrotamönnum hafði verið veitt uppreist æra á grundvelli laga um slíkt.Hávær gagnrýni hefur komið fram á þessi lög og framkvæmd þeirra. Hyggst Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru. Stefnt er að því að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru. Helgi tekur undir gagnrýnina á veitingu uppreist æru og segir að framkvæmd hennar innar stjórnsýslunnar sé vart boðleg. „Mér sýnist að þetta ferli allt saman sem er einhvern veginn að koma upp á yfirborðið núna, þetta eru tugir mála á síðustu árum sem allt saman orkar mjög tvímælis. Þetta er ekki stjórnsýsla sem við viljum hafa,“ sagði Helgi. Mikilvægt sé þó að binda þannig um hnútana að þeir afbrotamenn, kynferðisbrotamenn sem og aðrir, geti snúið aftur út í samfélagið eftir að refsing hefur afplánuð. „Þessir brotamenn sem brjóta af sér, hvort sem það eru kynferðisbrot eða önnur brot, þeir verða að eiga sér einhverja undankomu,“ segir Helgi. Sé það ekki gert sé hætta á því að þeir brjóti af sér á nýjan leik. „Við megum heldur ekki grípa til aðgerða af því tagi að þessir einstaklingar sem eru að brjóta af sér og koma aftur út í samfélagið, að þeir eigi sér ekki viðreisnar von. Þá erum við bara að plægja jarðveginn fyrir frekari brot, alveg örugglega biturð og að menn loki sig af og verði kannski bara baggi á þjóðinni í framtíðinni,“ segir Helgi.
Uppreist æru Tengdar fréttir Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. 19. september 2017 19:30 „Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010. 22. september 2017 08:58 Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir förmonnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. 21. september 2017 19:24 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. 19. september 2017 19:30
„Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010. 22. september 2017 08:58
Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30
Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15
Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir förmonnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. 21. september 2017 19:24
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent